Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 38
38 6. desember 2008 LAUGARDAGUR
Þ
ráinn Bertelsson býr í
hjarta Reykjavíkur í fal-
legu húsi. Hann ólst upp í
miðborg Reykjavíkur og
gerði uppvaxtarárum
sínum skil í bókinni Ein-
hvers konar ég sem kom út fyrir fimm
árum. Nú er framhaldið komið, saga af
uppkomnum manni, sem „þó veit ekk-
ert í sinn haus“, eins og Þráinn segir
sjálfur. En hvers vegna ákvað rithöf-
undurinn Þráinn Bertelsson að skrifa
ævisögu sína?
„Það er ódýrara en að fara til sál-
fræðings! Þetta er sjálfsþerapía að
vissu leyti en ég vona líka að bókin hafi
þerapísk áhrif á þá sem hana lesa,
kannski er höfuðtilgangur bókarinnar
að fá lesendur til að hugsa um sig, ekki
endilega mig. Mig langaði til að búa til
spegil handa öðru fólki. Ef listamenn
hafa einhverja skyldu þá er hún sú að
segja sannleikann og bregða upp spegli
fyrir samtímann til að líta í. Og í spegl-
inum er hægt að fræðast um veröldina
sem fólk býr í. Skilaboðin til lesenda
þurfa ekki að vera flókin eða ofsalega
nákvæm. Og bestu skilaboðin held ég
eru: Þú ert ekki einn, fleiri hafa lifað,
fundið til og verið manneskjur. Þú ert
ekki eina fyrirbærið á plánetunni.“
Bókin er önnur bókin um ævi þína,
hvernig sérðu framhaldið fyrir þér?
„Fyrsta bókin, Einhvers konar ég,
fjallar um hvernig eitt stykki fullorð-
inn karlmaður verður til og segir hans
sögu frá fæðingu til tvítugs. Þá lýkur
hann manndómsprófi þess tíma, stúd-
entsprófi. Þetta eintak veit hins vegar
ekkert til hvers er ætlast af því, hann
veit ekkert um hlutverk sitt í tilverunni,
en er að leita að því. Þetta er sennilega
kallað að þroskast en það tekur voða-
lega langan tíma fyrir þennan einstakl-
ing og þess vegna hef ég kallað þetta
seinþroskasögu. Nýju bókinni lýkur
þegar stefnan hefur verið tekin á nám í
kvikmyndaskóla í Stokkhólmi. Ég ætl-
aði í raun að hafa þessa bók lengri en
svo sá ég að þarna urðu straumhvörf og
hætti á þessum bakka árinnar. Þarna
hélt ég að ég væri kominn með stefnu í
lífið. Síðan er það næstu bókar að
greina frá því hvort þessi straumhvörf
verða sú kjölfesta sem ég hélt og hvern-
ig málin þróast.“
Og því verður lýst í næsta bindi?
„Ég ætla að halda áfram ef mér end-
ist aldur og nenna að fara yfir líf mitt.
Ég er búinn að sjá fyrir mér verk sem
ég ætla að búa til, en það breytist auð-
vitað á leiðinni og ég sker mikið niður.
Næsta augljósa tímabil er þegar mér
verður ljóst að flóttinn undan þung-
lyndinu sem hrjáir mig í áfengi dugar
ekki til. Þannig að þegar ég tek stefn-
una á að vera edrú og lifa edrúlífi eru
næstu straumhvörf. Þarnæstu straum-
hvörf eru svo þegar ég ákveð að ég sé
ekki skyldugur til að gera bíómyndir.“
Þannig að þú sérð fyrir þér fimm
bækur?
„Ég á auðvitað nóg af efni og eins og
ég lít á þetta núna þá verða þær fimm,
svo getur vel verið að ég sjái að það sé
betra að hafa þær færri þegar ég fer að
vinna þær.“
Drakk mig frá þunglyndinu
Glíman þín við þunglyndi er kannski
meginþema þessarar bókar. Var þung-
lyndi snemma þáttur í þínu lífi?
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því
þegar ég var barn og unglingur að ég
væri þunglyndur og þar að auki var það
af mildu gerðinni framan af. Það lýsti
sér kannski þannig að mér fannst ég
vera utanveltu. Ég lýsi því til dæmis í
bókinni þegar ég skríð ofan í öskutunnu
og samsama mig geimtíkinni Laiku sem
svífur um geiminn í endalausu ferða-
lagi. En það er ekki fyrr en eftir tvítugt
að þunglyndið verður raunverulegt. Á
því tímabili sem þessi bók tekur til þá
drakk ég mig frá þunglyndinu, ég flýði
það með því að drekka. Og til þess að
fólk fatti hvað ég er að flýja, þá reyni
ég að lýsa alvöru þunglyndi í bókinni.
