Fréttablaðið - 06.12.2008, Side 50

Fréttablaðið - 06.12.2008, Side 50
Skemmtiatriði og óvæntir við- burðir eru af og til á jólatorgi Mosfellsbæjar sem er opið í miðbænum allar helgar í að- ventu frá 14 til 18. Lítil jólahús hafa sprottið upp í miðbæ Mosfellsbæjar þar sem fyrirtæki og félagasamtök úr bænum og víðar selja margs konar varning, allt frá kartöflum upp í jólatré. Þar má fá fullt af skemmti- legum jólagjöfum fyrir lítinn pen- ing. Til að mynda er á boðstólum íslensk, klassísk tónlist á geisla- diskum, notaðar og nýjar bækur, íþróttavörur og ýmiss konar gjafa- vara. Þar er líka grænmeti, jóla- skraut og margt fleira. Skemmti- atriði og ýmsar uppákomur eru alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum. Um síðustu helgi voru tendruð ljós á stærsta jólatré Mosfellinga sem stendur á jólatorginu. Það kemur úr garðinum að Barrholti 19 í Mosfellsbæ og er gjöf hjón- anna Höllu Svanþórsdóttur og Ein- ars Egilssonar. Tréð var gróður- sett árið 1963 og er því 45 ára gamalt. Önnur tré sem sett eru upp í Mosfellsbæ eru einnig heimafengin. Þau eru af opnum svæðum bæjarins og hafa verið felld vegna grisjunar. Væru trén aðkeypt væri kaup- verð þeirra nálægt þrjú hundruð þúsundum króna. - gun Kartöflur og jólatré Jólatorgið í Mosfellsbæ hefur upp á margt að bjóða sem gaman er að skoða. Marglitar jólaskreytingar lyfta andanum og veita birtu inn í skammdegið. Þó má deila um hvort stundum sé of mikið af því góða. Bretinn Alex Goodwin hefur mikið yndi af jólaljósum. Hann hóf að skreyta hús sitt í Melksham í Eng- landi fyrir nokkrum árum þegar móðir hans lést og hann hugðist vekja athygli á góðgerðarsöfnun. Hann byrjar að skipuleggja ljósa- dýrðina í júlí og hefur þegar á þessu ári eytt 3.000 pundum í skreytingar. Í heild er talið að ljós- in séu um 30.000 punda virði. Á síðasta ári fór rafmagnsreikning- urinn í 700 pund. Hins vegar hefur hús Goodwins vakið mikla athygli vegfarenda og söfnuðust á síðasta ári um 2.000 pund til spítala í bænum. - sg Blindandi ljósadýrð Ljósin eru 30 þúsund punda virði. NORDICPHOTOS/GETTY SPARISKÓR eru ágætir til þess að setja út í glugga. Betra er þó að fara að fjárfesta í þeim þar sem styttist í að jólasveinarnir fari að tínast til byggða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.