Fréttablaðið - 29.11.2008, Side 42

Fréttablaðið - 29.11.2008, Side 42
„Við byrjum á grunnþáttum í streitufræðum og fólk fær verk- efni til að greina sín eigin hegðun- armynstur.“ Þannig byrjar Kol- brún lýsingu á námskeiði hjá Þekkingarmiðlun að Grand hóteli í Reykjavík. Það fjallar um stjórn- un álags og streitu og fer fram 3. desember milli klukkan 13 og 17. Kolbrún segir mikinn hluta tím- ans fara í fræðslu um fyrirbyggj- andi aðgerðir þannig að fólk eign- ist einhver úrræði til að nota þegar það finnur fyrir spennu,“ segir hún og kveðst vera með hentugar æfingar í farteskinu sem fólk geti gert hvar sem er. En hverjar eru helstu birtingarmyndir streitu? „Þær geta verið margar og bæði andlegar og líkamlegar. Aukinn hjartsláttur og kvíði eru algeng viðbrögð, doði, eirðarleysi og óyndi í alla staði. Í kjölfarið kemur svo oft atferli eins og aukin áfeng- isneysla og að fólk dregur sig í hlé. Skapvonska bitnar á þeim sem næstir eru og fólk einangrast og fjarlægist sína nánustu. Alvarleg streita hefur áhrif á hjarta- og æðakerfið og getur hrundið sjúk- dómum af stað. Það er einstakl- ingsbundið hve vel við þolum steitu en oft eykst hún hjá okkur hægt og bítandi og við látum hana fara yfir rauðu strikin oftar en gott er. Það getur undið upp á sig.“ En hvernig ætlar Kolbrún að rétta þetta allt af á fjórum klukku- stundum? „Við nýtum tímann vel,“ segir hún glaðlega. „Fyrsta skref- ið er að þekkja eigin viðbrögð. Síðan reynum við að auka færni í að nýta streitu á uppbyggjandi hátt og þannig að stuðla að meiri ánægju í einkalífi og starfi.“ gun@frettabladid.is Ef streitan fer yfir rauðu strikin oftar en gott er Álag og streita geta valdið kvíða, eirðarleysi og ýmsum kvillum. Þessum þáttum er þó hægt að stjórna og það ætlar Kolbrún Ragnarsdóttir ráðgjafi að kenna á námskeiði 3. desember hjá Þekkingarmiðlun. Kolbrún Ragnarsdóttir fjölskylduráðgjafi kann ýmis ráð við streitu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BÓKASÖFN Tækniskólans eru opin lengur í próftíðinni. Bókasafnið Skólavörðuholti er opið frá 10.00 til 16.00 laugardagana 29. nóvember og 6. desember og Bókasafnið Háteigsvegi er opið til kl. 22 alla virka daga til 11. desember. Viltu hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við þekkingu þína? Þá er Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð lausnin. Þar starfa vel menntaðir og reyndir kennarar. Við Öldungadeildina er hægt að stunda nám til stúdentsprófs á þremur bóknámsbrautum; félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Kennsla fer fram seinnipart dags, frá mánudegi til fimmtudags. Fólk getur aðlagað tímasókn að eigin þörfum, þar sem ekki er mætingaskylda í Öldun- gadeildinni og námsefnið er allt sett inn á aðgengilegan námsvef. Innritun Innritun í deildina er í fullum gangi á vef skólans www.mh.is. Jafnframt verður innritað í MH dagana 6., 7., og 8. janúar kl. 9–12 í símum 595 5207 og 595 5200 og í skólanum kl. 12–18.30. Flestöll stéttarfélög taka þátt í menntunarkostnaði félaga sinna. Kennsla hefst mánudaginn 12. janúar. Heimsækið okkur á mh.is. G ra fik a 08 Fyrir þá sem liggur á LOTUKERFI – Nýtt námsfyrirkomulag í Öldungadeildinni Á vorönn er nemendum líka gefinn kostur á að taka þrjú fög á tvöföldum hraða. Hver áfangi er kenndur tvisvar í viku, alls í 3 klst. Önninni er skipt í tvær lotur. Fyrri lotan 12. janúar – 1. mars Áfangar í boði: ÍSL203, SAG103 og STÆ403. Seinni lotan 5. mars – 30. apríl Áfangar í boði: ÍSL303, SAG203 og STÆ503. Öldungadeild MH ævinlega í fararbroddi V O R Ö N N 2 0 0 9 danska enska norska sænska franska ítalska spænska íslenska saga félagsfræði afbrotafræði þjóðhagfræði myndlist sálfræði uppeldisfræði eðlisfræði jarðfræði líffræði stærðfræði lögfræði tölvufræði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.