Fréttablaðið - 06.12.2008, Síða 60
● heimili&hönnun
„Ég er sjálfur hluti af tuttugustu
öldinni og allt sem hér er inni er
afsprengi þessa tímabils sem ég
hef lifað í en sjálfur er ég enginn
sérstakur stílisti,“ segir Manfreð
hæverskur þegar hann er spurð-
ur út í innbúið sitt. Það ber dálít-
ið danskt yfirbragð. Allt er það
stílhreint og ber vitni um góðan
smekk húsráðenda.
Húsið er að sjálfsögðu teiknað
af honum sjálfum en hann segir
föður sinn, Vilhjálm Jónsson,
hafa átt heiðurinn að byggingu
þess. „Ég skírði húsið mitt Smiðs-
hús,“ segir Manfreð. „Hér hafði
áður staðið hús sem hét Brekku-
kot en þegar sveitungarnir höfðu
orð á að það væri nóg af kotsnöfn-
um hér á nesinu hætti ég við að
halda því nafni við og ákvað að
skíra húsið eftir föður mínum.“
Gróðurhúsið sem er byggt
við íbúðarhúsið segir hann hafa
komið löngu seinna. Það er inn-
flutt danskt en þegar Manfreð
er spurður hvor hann uni sér vel
innan um plönturnar svarar hann:
„Nei, ég er nú enginn sérstakur
ræktunarmaður enda hefur gróð-
urinn hér í kring vaxið mér nokk-
uð yfir höfuð. Ég læt náttúruna
bara sjá um sitt.“
Alltaf kveðst Manfreð vera
eitthvað „að krota“ eins og hann
orðar það. Nýjasta byggingin sem
hann teiknaði var opnuð í Mý-
vatnssveit í sumar. Það er fugla-
safn. Svo er viðbygging við Skál-
holtsskóla fullteiknuð en frekari
framkvæmd er í biðstöðu eins og
er. - gun
Hluti af tuttugustu öldinni
● Manfreð Vilhjálmsson arkitekt er einn af virtustu arkitektum Íslands. Hann býr í Smiðs-
húsi á Álftanesi og hefur aðeins vandaða hluti í kringum sig.
„Ég er oft eitthvað að krota,“ segir
Manfreð aðspurður um verkefni líðandi
stundar.
„Náttúran sér um sig sjálf,“ segir Manfreð þegar talið berst að gróðrinum.
Stofuglugginn nær niður undir gólf. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Listaverk eftir Dieter Roth.
M anfreð Vilhjálmsson arkitekt varð áttræður á árinu og af því tilefni lét Epal og afmælisnefndin smíða 80 númeraðar dráttarvélar eftir
teikningum hans frá árinu 1962. „Ég kemst bara aftur í barndóminn,“ sagði
Manfreð hlýlega þegar hann tók við Villatraktor númer 1.
Sagan bak við hönnunina er sú að meðan á húsbyggingu Manfreðs
stóð á Álftanesinu varð Vilhjálmur sonur hans sex
ára. Manfreð teiknaði þennan grip handa honum
og Vilhjámur faðir hans smíðaði hann
úr mótakrossviði sem af gekk.
Nýja dráttarvélin er smíðuð í
Leikfangasmiðjunni Stubbi hjá
Georgi Hollander. Hönnunarsafn-
ið fékk strax eina og barnabarn
Eyjólfs í Epal, Andri Fannar Kjartans-
son, sem átti ellefu ára afmæli 16. nóvem-
ber, fékk gjafabréf í afmælisgjöf fyrir traktor númer 11. Afgangurinn er til
sölu í Epal á kostnaðarverði, 14.500.
Fékk Villatraktor nr. 1
Eyjólfur Pálsson í Epal afhenti Manfreð dráttarvélina. Andri Fannar, í hvítri peysu,
bíður eftir sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Gróðurhúsið er innflutt danskt.
Línan I Bæjarlind sex I 201 Kópavogur I Sími 553 7100
Opið mánudaga - föstudaga 10 til 18 I Laugardaga 11 til 16 I www.linan.is
Paris
Listaverð kr. 19.900
kr. 15.900
T I L B O Ð S V E R Ð
Leo
Listaverð kr. 17.500
T I L B O Ð S V E R Ð
kr. 14.000
Roma
Listaverð kr. 17.900
kr. 14.300
T I L B O Ð S V E R Ð
Bono I 100x166 - 266
Listaverð 145.800
kr. 116.6400
T I L B O Ð S V E R Ð
JÓLATILBOÐ
20% AFSLÁTTUR A
F BORÐSTOF
UBORÐUM O
G STÓLUM
6. DESEMBER 2008 LAUGARDAGUR10