Fréttablaðið - 29.11.2008, Side 54

Fréttablaðið - 29.11.2008, Side 54
● heimili&hönnun „Við erum fyrst og fremst hönn- unarverslun með íslenska hönn- un. Þar á meðal okkar eigin hönn- un sem er seld undir merkinu Krakk og samanstendur af hlut- um eins og gömlum húsgögnum, leikföngum og fötum sem hafa verið unnin upp á nýtt, með það fyrir augum að búa til eitthvað alveg einstakt,“ segir Karitas Pálsdóttir, einn eigenda verslun- arinnar Krakk sem var nýverið opnuð við Skólavörðustíg 22. „Síðan erum við með aðra ís- lenska hönnuði sem eru að gera spennandi hluti, fatahönnuði, vöruhönnuði og aðra sem hafa sumir hverjir ekki enn komið sinni vöru á fram- færi,“ bendir hún á og nefn- ir sem dæmi Ingu Björk Andrésdótt- ur, Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur og Steinunni Margrét- ardóttur. Karitas segir að fyrst um sinn verði áherslan mest á leikföng og fatnað í versluninni en húsgögnin komi til með að vera fyrirferðarmeiri er fram líða stundir. „Bæði verðum við með sýnishorn í möppu og eins í versl- uninni sjálfri. Fólk getur komið á framfæri séróskum í framtíðinni. Kíkt í heimsókn til dæmis með gamlan bangsa, flík eða stól og við gert endurbætur á hlutnum í samráði við eigandann.“ Spurð hvort henni hafi þótt rétt að opna verslun við núver- andi aðstæður þar sem sam- keppni á markaði hefur aukist svarar Karitas: „Auðvitað eru þegar nokkrar búðir í Reykja- vík með mjög flotta og fágaða ís- lenska hönnun. Okkar markmið er að vera aðeins öðruvísi en þær með því að vera meira „under- ground“ og „street“. - rve Notað öðlast nýtt líf ● Gömul leikföng, föt, húsgögn og fleira gengur í endurnýjun lífdaga í versluninni Krakk við Skólavörðustíg 22. Þar er áhersla lögð á endurvinnslu, -nýtingu og íslenska hönnun. Daníel Stefánsson, Karitas Pálsdóttir og Eva Sólveig Þrastardóttir eiga og reka versl- unina Krakk. Þau taka gamla hluti upp á sína arma og vinna upp á nýtt. Eva, eða Evana eins og hún kallar sig, hefur næmt auga fyrir fallegum hlutum. Þessi búðarkassi var upphaflega í eigu afa Karitasar, Halldórs Hjálmarssonar. Í versluninni Krakk er hægt að kaupa notaða hluti sem lappað hefur verið upp á og svo fatnað og fylgihluti eftir íslenska hönnuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sykurvera eftir Ragn- heiði Ösp Sig- urðardóttur. Ármúla 19 • Simi: 553-9595 www.gahusgogn.is • gahusgogn@gahusgogn.is Íslensk hönnun og sérmíði. Smíðum sófa og hornsófa eftir máli. L í n a n I B æ j a r l i n d s e x I 2 0 1 K ó p a v o g u r I S í m i 5 5 3 7 1 0 0 Opið mánudaga - föstudaga 10 ti l 18 I Laugardaga 11 ti l 16 I www.linan.is * Tilboðið gildir til jóla Roma Listaverð 17.900 Tilboðsverð 14.300 Bono I 166 x 100 Stækkanlegt upp í 266 cm Listaverð 145.800 Tilboðsverð 116.640 Paris Listaverð 19.900 Tilboðsverð 15.900 JÓLATILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF BORÐSTOFUBORÐUM OG BORÐSTOFUSTÓLUM Auglýsingasími – Mest lesið 29. NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.