Fréttablaðið - 29.11.2008, Page 72

Fréttablaðið - 29.11.2008, Page 72
60 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ókei... eitt snákaskinn... Eitthvað fleira? Það lítur ekki út fyrir að nokkuð gerist í kvöld! Það gengur ekki nógu vel að eiga við þessar elskur! Sama hér. Þetta hefur ekki gengið nógu vel undan- farið! Hvað er að okkur?Er- um við virkilega svona frá- hrindrandi? Bull Húgó! Við erum kannski ekki með „the looks“ en við erum hressir gaurar. Fljótlega kemur einhver sem sér okkur með réttum augum! Ég veit ekki hvort það er einhver hjálp í þér núna Ívar! Hey! Þeir eru að spila „YMCA“! Kannski vilja þær dansa? Hvað segirðu, kappi? Maður segir ekki „kappi“, maður segir „kjeppi“ „kjeppi“ Ókei Og maður segir ekki „Hvað segirðu“, heldur „Kasegiru“ Kasegiru kjeppi? Villulaust. Takk, hvað þýðir þetta? Það er alltaf rign- ing þegar maður fer út í skóg. Hvernig tilfinning er það að missa tönn, Solla? Hmmm, það er svolítið skrítið. Já? Ekki beint skrýtið, heldur meira svona skringilegt, furðulegt, undarlegt... ef þú skilur hvað ég á við. Þú kannt að orða hlutina rétt. Já, það kemur með reynslunni. Efnalaug Það hefur löngum þótt loða við karlmenn að verða óskaplega veikir ef þeir fá einhverja pest. Þvottadrengurinn er þar engin undantekning og ófá skiptin þar sem ég hef þurft að hlaupa eftir gráti hans og kveinum. Yfirleitt hef ég lítið gefið fyrir þetta vol og hef hann grunaðan um að gera of mikið úr lasleikanum. Enginn getur haft það svona skítt. Ég hef jafnvel sakað hann um að sinna mér ekki eins vel og ég honum, þá sjaldan að mér verð- ur misdægurt. Svo kom þó að því að ég náði mér í ljóta pest. Byrjaði að kvarta strax upp úr kvöldmat yfir magaverkjum sem ágerðust frekar en hitt. Um miðnættið fór það ekki á milli mála að ég var komin með ælupest. Slíkar pestir eru með þeim verstu og ég hélt hún ætlaði mig lifandi að drepa. Ó hvað ég átti bágt. Mér kom ekki dúr á auga þar sem ég engdist af kvölum og réð ekki neitt við neitt. Hakkið og spaghettíið frá því í hádeginu fór fyrir lítið, eins banana- brauðið og dýrindis hamborgarinn sem þvottadrengurinn hafði matreitt svo snilldarlega í kvöldmatinn. Á þessu gekk alla nóttina og ég grét hástöf- um utan í þvottadrengnum en átti svo sem ekki von á hjálp. Þá kom berlega í ljós að ég hafði haft þvottadrenginn fyrir rangri sök. Eins og riddari úr rauðu ástarsögun- um hélt hann hárinu á mér aftur meðan verstu gusurnar gengu yfir. Hann þurrkaði svitaperlur af enni, hljóp með æludalla fram og aftur og bar í mig vatn, orkudrykki og hafragraut. Ég skammaðist mín hálfpartinn. Hugsa að ég taki meira mark á kveinum þvottadrengsins, næst þegar hann fær einhverja pest. Riddari þegar mest á reynir NOKKUR ORÐ Ragnheiður Tryggvadóttir 48

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.