Auðvitað kom svo í ljós að þetta lyf,
áfengið, hætti að virka.“ Í bókinni er
kafli sem þú skrifar í þunglyndi, hvern-
ig var að setja hann á blað? „Ég neyddi
mig sjálfan til að skrifa hann, var alveg
að farast þegar ég gerði það. Það var
eins og að ganga í gegn um hreinsunar-
eld að skrifa hann.“
Sögumaðurinn, þú sjálfur, grípur oft
fram í fyrir framvindu sögunnar og
stekkur yfir í nútímann, af hverju?
„Ég vil skrifa bækur sem ekki eru
bara upptalning á því sem ég gerði. Ég
gæti skrifað bók þar sem ég væri bara
í gamla tímanum en það væri plat, því
að ég er alltaf í nútímanum. Ég veit
hvernig atburðirnir sem ég lýsi enda.
Ég legg mikla áherslu á að útfærslan á
mínu lífi verði aðgengileg og þessi
söguaðferð er hluti af því. Ég skar líka
mikið niður og skil aðalatriði frá auka-
atriðum, sem mér finnst í flestum ævi-
sögum vera sjálfhverft og óinteressant
rugl.“
Var mikill munur að skrifa þessa bók
eða þá fyrri?
„Þessi bók var miklu erfiðari. Vegna
þess að það er í raun og veru ekkert
erfitt að skrifa um sjálfan sig sem barn
og segja ég var svona og svona, ég var
svona vitlaus. Nú er ég orðinn maður
og ég er að skrifa um sjálfan mig sem
fullorðinn mann. Og mjög margt sem
ég skrifa þar gildir hér og nú og það er
engin leið að halda því leyndu að svona
er ég.“
Þú nafngreinir ekki alla sem koma
við sögu í bókinni, eins og fyrrverandi
eiginkonu þína. Hvers vegna?
„Mér finnst nöfn persónanna sem um
ræðir ekki skipta máli, mér fannst ekki
skipta neinu máli hvað hún heitir, það
er ekki víst að hana langi nokkurn skap-
aðan hlut til að ég fari að rifja upp nafn-
ið hennar sem er enn þá hið sama þótt
konan sé orðin allt önnur manneskja.“
Nýríkir algjör skríll
Þú hefur gagnrýnt auðhyggju undan-
farinna ára, hvernig líður þér núna,
þegar landið er á hausnum?
„Tilfinningin er svolítið undarleg,
Þegar allir standa með brækurnar á
hælunum þá ætti manni kannski að líða
glaðhlakkalega og segja þetta hef ég
sagt ykkur árum saman, þið hefðuð
betur hlustað. En það er ekkert gaman
að að koma með hrakspá sem rætist. Ég
reyni hins vegar að halda í vonina um
að samfélagið batni í framhaldinu. Í
kringum einkavæðingu bankanna tók
íslenskt þjóðfélag þá stefnu að verða
óbærilega leiðinlegt. Völdin tóku nýrík-
ir og menningarsnauðir menn sem
fannst flottast að geta leigt einhver frík
eins og Elton John og Tom Jones að
spila fyrir sig. Hvílíkt vúlgarítet, það
var eins og samkeppnin stæði um að
sýna hver væri mestur skríll. Lista-
menn veltu sér eins og svín í drafi fyrir
framan einn mesta glæpamann og sið-
blindingja sem þetta land hefur alið,
viðskiptajöfurinn mikla, einn af fáum
mönnum í veröldinni sem hafa sett tvo
banka á hausinn, flöðruðu upp um hann
eins og aumingjar. Þetta var ekki
skemmtilegur tími og mér finnst ekki
heldur skemmtilegur tími núna, en ég
vona að við lærum að breyta hugarfar-
inu.“
Undanfarin ár hafa komið út spennu-
sögur eftir þig, ætlarðu að halda áfram
á þeim miðum?
„Ég ætla aldrei að skrifa spennusögu
aftur. Þessar þrjár sem ég skrifaði und-
anfarin ár fjölluðu um það þrennt sem
mér fannst stinga mest í augun um
árþúsundamót. Í fyrsta lagi hina nýju
peningastefnu og einkavæðingu bank-
anna. Í öðru lagi tilburði ríkisins til að
njósna um þegnana, greiningardeildir
og alla þá geðveiku fasistavitleysu sem
hér viðgengst. Þriðja bókin fjallar um
stærsta vandamálið í samfélaginu í
dag, eiturlyf. Svo byrjaði ég á fjórðu
bókinni og þá sá ég að ég nennti þessu
Ekki eina fyrirbærið á plánetunni
Þráinn Bertelsson lýsir baráttu sinni við þunglyndi í öðru bindi ævisögu sinnar, Ég ef mig skyldi kalla. Undirtitill bókarinnar er
seinþroskasaga enda segist Þráinn vera með eindæmum seinþroska. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við hann.
