Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 06.12.2008, Qupperneq 6
6 6. desember 2008 LAUGARDAGUR Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík sími 515 5000, www.oddi.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Siemens ryksugur á jólaverði. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.isRyksuga - rauð VS 01E1800, 3 l poki, 1800 W. Jólaverð: 15.900 kr. stgr. Ryksuga - blá VS 06G1802, 4 l poki, 1800 W. Jólaverð: 19.900 kr. stgr. A T A R N A Stangaveiðifélag Reykjavíkur þakkar Intersport fyrir ánægju- legt og glæsilegt samstarf í tilefni af Opnu húsi síðastliðið föstudagskvöld. EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde for- sætisráðherra bendir á að ekki sé gert ráð fyrir því í lögum um Seðlabankann að hægt sé að víkja seðlabankastjóra úr starfi. Geir kveðst ekki hafa heyrt af óánægju Samfylkingarinnar með þau ummæli Davíðs Oddssonar að hann snúi aftur í stjórnmálin ef honum verði vikið úr Seðlabank- anum. Hann hafi átt langt samtal við Davíð á fimmtudag og fengið þær skýringar að þau hafi verið tekin úr samhengi. Spurður um hvernig hann ætli að bregðast við mikilli óánægju Samfylkingarinnar með ummæli Davíðs segir hann: „Við ræðum það þá formennirnir ef þess þarf.“ Styrmir Gunnarsson, fyrrver- andi ritstjóri Morgunblaðsins, sagði nýlega í grein að Samfylk- ingin væri að leggja Davíð í ein- elti. Geir segist ekki myndu nota þau orð. „Það hefur hver maður rétt á sínum sjónarmiðum í þessu máli eins og öðrum,“ segir hann. Á fundi Davíðs með viðskipta- nefnd Alþingis á fimmtudag kom fram að seðlabankastjóri hefði varað ríkisstjórnina við því í júní að bankarnir myndu eiga litla möguleika á að lifa af. „Hann er að vitna í símtal við mig sem ég man ekki sjálfur eftir,“ segir Geir. „Bankinn hefur allt þetta ár haft heilmiklar áhyggjur af stöðu við- skiptabankanna þó að annað hafi mátt lesa út úr stöðugleikaskýrslu bankans sem hann birti í maímán- uði. Það sem sagt er í símtali er ekki opinber afstaða bankans,“ segir Geir og útilokar að þetta símtal sem snertir þjóðina alla hafi verið tekið upp í Stjórnarráð- inu og afrit af því sé til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í yfirlýsingu í fyrrakvöld að 0 prósent lífslíkur bankanna hefðu ekki verið nefndar á fundi í júlí. Það stangast á við þau orð Davíðs Oddssonar að varað við slíku í júní. Geir kannast ekki við að talað hafi verið um 0 prósent á fundin- um á júlí og man ekki heldur eftir því í símtali. „Það má vera að það hafi verið sagt einhvern tíma í símtali en slík símtöl eru ekki hin opinbera afstaða bankans,“ segir hann og kveðst ekki hafa skrifað allt hjá sér sem í slík- um símtölum kunni að hafa komið fram. „Ef það eru vandamál í þessu þá kemur það í ljós þegar málið verður skoðað.“ ghs@frettabladid.is RÆÐUM ÞETTA FORMENNIRNIR „Við ræðum það þá formennirnir ef þess þarf,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um það hvernig hann hyggist bregðast við óánægju Samfylkingarinnar með ummæli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra í dönsku dag- blaði nýlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Man ekki eftir sím- tali um bankana Forsætisráðherra segir að ekki sé gert ráð fyrir því í lögum að seðlabankastjóra verði vikið úr starfi. Hann kannast ekki við óánægju Samfylkingar vegna um- mæla Davíðs um að fara aftur í stjórnmál og myndi ekki tala um einelti. EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin hefur afgreitt frumvarp sem fer til umfjöllunar þingflokka og verður í framhaldinu lagt