Fréttablaðið - 06.12.2008, Síða 74

Fréttablaðið - 06.12.2008, Síða 74
54 6. desember 2008 LAUGARDAGUR Góð vika... ...fyrir vinstri græna. Steingrímur Joð og félagar í Vinstri grænum mælast nú með mest fylgi þeirra sem á annað borð tóku afstöðu í Þjóðarpúlsi Capacent, 32 prósent. Þetta er auðvitað langmesta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann fengið í skoðanakönnun. Stein- grímur gaf það nokkuð afdráttarlaust til kynna að hann vildi helst samstarf við Samfylkinguna eftir næstu kosningar (hvenær sem við fáum þær). Félagi Steingrímur mætti bara skerpa aðeins á Evrópusambandspælingum flokksins og semja framtíðarmúsík þjóðarinnar og þá er jafnvel aldrei að vita nema prósentugomman haldist alla leið inn í kjörklefana. ...fyrir skynsemina. Á mánudag stefndi allt í óefni þegar hundruð mótmælendur söfnuðust saman í anddyri Seðla- bankans. Geir Jón og félagar vöruðu við hugsanlegri gas-notkun og löggur í óeirðabúningum röðuðu sér upp tilbúnir að verja Davíð og kó fyrir mótmælendum. Eftir tveggja tíma þóf komu mótmælendur með þá sáttatillögu að ef löggan færi myndu þeir fara líka. Þetta gekk eftir og skynsemin sigraði. Í fyrsta skipti á Íslandi í mjög langan tíma. ...fyrir Davíð Oddsson. Enn eina vikuna, enn einn mánuðinn, tekst Davíð Oddssyni að halda sér í efsta sæti vinsældalista umræðunnar. Enn eina vikuna, enn einn mánuðinn gengur öll umræðan út á Davíð og hvað hann sé að meina, og hvað hann ætli nú að gera, og hvað hann ætti nú að gera. Allir hafa skoðun og sitt sýnist hverjum. Davíðs-hatarar fá gamalt kast á meðan Davíðs-elskendur fá fiðring í iljarnar þegar „sinn maður“ tekur slaginn. Og svona líður enn ein vikan á dvergskerinu í tuð og karp um Davíð Oddsson. Deja vú... eða kannski „Doddson bú“. Slæm vika... ...fyrir ráðamenn. Aumingja ráða- menn. Svefnlausir og undir sífelldum árásum. Vinnustaðurinn eggjaður og þeir æðstu þurfa lífverði við hvert fótmál. Og kjararáð segist ekki einu sinni getað lækkað launin þeirra. Þótt ráðamenn fegnir vildu. Þeir hreinlega heimta að launin þeirra séu lækkuð aðeins – tja, og eftirlauna- sérkjörin séu, ööö... aðeins löguð að réttindum annarra hópa. En bara því miður. Það er bara ekkert hægt að gera í þessu. Þeir verða bara að vera með þessi laun og þessi sérkjör. Kjararáð sko. Það getur sko bara ekkert gert. Því miður. Aum- ingja ráðamenn. ...fyrir Ástþór Magnússon. Hann var borinn út af skipulagsfundi breiðfylk- ingarinnar Opinn borgarfundur að undirlagi Gunnars Sigurðssonar leikstjóra! Sem er skrítið því ef einhver telst ekki fulltrúi stjórnvalda þá er það Ástþór. Og þegar meistari ljósvakans, Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri á ÍNN, opnaði faðm sinn fyrir uppreisnaröflunum var Ástþór sá eini sem gaf sig fram. En búast má við því að framtíðin brosi við Ástþóri undir verndarvæng Ingva og í þessari viku verður hann með sinn fyrsta sjónvarpsþátt. ...fyrir völvugrey. Völvan á Séð og heyrt hefur tekið pokann sinn og Eiríkur Jónsson fær galdranorn til að spá í næsta áramótablað. Spá völvunnar fyrir þetta hörmungarár þjóðargjaldþrots gæti ekki verið vitlausari. Þannig spáði völvan því að ekkert verðbólgubál myndi blossa á árinu (einmitt), fjárfestar ættu að geta andað rólega (eee...) og að íslenskt hópíþróttafólk næði engum stórárangri á árinu (halló ólympíusilfur!). Kannski getur völvan fengið vinnu í Seðlabankanum. Það verður varla vitlausara. HORFT ÚT Í HEIM Kolbeinn Óttarsson Proppé AUGNABLIK FINNDU ORÐIN Orðin geta verið á ská, upp, niður, aftur á bak eða áfram. GÓÐ VIKA / SLÆM VIKAFRÉTTAGETRAUN VIKUNNAR Árið 1986 voru Suður-Kóreubúar í óðaönn að búa sig undir Ólympíuleik- ana sem haldnir voru í höfuðborginni Seoul tveimur árum síðar. Þá bárust þeim njósnir af nágrannanum í norðri; hafin var vinna við risastóra stíflu í Bukhan-ánni. Chun Doo-hwan, sem var í forsvari fyrir herstjórnina í landinu, upplýsti landsmenn um að hér væri stórhætta á ferð. Augljóst væri að fyrir Norður-Kóreubúum vakti að safna risastóru uppistöðulóni, sem í fyllingu