Fréttablaðið - 06.12.2008, Síða 80

Fréttablaðið - 06.12.2008, Síða 80
60 6. desember 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Lafði Nellie Melba var rómaðasta söngkona síns tíma. Frægðarsól hennar reis hæst fyrir daga hljóð- ritunar en nú hefur verið greint frá að fundist hafa upptökur með söng hennar frá 1904. Það voru fyrstu hljóðritanir sem hún gerði, þá 42 ára gömul. Helen Porter Mitchell fæddist í Melbourne 1861 og var á sínum tíma frægust og best launuð lista- manna sviðsins. Það var tónskáldið Saint Saens sem fékk hana til að gera hljóðritun sem fór fram í sal- arkynnum heimilis hennar í Mar- ble Arch-hverfinu í Lundúnum. Melba heimtaði að hafa 45 manna sveit og voru henni greiddar sem nemur 32 milljónum íslenskra króna samkvæmt bankagengi dagsins fyrir útgáfuna auk tíu króna af hverju seldu eintaki. Hljóðritun var á þessum tíma skráð á vaxplötur en eftir þeim voru gerð mót sem steypt var eftir í lakkplötur. Fjórtán lög voru gefin út á 78 snúninga plötum en þær tóku að slitna strax við fyrstu spil- un. Framleiðslan fór fram í Ham- borg hjá Gramaphone Companý. Eftir fyrra stríð var því fyrirtæki skipt upp í EMI og Deutche Grammophone. Þegar tekið var að gefa lögin út að nýju voru það afrit af löngu slitnum plötum með lökum gæðum. En hvar voru steypumót- in? Félagar í Historic Masters, hóp sem leitar uppi sögulegar hljóðrit- anir, tóku að leita. Í gögnum Deut- che Grammophone fannst bréf- snifsi sem gat vísað á mótin: Og við leit fundust þau, illa leikin en með nútímatækni mátti laga hljóðritan- irnar. Melba syngur eins og hún gerði fyrir 104 árum í stofunni heima hjá sér. Safnið kemur út um helgina og inniheldur boxið sjö vín- ylplötur og geisladisk með lögun- um fjórtán og þremur aukalögum. Þeirra á meðal er hreinsuð útgáfa af hinum kunna negrasálmi Swing Low, Sweet Chariot. Áhugasamir geta heyrt hann á eftirfarandi slóð: http://www.smh.com.au/interacti- ve/2008/entertainment/dame- nellie-melba-recordings/index. html Fyrstu upptökur TÓNLIST Nellie Melba var frægasti listamaður heims um aldamótin 1900, stærri en Madonna, kæn viðskiptakona og heillandi persónuleiki. MYND FRÉTTABLAÐIÐ Evrópsku kvikmynda- verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Kaup- mannahöfn í kvöld. Hefst útsending frá athöfninni á um 45 sjónvarpsstöðvum kl. 18. Ekki er sent út frá athöfninni á hérlendri stöð. Smáfuglar eftir Rúnar Rúnarsson er tilnefnd í flokki stuttmynda og verður Rúnar viðstaddur verð- launaafhendinguna. Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt en til þeirra var stofnað með tilkomu Evrópsku kvikmyndaakademí- unnar en í henni sitja fjölmargir íslenskir kvikmyndagerðarmenn. Var það yfirlýst stefna allra helstu leikstjóra Evrópu á sínum tíma að skapa akademíunni orðspor sem stæði Óskarsverðlaununum á sporði en Bandaríkjamenn hafa beitt þeim skipulega til að tryggja yfirráð sín á hinum alþjóðlega kvikmyndamarkaði þar sem þeir eiga í stöðugum átökum við svæðisbundnari kvikmyndaverk. Smáfuglar Rúnars hafa átt góðu gengi að fagna. Hún kemur einnig til álita í forvali til Óskarsverð- launa, hlaut á dögunum enn ein verðlaunin, á kvikmyndahátíðinni í Siena á Spáni og eru það tuttug- ustu og fjórðu verðlaunin sem myndin hlýtur á þeim sjö mánuð- um sem liðnir eru frá frumsýn- ingu hennar. Fyrri mynd hans, Síðasti bær- inn í dalnum, hefur ekki fengið minni aðdáun, rakað að sér verð- laununum, var tilnefnd til Óskars- verðlauna á sínum tíma og fékk á dögunum önnur verðlaun á Reho- both Beach Independent Film Festival í Bandaríkjunum. Rúnar er nú að ljúka námi við Danska kvikmyndaskólann og er frami hans einstakur. Athöfnin í kvöld verður fjölsótt. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin í norrænni höfuðborg og nota Danir tækifærið á ýmsan máta. Fjórtán hundruð gestir koma í Forum. Sjónvarpsmaður- inn Mikael Bertelsen mun kynna dagskrána, en meðal gesta á palli eru Marianne Faithfull, Julia Jentsch hin þýska, danska leik- konan og leikstjórinn Paprika Steen og hinn kunni Mads Mikka- elsen, Andrzej Chyra frá Póllandi, Kim Rossi Stuart frá Ítalíu og Spánverjinn Santiago Segura, auk valins hóps ungra leikara sem koma úr námskeiðinu/kynningar- stefnunni Shooting stars, en þar hafa margir íslenskir leikarar verið með. Stórhljómsveit danska útvarps- ins leikur á athöfninni og meðal gesta verða Friðrik krónprins og Mary, kona hans. Heiðursverðlaun verða veitt lafði Judi Dench og hópnum sem stofnaði Dogma- hreyfinguna, þeim Søren Kragh- Jacobsen, Kristian Levring, Lars von Trier og Thomas Vinterberg, sem er til marks um skipulagða nýtingu Dana á athöfninni sínum mönnum til framdráttar. Hún er annars unnin af evrópsku liði: handritið er eftir Dana og Breta, Sviðið er hannað af Dana, EFA Productions framleiðir í samstarfi við ZDF, ARTE, og DR, Danish Radio. Stjórn útsendingar er í höndum Dana og Þjóðverja, en Wim Wenders er forseti Akademí- unnar. Undanfarna mánuði hafa fjölmargir íslenskir kvikmynda- gerðarmenn í Akademíunni setið sveittir við að horfa á þau ókjör efnis sem tilnefningarnefndir hafa valið og atkvæðamagn aka- demíunnar ræður á endanum hverjir vinna. Máski verður Rúnar sigursæll í kvöld. pbb@frettabladid.is Evrópsku kvikmyndaverð- launin verða veitt í kvöld KVIKMYNDIR Smáfuglar Rúnars Rúnarssonar koma til álita í kvöld við verðlaunaafhendingu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í 21. sinn. kl. 13. Í dag eru vinnustofur listamanna og hönnuða á Korpúlfsstöðum opnar gestum og gangandi kl. 13-17. Þá verður einnig samsýning listamanna í stóra sal er nefnist „Á hlöðuloftinu“. Kaffisala er á staðnum og allir velkomnir. „Tenórarnir þrír“ hafa skipað sér sess í hjörtum landsmanna á und- anförnum árum með söng á Þor- láksmessu í miðbæ Reykjavíkur, en þeir héldu einnig hátíðartón- leika tvö ár í röð í Langholtskirkju við góðar viðtökur. Tvö ár eru liðin síðan íslensku „Tenórarnir þrír“ héldu hátíðartónleika síðast, en þá var þeim sjónvarpað um allt land. Nokkrir af fremstu tenórsöngvur- um þjóðarinnar hafa komið fram undir merkjum „Tenóranna þriggja“, þar á meðal Jóhann Frið- geir Valdimarsson, Gunnar Guð- björnsson, Snorri Wium og Kol- beinn Ketilsson, auk fleiri tenórsöngvara á borð við Þorgeir Andrésson og Jón Rúnar Arason, sem einnig hafa sungið með. Nú eru í uppsiglingu hátíðartón- leikar með nokkrum af ástsælustu tenórum þjóðarinnar í samvinnu við Íslensku óperuna og verða þeir 18. og 21. desember í Gamla bíói, Íslensku óperunni og hefjast bæði kvöldin kl. 20. Er miðasala þegar hafin. Við undirbúning tónleikanna í Íslensku óperunni að þessu sinni var hins vegar ákveðið að tenór- arnir yrðu fjórir en ekki þrír; þeir Snorri Wium, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Garðar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson. Það þarf varla að kynna Garðar Thór Cortes sem kemur og syngur í fyrsta skipti með „Tenórunum“ en Garðar er búinn að syngja mikið bæði hér heima og erlendis undan- farin ár. Jóhann Friðgeir er öllum landsmönnum kunnur fyrir söng sinn en hann hefur sungið einna lengst með „Tenórunum þremur“ og starfar aðallega við óperusöng erlendis. Undanfarin ár hefur Snorri Wium verið búsettur í Austuríki og Þýskalandi og hefur hann starfað við fjölda óperuhúsa ýmist sem gestasöngvari eða fast- ráðinn söngvari. Einnig syngur í fyrsta skipti með „Tenórunum“ Gissur Páll Gissurarson sem hefur stundað nám á Ítalíu undanfarin ár og hefur hann undanfarið vakið töluverða athygli hér á landi. Með tenórunum fjórum leika píanóleikararnir Antonía Hevesi og Jónas Þórir ásamt Hjörleifi Valssyni fiðluleikara. Kynnir verð- ur Þór Jónsson. Á tónleikunum verða fluttar nokkrar af vinsælustu tenóraríum óperubókmenntanna, söngleikja- tónlist og að sjálfsögðu hátíðleg jólalög. - pbb Fjögurra tenóra kvöld TÓNLIST Fjórir tenórar: Gissur Páll, Jóhann, Snorri og Garðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.