Fréttablaðið - 06.12.2008, Side 26
26 6. desember 2008 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Guðmundur J. Guð-
mundsson skrifar um
ábyrgð
Í Fréttablaðinu sunnu-daginn 29. nóvember
var lítil frétt þess efnis
að Geir H. Haarde for-
sætisráðherra hefði í við-
tali við AP fréttaveituna
lýst því yfir að hann væri ekki per-
sónulega ábyrgur fyrir hruni
íslenska fjármálakerfisins. Þetta
gefur tilefni til að gaumgæfa litla
stund hvað felst í hugtakinu per-
sónuleg ábyrgð.
Flestir eru líklega sammála um
að manneskja sem sest upp í bíl sem
er bæði ljóslaus og bremsulaus,
ekur honum út í umferðina og veld-
ur þar stórslysi sé persónulega
ábyrg fyrir gjörðum sínum, það er
að segja hafi viðkomandi ekki verið
sviptur sjálfræði vegna geðveiki,
sé alvarlega þroskaheftur eða óviti
sökum bernsku. Undanfarin 18 ár
hefur Geir H. Haarde verið í for-
ystusveit ríkisstjórna á Íslandi.
Hann, ásamt þeim Davíð Oddssyni,
Halldóri Ásgrímssyni og Valgerði
Sverrisdóttur, er einn aðalhöfundur
þess fjármálakerfis sem nú hefur
gefið upp öndina. Hann ásamt þess-
um þrem félögum sínum einka-
væddi ríkisbankana. Hann ásamt
þessum þrem félögum sínum ákvað
að skipta bönkunum systkinalega
milli manna sem voru í kallfæri við
stjórnarflokkana, eins og ritstjóri
Morgunblaðsins komst svo hnytti-
lega að orði. Með þeirri gerð var
vikið af þeirri leið sem boðuð hafði
verið í einkavæðingunni.
Það var Geir H. Haarde ásamt
þessum þrem félögum sínum sem
gekk þannig frá málum að það
stofnana- og regluverk sem átti að
hafa eftirlit með fjármálastofnun-
um var svo veikburða að
engin von var til þess að það
gæti gegnt hlutverki sínu.
Þar á ofan var ráðinn yfir
Fjármálaeftirlitið þekktur
frjálshyggjumaður sem
sennilega hefði látið bank-
ana og starfsemi þeirra
óáreitta jafnvel þótt hann
hefði haft bæði mannafla og
regluverk til að taka í taum-
ana. Það var Geir H. Haarde
sem hreyfði hvorki hönd né
fót undanfarin misseri þrátt fyrir
að flestir sem eitthvert vit eða þekk-
ingu höfðu á efnahagsmálum vör-
uðu við því sem var að gerast.
Hér er gengið út frá því að Geir
H. Haarde sé hvorki alvarlega geð-
veikur, þroskaheftur né óviti sökum
bernsku. Því verður að gera ráð
fyrir að hann sé fullkomlega ábyrg-
ur gerða sinna. Án einkavæðingar
bankanna, án þess að eignarhaldi
þeirra væri handstýrt til ákveðinna
flokkshollra manna og án þess að
stofnana- og regluverkið sem átti
að hafa eftirlit með þeim væri svo
veikburða sem raun ber vitni hefði
ekkert af því sem dunið hefur yfir
íslensku þjóðina undanfarnar vikur
gerst. Þess vegna ber Geir H. Haar-
de ásamt hinum þremur félögum
sínum persónulega ábyrgð á því að
fór sem fór.
Í flestum venjulegum lýðræðis-
ríkjum hefðu fjórmenningarnir
verið dregnir fyrir dóm. En Ísland
er ekki venjulegt lýðræðisríki, því
hefur Landsdómur ekki verið kall-
aður saman til að fjalla um embætt-
isafglöp Geirs H. Haarde. „I am not
a crook“, sagði Richard Nixon, fyrr-
um forseti Bandaríkjanna. „Ég er
ekki persónulega ábyrgur,“ segir
Geir H. Haarde, forsætisráðherra
Íslands. Hversu lengi í ósköpunum
Geir ætlar þú að misbjóða þolin-
mæði okkar?
Höfundur er kennari.
Hvað er persónuleg ábyrgð?
UMRÆÐAN
Birna Lárusdóttir skrif-
ar um Reykjavíkur-
flugvöll
Það kann að skjóta skökku við um þessar
mundir þegar einhverjir
stinga niður penna til að
skrifa um annað en efna-
hagsástandið, enda er
fátt annað fréttnæmt. En þær
vöktu samt athygli mína fréttirn-
ar af nýrri skoðanakönnun sem
Capacent Gallup lét nýverið gera
um framtíð Reykjavíkurflug-
vallar. Könnunin sýnir afdráttar-
lausan stuðning þjóðarinnar við að
flugvöllur verði áfram á sínum
stað í Vatnsmýrinni. Í ljós kemur
að 70% Íslendinga styðja núver-
andi staðsetningu vallarins. Stuðn-
ingur Reykvíkinga er líka afger-
andi eða 64%. Þetta eru mjög
ánægjulegar niðurstöður
sem sýna að stuðningur-
inn hefur aukist jafnt og
þétt á síðustu árum. Einn-
ig er athyglisvert að sjá
skiptinguna eftir afstöðu
til stjórnmálaflokkanna
en í öllum flokkum er
stuðningurinn við flug-
völlinn í Vatnsmýri afger-
andi, ef frá er talin Sam-
fylkingin, þar sem þó
helmingur er fylgjandi
því að völlurinn verði áfram á
sínum stað. Þarf frekari vitnanna
við?
