Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 06.12.2008, Qupperneq 4
4 6. desember 2008 LAUGARDAGUR PÓLLAND, AP Pólverjar minntust þess í gær að aldarfjórðungur var liðinn frá því Lech Walesa, sem þá var í fararbroddi lýðræðishreyf- ingar í Póllandi, fékk friðarverð- laun Nóbels fyrir þau störf sín. Í tilefni dagsins komu nokkrir aðrir friðarverðlaunahafar, þar á meðal Dalaí Lama, leiðtogi Tíbetbúa, í heimsókn til Póllands. Þeir Walesa hittust á fundi með átta hundruð fulltrúum æskulýðs heimsins í borginni Gdansk. Við það tækifæri sagði Dalaí Lama meðal annars að það þyrfti ekki að taka nema fáeina daga að leysa deiluna um Tíbet ef Kína yrði opnara samfélag en nú er. - gb Lech Walesa: Nóbelsverðlaun í aldarfjórðung DALAÍ LAMA OG LECH WALESA Hittust í Póllandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ATVINNULÍF Bæjarstjórn Reykjanes- bæjar vill að ríkisstjórnin dragi ekki lengur að ganga frá fjárfest- ingasamningi vegna væntanlegs álvers Norðuráls í Helguvík. „Það er orðinn nokkuð langur tími síðan þetta fór fyrir ríkis- stjórnina og hver vika sem líður tefur framhald verkefnisins og það er mjög bagalegt,“ segir Árni Sig- fússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Framkvæmdir við álverið í Helguvík hófust í júní í sumar en eftir hrun íslenska bankakerfisins var verkefnið tekið til endurskoð- unar og verulega hægt á fram- kvæmdum. Unnið er áfram við und- irstöður kerskála en ekki er farið í nýjar framkvæmdir að sögn Ágústs Hafbergs, talsmanns Norðuráls. Ágúst segir að Helguvíkurverk- efnið sé annars vegar til endurskoð- unar vegna breyttrar stöðu eftir hrun íslenska bankakerfisins sem átti að að standa að fjármögnun þess. Hins vegar hafi myndast tæki- færi vegna lækkaðs efniskostnaðar fyrir byggingu álversins. „Áður en við höfum niðurstöður úr endurskoðuninni getum við ekk- ert sagt,“ svarar Ágúst aðspurður um það hvenær hægt verði að hefja starfsemi í Helguvík. Áður var áætlað að það yrði í lok ársins 2010. Árni Sigfússon telur að töfin verði sennilega um sex mánuðir, hugsan- lega lengri. Hann segir útilokað að allt verkefnið fari út um þúfur. „Það er það sterkt að það myndi aldrei gerast. Það er mikið frekar töfin sem við höfum áhyggjur af á þess- um tímum.“ Árni undirstrikar mikilvægi þess að ríkisstjórnin afgreiði fjársfest- ingasamninginn sem lýtur að skatta- málum og fleiri þáttum. Þetta þurfi að liggja fyrir til þess að hægt sé að ganga frá nýrri fjármögnun. Ekki sé farið fram á neitt annað en ríkið hafi þegar veitt vegna annarra álvera. Árni kveðst enga skýringu hafa fengið á töfunum frá ríkinu. „En í sjálfu sér höfum við fulla trú á að það sé verið að fara yfir þetta sam- viskusamlega. Það hlýtur að vera allra hagur að koma þessu sem fyrst í gang,“ segir bæjarstjórinn. Um eitt þúsund manns eru atvinnulausir á Suðurnesjum og Árni segir um áttaíu prósent þeirra vera ófaglærða. Í bókun bæjar- stjórnar frá því á þriðjudag kemur fram að álver í Helguvík kalli á 300 milljarða króna fjárfestingu inn í landið og skapi sjö hundruð „varan- leg, vel launuð störf og gríðarlegar gjaldeyristekjur.“ gar@frettabladid.is Ríkið ljúki samningi fyrir álver í Helguvík Bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill að ríkið sýni álversframkvæmdum í Helguvík stuðning á viðkvæmum tímum og afgreiði fjárfestingasamning. Álverið er í endurskoðun og óvissu eftir að fjármögnunin hvarf með íslensku bönkunum. SKÓFLUSTUNGA Í HELGUVÍK Bæði viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra voru með þegar fyrstu skóflustungurnar að væntanlegu álveri í Helguvík voru teknar í júní. Nú er óvíst með framhaldið. MYND/VÍKURFRÉTTIR Það hlýtur að vera allra hagur að koma þessu sem fyrst í gang. ÁRNI SIGFÚSSON BÆJARSTJÓRI VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 3 3 2 2 1 1 3 6 4 7 -1 8 10 8 9 8 8 8 9 8 12 10 3 1 -3 -3 1 19° 9° 5° 5° 6° 9° 4° 1° 6° 6° 20° 7° 5° 23° 1° 8° 15° 5°Á MORGUN 10-15 m/s með ströndum sunnan og austan til annars hægari. MÁNUDAGUR 10-15 norðaustan og austan til annars hægari 1 -4 -3 -3-3 SKAMMVINN HLÝINDI Enda þótt höfuð- borgarbúar og aðrir landsmenn á sunnan- og vestanverðu landinu kunni að sjá hitatölur á bilinu 5-7 stig í dag þá eru þessar tölur ekki komnar til að vera. Í dag verður svalara norðan og austan til en strax í kvöld fer að kólna, fyrst norðan til. Á morgun verður hiti víðast hvar eða undir frostmarki en þó mild- ara suðvestan til. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur VIÐSKIPTI „Lækkunin stendur núna í um fjörutíu milljörðum, miðað við það sem hæst var,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, um skuldir fyrirtækisins. Þær hafa lækkað samfara styrkingu krónunnar í gær og fyrradag. Þær hækkuðu mikið þegar gengi krónunnar lækkaði. Heildarskuldir Orkuveitunnar nema um 180 milljörðum króna. Eiríkur bætir því við að eigið fé félagsins hafi aukist um fimmtung við gengishækkunina. Sé miðað við níu mánaða uppgjör félagsins má ætla að það nemi um það bil 50 milljörðum króna. - ikh Orkuveitan græðir á genginu: Skuldir lækka um milljarða BANDARÍKIN Leikarinn og ruðningskappinn OJ Simpson var í gær dæmdur til fimmtán ára fangelsisvistar fyrir mannrán og vopnað rán. Vitorðsmaður Simpsons, Clarence Stewart, fékk jafn langan dóm. Þeir voru fundnir sekir um alls tólf ákæruliði í október, og hefur verið haldið í gæsluvarðhaldi síðan. Simpson og Stewart voru dæmdir fyrir að ræna tveimur mönnum sem sérhæfðu sig í sölu íþróttaminjagripa og halda þeim á hótelherbergi í september á síðasta ári. Árið 1995 var Simpson sýknað- ur af ákæru um morðið á fyrrum eiginkonu sinni, Nicole Brown, og Ronald Goldman vini hennar. - kg Leikari og ruðningskappi: OJ Simpson í 15 ára fangelsi O.J. SIMSPON Forseti vill efla baráttuanda Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræddi á miðvikudag við danska sérfræðinginn Claus Möller um hvernig skapa megi baráttuanda og nýta sóknarfæri á komandi árum. Þetta kemur fram á heimasíðu for- setaembættisins. STJÓRNMÁL GENGIÐ 05.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,6956 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,19 126,79 185,09 185,99 161,09 161,99 21,621 21,747 17,615 17,719 15,22 15,31 1,3675 1,3755 187,60 188,72 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ÍRAK, AP Ray Odierno, æðsti yfir- maður Bandaríkjahers í Írak, segir að nýgerður samningur Íraksstjórnar og Bandaríkjanna um öryggismál í landinu valdi því að Bandaríkjaher þurfi að gera ýmsar breytingar á því „hvernig við skipuleggjum, sam- hæfum og framkvæmum hern- aðaraðgerðir í Írak“. Á fimmtudaginn lagði forsætisráð Íraks blessun sína yfir samninginn, en samkvæmt honum er gert ráð fyrir að Bandaríkjaher verði horfinn frá Írak innan þriggja ára. Með sam- þykki forsætisráðsins getur samkomulagið gengið í gildi, en Íraksþing hafði áður samþykkt það. Odierno sendi í gær frá sér skriflega yfirlýsingu til banda- rískra hermanna í Írak, þar sem hann segir að Bandaríkjaher þurfi nú að fá samþykki írak- skra stjórnvalda fyrir öllum hernaðaraðgerðum. Samningurinn kemur í staðinn fyrir umboð Sameinuðu þjóð- anna sem Bandaríkjaher hefur starfað eftir til þessa. Það umboð veitti Bandaríkjamönnum mjög víðtækar heimildir til að fara sínu fram í landinu. Í yfirlýsingunni segir Odierno að bandarískir hermenn muni áfram berjast gegn al-Kaída og öðrum uppreisnarhópum í Írak, en nú „verðum við að gera það með fullri virðingu fyrir stjórn- arskrá og lögum Íraks“. - aa / gb Samningur Íraksstjórnar við Bandaríkin breytir stöðu Bandaríkjahers í Írak: Þarf nú að lúta stjórn Íraks TILRÆÐI Íraskur hermaður, í hópi með bandarískum kollegum, heldur á blóðugri flík á vettvangi sprengjuárásar á útikaffihús í Bakúba. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Straumur lauk í gær við fjármögnun upp á 133 milljónir evra, jafnvirði 21 milljarðs króna. Þetta er fyrsta fjármögnun íslensks fjármálafyrirtækis sem kemur erlendis frá eftir banka- hrunið fyrir um tveimur mánuð- um. Straumur hefur hvorki gefið upp lánakjör né hverjir standi að því. Það eru ekki aðilar tengdir bankanum, samkvæmt upplýsing- um frá Straumi. Haft er eftir William Fall, forstjóra, að fjármögnunin sé mikilvægur áfangi fyrir Straum, sérstaklega í ljósi núverandi aðstæðna á markaði. - jab Fjármögnun skilar sér í hús: Straumur nældi sér fyrstur í fé
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.