tímans yrði hleypt á Suður-Kóreu. Vatnsveggur úr norðri mundi ryðja öllu úr vegi, þar með talið Seoul, með krafti kjarnorku- sprengju. Sjónvarpinu voru sýndar útgáfur listamanna af ógninni og hafin var söfnun fyrir varnarstíflu sunnanmegin landamæranna. Skólabörn tóku þátt í átakinu og vinna hófst við stíflu við ána Han. Þegar fyrsta áfanga stíflunnar var lokið, og Ólympíuleikunum einnig, komust menn að þeirri niðurstöðu að fyrir norðanmönnum vakti ekki að hefja vatnsstríð við Suður-Kóreu. Skýringin var einfaldari; stíflan bjó til miðlunarlón fyrir raforkuver. Árið 1993 var vinnu við stífluna hætt. Árið 2002 var Suður-Kórea enn á ný vettvangur alþjóðlegrar íþróttakeppni, að þessu sinni HM í fótbolta sem landið hélt ásamt Japan. Nokkrum mánuðum áður en flautað var til leiks sýndu gervihnattamyndir að sprungur voru í Imnam-stíflunni við Bukhan-ána. Allt í einu fór hin hálfkaraða stífla sunnanmegin að verða mikilvæg og vinna var hafin við hana að nýju. Norðanmenn löguðu stífluna og þeir syðra luku við sína. Nú standa stíflurnar hvor gegn annarri, aðeins 35 kílómetrar á milli þeirra. Önnur framleiðir rafmagn með uppistöðulóni, en hin stendur ónotuð, ekkert lón, lokurnar uppi og Han-áin rennur óáreitt í gegnum hana. Stíflan, sem er 125 metra há og 600 metrar að lengd, hefur verið nefnd friðarstíflan. Hún þykir dæmi um það hvernig kalda stríðið lék heiminn. Chun Doo-hwan, sem átt hafði í pólitískum erfiðleikum heima fyrir, keyrði á óttanum við nágrannann í norðri og þjóðin fylgdi honum í stíflugerðinni gegn vatnsárásinni úr norðri. Því er þetta rifjað upp að í friðarviðræðum ríkjanna tveggja síðustu árin hefur stífluna borið á góma. Harðlínumenn í Suður-Kóreu hafa lagt til að lokuunum verði rennt niður og stíflan nýtt til að safna drykkjar- vatni. Það gæti valdið flóðum í Norður-Kóreu og heimamenn myndu eflaust svara með því að opna lokur á sinni eigin stíflu og þá yrði vatnsárásin að veruleika. Lausnin á vandamálinu er náttúrulega sú að ríkin tvö semji frið. Að íbúar Kóreuskagans lifi í sátt og samlyndi, hvort sem er í einu ríki eða tveimur, drekki sitt vatn og noti sitt rafmagn án ótta við að mannvirkj- um verði breytt í vopn. Kalda stríðinu er lokið og betur væri ef heimsbyggðin áttaði sig á því að leið átakanna, sem þar var stunduð, er ekki sú rétta. Kóreskt stíflustríð 1. Í hvaða blaði sagði Davíð Oddsson að hann myndi snúa sér að pólitík yrði honum vikið úr stóli seðlabankastjóra? 2. Hvaða handboltamanni býðst að ganga til liðs við Kiel? 3. Hvaða sníkjudýr fannst í íslenska síldarstofninum? 4. Hvað mun þriðja þáttaröðin með þeim Georgi, Ólafi Ragn- ari og Daníel kallast? 5. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlauna. Eftir hvern eru verkin á geisladisknum sem tilnefnd- ur er? 6. Hvaða völva var rekin í vikunni fyrir rangan spádóm fyrir árið 2008? 7. Hver er Kjalnesingagoði? 8. Hvaða kona verður utanríkisráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn Baracks Obama? 9. Hversu margir reyndust ölvaðir í átaki lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu þegar átta hundruð ökumenn voru stöðvaðir? 10. Hvaða leikmaður Liverpool mun ekki spila meira á þessu ári? 11. Hvað heitir konan sem fékk að hitta seðlabankastjórana fyrir mótmælin á mánudag? 12. Hvaða prestur var sýknaður í vikunni af kynferðislegri áreitni og blygðunarsem- isbroti? 13. Hvaða frægi leikstjóri hefur óskað eftir því að 31 árs gömul ákæra um kynferðislega misnotkun verði felld niður? 14. Hvaða bankastofnanir íhuga nú sameiningu? 15. Hverju er fagnað 1. desember á ári hverju? 1. Fyens Stiftstidende 2. Aroni Pálmars- syni 3. Iktíófónus 4. Fangavaktin 5. Franska tónskáldið Vincent d‘Indy 6. Völva Séð og heyrt 7. Jóhanna Harðardóttir 8. Hillary Clinton 9. Enginn 10. Fernando Torres 11. Eva Hauksdóttir 12. Gunnar Björnsson 13. Roman Polanski 14. Byr, Sparisjóðurinn í Keflavík og SPRON 15. Fullveldi Íslands SÓTT AÐ SEÐLABANKA Margmenni mætti á mótmæli við Seðlabankann 1. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.