fram á þingi. Í frumvarpinu eftirlætur ríkisstjórn- in kjararáði að meta hversu mikil lækkun launa þingmanna og ráð- herra verður og hvernig lækkunin getur átt við um aðra hópa sem heyra undir ráðið. „Tölurnar sem við erum að tala um eru á bilinu 5-15 prósent fyrir allt árið 2009. Þetta er tímabundin lækkun og svo verða menn að taka afstöðu til þess eftir árið 2009 hvað tekur þá við. Það fer mikið eftir því hvað gerist úti á hinum almenna markaði því að það er sú viðmiðun sem kjararáð á að nota,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. Geir segir að frumvarpið sé ekki flókið en úr því að kjararáð hafi ekki treyst sér til að lækka laun helstu stjórnmálamanna og æðstu embætt- ismanna þjóðarinnar á grundvelli þess bréfs sem hann hafi sent þá hafi þessi lagaskylda verið felld á ráðið. Benedikt Bogason, varaformaður Dómarafélags Íslands, vill ekkert tjá sig um fyrirætlun stjórnvalda en býst við að launalækkanirnar verði ræddar „í okkar ranni“ í næstu viku. Haukur Ingibergsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofn- ana, segir ekki koma á óvart að Alþingi breyti lögum um launakjör. Félagið hafi ekki mótað afstöðu um hvort lækka eigi laun forstöðu- manna en forstöðumenn hafi „mikla samfélagsvitund“ og séu „meðvitað- ir um skyldur sínar jafnt í góðæri sem á erfiðleikatímum.“ - ghs Ríkisstjórnin afgreiðir frumvarp um launalækkun ráðherra og þingmanna: Lækka um 5 til 15 prósent EFNAHAGSMÁL „Mig rekur ekki minni til þess að neitt sérstakt hafi gerst á þessu tímabili sem hefði getað breytt stöðunni,“ segir Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallarinnar, spurður hvað gæti hafa gerst frá því að Seðlabankinn gaf út skýrslu um ágæta stöðu bankanna í maí síðastliðnum og þar til Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri varaði ríkisstjórnina við í júní. „Það var reyndar útlit fyrir það í vor að heimskreppan væri í rénun og þá uxu vonir manna um aukna lánamöguleika hjá bönkum erlendis en svo dró úr þeim möguleikum þegar líða tók á sumarið. Þannig að það voru einhver merki sem menn voru að lesa í en aðalatriðið er það að nær allt árið voru að skiptast á skin og skúrir í þeim efnum.“ Yfirmaður eins bankanna þriggja sagði Fréttablaðinu að ekkert hafi gerst á þessu tímabili sem gæti útskýrt þann mun sem er á skýrslunni í maí og varnaðar- orðunum í júní. - jse Skýrsla Seðlabankans í maí og viðvörun Davíðs í júní: Segir lítið hafa gerst í millitíðinni ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Litist þér vel á að fá Davíð Oddsson aftur í pólitíkina? Já 23,4% Nei 76,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Munt þú kjósa í formannskjöri Framsóknarflokksins í janúar? Segðu skoðun þína á Vísi.is SAMFÉLAGS- VITUND Haukur Ingibergsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir að forstöðumenn hafi mikla samfé- lagsvitund. FJÖLMIÐLAR „Það verður upplýst mjög fljótlega,“ segir Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskipta- blaðsins aðspurður hverjir eigendur blaðsins eru. Í lok nóvember var upplýst að Myllusetur ehf. hafi keypt Viðskiptablaðið af Framtíðarsýn ehf., sem var dótturfélag Exista. Blaðinu var þá breytt í vikublað og kemur nú út á fimmtudögum. Skráður eigandi að Myllusetri er Haraldur Johannessen. Þá sagði vefritið Eyjan frá því í lok nóvember að meðal nýrra eigenda væri Róbert Wessmann, fyrrum forstjóri Actavis, en það hefur ekki verið staðfest. - ss Eigendur Viðskiptablaðsins: Verður upplýst mjög fljótlega KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.