Vestfirsk samstaða um flugvöll í
Vatnsmýri
Undirrituð er í hópi þeirra sem
hafa talað fyrir óbreyttri staðsetn-
ingu vallarins og í sama streng
hafa tekið sveitarstjórnarmenn á
öllum Vestfjörðum. Við höfum
ályktað um mikilvægi vallarins og
nú síðast á Fjórðungsþingi Vest-
firðinga sem var haldið á Reykhól-
um í haust. Rökin fyrir staðsetn-
ingu vallarins eru fjöldamörg og
ætla ég ekki að tíunda þau öll hér
því svo virðist sem þjóðin hafi
heyrt þann rökstuðning hátt og
skýrt. Það er líka sérstakt fagnað-
arefni að Reykvíkingar skuli taka
svo skýra afstöðu með vellinum í
Vatnsmýri og sýnir það í hnot-
skurn að þeir eru meðvitaðir um
ábyrgð og hlutverk höfuðborgar-
innar.
Flugið skiptir okkur miklu máli
Tölurnar tala sínu máli og umferð
um völlinn í Vatnsmýri hefur auk-
ist ár frá ári. Á þessu ári má ætla
að hátt í 500 þúsund farþegar fari
um völlinn og þar af eru ríflega 50
þúsund sem ferðast á flugleiðinni
til og frá Ísafirði. Þá eru ótaldir
farþegar í áætlunarflugi til Bíldu-
dals og Gjögurs en það vill stund-
um gleymast að flugið er oft mikil-
vægasta og jafnvel eina
samgönguleið íbúa í þeim lands-
hlutum, þ.e. á sunnanverðum Vest-
fjörðum og í Árneshreppi, þegar
landleiðin lokast um lengri og
skemmri tíma. Hagsmunir okkar
Vestfirðinga eru því miklir og fara
saman við hagsmuni fólks víða um
land, enda er Reykjavík höfuðborg
allra landsmanna og Reykjavíkur-
flugvöllur ein mikilvægasta teng-
ing landsbyggðarfólks við borgina
sína. En hagsmunir Reykjavíkur
eru ekki síður miklir og nægir að
benda á að um 600 manns starfa
við ýmislegt sem tengist flug-
rekstrinum í Vatnsmýri.
Nú þarf að taka af skarið
Það er von mín að borgaryfirvöld
taki mark á jafn afgerandi skoð-
anakönnun og þessari, ekki síst
vegna þess að í ljósi efnahags-
ástandsins væri það ábyrgðarhlut-
ur að stuðla að því að byggja þyrfti
upp nýjan flugvöll á höfuðborgar-
svæðinu með tilheyrandi millj-
arðakostnaði fyrir ríkissjóð. Sjálf
held ég að það sé út úr myndinni
að flytja innanlandsflugið til
Keflavíkur en þess í stað hafa
ýmsir horft til þess að finna annað
flugvallarstæði á höfuðborgar-
svæðinu. Ég teldi skynsamlegast
að þeirri leit yrði nú hætt og í stað-
inn tækju ríki og borg, sem eig-
endur flugvallarlandsins, endan-
lega af skarið og sammæltust um
að tryggja framtíð Reykjavíkur-
flugvallar í Vatnsmýrinni. Það
verður best gert með því að byggja
hið fyrsta nútímalega samgöngu-
miðstöð við völlinn, sem verður
höfuðborginni til mikils sóma,
samhliða því að festa völlinn í
sessi í aðalskipulagi. Þá yrði þetta
gamla þrætuepli frá og vilji þorra
Íslendinga virtur.
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Ísafjarðarbæjar og varaformaður
stjórnar Fjórðungssambands
Vestfirðinga.
Afdráttarlaust!
BIRNA LÁRUSDÓTTIR
GUÐMUNDUR J.
GUÐMUNDSSON
Konsertpíanistalögmálið
UMRÆÐAN
Bjarni Bjarnason skrifar um
íslenskt samfélag
Í frumstæðu samfélagi ræðst það hver stjórnar ekki af
hæfileikum til að stjórna heldur
frekju. Það hver stjórnar hinum
ýmsu verkefnum stjórnast held-
ur ekki af hæfileikum heldur af
þeim sem er frekastir. Því þró-
aðri sem samfélög verða því
minna hefur frekja að segja á
ýmsum sviðum og vægi hæfi-
leika eykst. Nema á því sviði þar
sem frekja er hæfileiki í sjálfu
sér, það er að segja í stjórnmál-
um.