ÞRÁINN BERTELSSON Við verðum að skipuleggja samfélagið út frá þörfum þess veikari en þó þannig að sá sterkari fái að njóta sín, segir Þráinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
... er fæddur 30. nóvember 1944
... varð stúdent frá MR 1965
... lærði heimspeki og sálfræði á Írlandi
og í Frakklandi
... lærði kvikmyndaleikstjórn í Svíþjóð
... hefur gert margar kvikmyndir, m.a.
Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf
... stefnir á að gera fjórðu „líf“-myndina,
um þá Danna og Þór, í samvinnu við
Gísla Örn Garðarsson þegar tími og
peningar gefast til.
... hætti í kvikmyndagerð á sínum tíma
því honum þótti óbærilega leiðinlegt
að þurfa að hugsa um fjármögnun
kvikmynda
... á tvo syni, Álf Þór og Hrafn
... hefur verið giftur Sólveigu Eggertsdótt-
ur síðan 1971
... fylgist með ensku knattspyrnunni af
miklum áhuga
... heldur með Manchester United en
hann er líka veikur fyrir Arsenal og
jafnvel Liverpool
.. á sér tvær uppáhaldsbækur, Moby Dick
og Góða dátann Sveijk
... á uppáhaldskvikmynd; The Duellist,
fyrstu mynd Ridleys Scott
... er matgæðingur; uppáhaldsmaturinn
hans er humar, ostrur, gæsalifur og
bláber, en þó ekki allt í einu
.... hefur verið á heiðurslaunum Alþingis
síðan 2001
➜ VISSIR ÞÚ AÐ ÞRÁINN
„Fyrri hluti starfsævi minnar, náms- og mótunarára fór mestan
part í ómeðvitaða baráttu við ólæknandi sjúkdóm sem leiðir til
geðveiki og dauða ef vörnum er ekki viðkomið: áfengisfíkn.
Síðari hlutinn hefur líka farið í baráttu sem oft hefur verið
bæði harðari og tvísýnni við andlegan lömunarsjúkdóm sem
einnig getur verið banvænn: Þunglyndi. ...
Þetta hefur ekki alltaf verið skemmtilegt stríð. Það hefur
kostað sitt og komið í veg fyrir að ég hafi getað sinnt ýmsum
verkefnum eins og þær sálir gera sem fá að lifa andlega frið-
artíma. Þar á móti kemur að ófriðurinn í sálinni hefur hert mig
og þjálfað og kennt mér að taka engum hlut án fyrirvara, kennt
mér að efast, aukið mér hugrekki: Úr því að ég gat barist upp á
líf og dauða við sjúkdóma sem enginn kann að lækna varð mér
ljóst að ég óttast engan mann, þarf engum að þóknast og eina
leiðin mér til bjargar er að segja satt og vera ég sjálfur.
Ég ef mig skyldi kalla, bls. 185-86.
Þunglyndið og alkóhólisminn
Kringum
einkavæð-
ingu bank-
anna tók
íslenskt
þjóðfélag
þá stefnu að
verða óbæri-
lega leiðin-
legt. Völdin
tóku nýríkir
og menning-
arsnauðir
menn.
ekki lengur. Ég var búinn að ljúka máli
mínu úr púlti glæpasagnanna, ég hef
nefnilega engan áhuga á glæpasögum
nema þær þjóni einhverjum tilgangi.
Ég er hins vegar að skrifa skáldsögu,
það tekur svo mikið á að skrifa ævisög-
una að ég verð að hafa eitthvað annað í
takinu.“
Samfélagið taki mið af þeim veikari
Þú minntist á heim eiturlyfjanna,
hann þekkirðu af eigin raun í gegnum
eldri son þinn.
„Ég þekki þann heim því miður miklu
betur en ég kæri mig um. Sonur minn
er sem betur fer laus úr honum lifandi,
en það er mikill minnihluti sem kemst
af úr honum. En talandi um vímuefni
þá hættir okkur til að líta fram hjá
áfengisvandanum, kannski vegna þess
að svo margir hafa farið í meðferð. Við
gleymum því bara að það er ekki nema
lítið brot, kannski fimm prósent sem fá
fullan bata. Vandamál tengd drykkju
eru svo mikil, þau eru kannski stærsta
vandamál í lífi tuttugu prósenta alls
fólks. Tuttugu prósent er einn af hverj-
um fimm, mér finnst það mikið til að
hafa áhyggjur af. Það er svona eins og
fimm færu í sjóferð en alltaf kæmu
bara fjórir til baka.“
Viðurkennum við ekki vandann?
„Nei, og gerum ekki nóg. Og þegar
við erum að tala um að auðvelda
aðgengi að áfengi þau verðum við að
velta fyrir okkur hvort við viljum
fjölga alkóhólistum, sem mun gerast
verði aðgengi auðveldað.“
Á ríkið að passa upp á náungann?
„Við verðum og eigum að skipuleggja
samfélagið út frá þörfum þess veikari
en þó þannig að sá sterki fái öll tæki-
færi að nýta krafta sinna á jákvæðan
hátt.“