Sá hæfileiki að komast áfram
innan stjórnkerfis, innan valda-
apparats, hvort sem það er rík-
isapparat, einkafyrirtæki,
háskóli eða menningarlífið, er
virðingarverður. Fólkið sem
nær hæstu stöðum hefur yfir-
leitt hæfileika á nokkrum öðrum
sviðum líka. En þó að sá sem
situr í stjórn stærstu tónlistar-
útgáfu einhvers lands sé þannig
líklega liðtækur í árshátíðar-
hljómsveitina þá er eflaust ekki
ráðlegt að setja hann við flygil-
inn með symfóníuhljómsveitinni
og taka upp píanókonsert númer
1 eftir Jóhannes Brahms. Þannig
að þótt fólk sé tónelskt og í þeirri
aðstöðu að stjórna tónlistarút-
gáfu þá liggur úrslitahæfileik-
inn sem öll útgáfan veltur á,
hæfileiki konsertpíanistans
sjálfs, ekki hjá því.
Í litlu samfélagi er mikil hætta
á að forstjóri plötuútgáfunnar
setjist við flygilinn er kemur að
upptökum og allir segi að afurð-
in sé frábær, alveg þar til hún
nær út fyrir landsteinana og
þarf að sanna gildi sitt
til langs tíma miðað við
sanna hæfileika. Þá
sýnir sig að verkið
byggir meira á frekju
en hæfileikum. Af
þessum sökum er það
sjónarhorn að líta á
fólk sem kemur sér í
ráðandi stöður ekki
bara sem hæfileika-
fólk, heldur líka sem
hæfileikann sjálfan,
mjög alvarleg mistök og hættu-
leg fyrir samfélagið.
Úrslitahæfileiki stjórnanda er
að sjá takmörk sín og finna
afbragðs hæfileika hjá öðrum
og virkja þá til að fást við verk-
efnin. Í þróuðu samfélagi er fólk
sérhæft í að finna hæfileikafólk
sem getur orðið afbragðs sér-
fræðingar.
Sú meginskylda stjórnenda að
átta sig á að þeirra er ekki hæfi-
leikinn sjálfur, heldur eiga þeir
að finna hæfileikan og virkja
hann til starfans, er vanrækt í
vanþróuðum samfélögum eins
og á íslandi. Enda sést mikill
munur á yfirgengilegum krafti
einkageirans þegar hann fær
allt of mikið svigrúm til að nýta
sanna hæfileika og svo ríkis-
kerfinu þar sem menn eru góðir
í að komast í ráðandi stöður en
eðlilega ekki færir um að skilja
flóknustu hluti undir álagi þegar
hlutir gerast hratt.
Konsertpíanistalögmálið, það
er að segja það lögmál vanþró-
aðra samfélaga að sá frekasti sé
við flygilinn á meðan konsert-
píanistinn er ekki einu sinni í
tónleikahöllinni, er harmleikur
fyrir píanistann og tónlistarlífið
í samfélaginu. Í samhengi við
veruleikann, það er að segja
náttúruleg átök milli
hópa, sést þetta þegar
hæfileikaríkasta hers-
höfðingjaefnið er haft
í fremstu víglínu og
fellur í fyrstu orrust-
unni. Það leiðir til þess
að allir eru drepnir;
líking sem er ekki
langsótt að færa yfir á
íslenskt samfélag und-
anfarin misseri.
Á íslandi er sá sem
ruddist að flyglinum sá sem
leikur á hann en ekki konsert-
píanistinn. Samt álítur viðkom-
andi sig vera konsertpíanistann
og leikur á hljóðfærið af miklum
móð, mörgum til sárrar skap-
raunar. Þess vegna hljómar ekki
rétt tónlist í samfélaginu.
Ef svo ótrúlega vill til að sá
sem er ágætur forsætisráðherra
er líka hæfastur til að vera
seðlabankastjóri eru mjög mikl-
ar líkur á að frelsari sé fæddur
og allsherjarlausn fundin á
öllum vandamálum. Þá er kom-
inn maður sem getur allt. Þá
getur karlalandsliðið í fótbolta
farið að gera sér vonir um Evr-
ópumeistaratitilinn því maður-
inn mun geta tekið að sér þjálf-
un liðsins á kvöldin eftir vinnu í
bankanum. Ef maðurinn reynist
ekki geta allt er líklegt að kons-
ertpíanistaeinkennið sé virkt í
samfélaginu.
Þótt dæmið um seðlabanka-
stjórann sé nærtækt af því það
er mjög augljóst þá er það ekki
hann sem setur samfélagið á
hausinn heldur konsertpíanista-
lögmálið að verki í öllu samfé-
laginu.
Höfundur er rithöfundur.
BJARNI BJARNASON