Fréttablaðið - 06.12.2008, Side 96

Fréttablaðið - 06.12.2008, Side 96
76 6. desember 2008 LAUGARDAGUR Dagurinn klikkar ekki „Rúnar var kannski ekki besti lagasmiðurinn, ekki besti tónlistarmaðurinn eða söngvarinn, en hann var stærsti persónuleiki íslenskr- ar rokksögu. Guð var örlátur þegar hann skapaði Rúnar Júl. Ég hef ekki hitt neinn sem var með jafn gott geðslag. Ég heyrði hann aldrei segja styggðaryrði um nokkurn mann. Í raun var Rúnar oft eins og búddamunkur. Í einlægni sinni og heiðarleika fór hann í gegnum hvað sem er. Hann opnaði allar dyr með brosinu og geðslaginu. Þegar maður hitti Rúnar spurði maður kannski, „jæja, hvað segirðu?“, eða „hvernig hefurðu það“, og hann svaraði alltaf „Dagurinn klikkar ekki“. Ég er óendanlega þakklátur fyrir samveruna sem ég átti með Rúnari við gerð þriggja GCD-platna og tvær ferðir til syndaborg- arinnar Amsterdam. Ég tjái mig nú ekki um þær æðislegu vikur sem við áttum þar á svítum við að semja lög á þessar plötur. Ég er fullur af þakklæti og gleði í hjarta mínu fyrir allar þær frábæru minningar sem ég á um Rúnar.“ Bubbi Morthens ➜ SAMFERÐARMENN MINNAST RÚNARS Hafði gríðarlegt aðdráttarafl „Við höfðum þekkst síðan við vorum níu ára og á tímabili vorum við bara eins og í hjónabandi. Á löngu tímabili, í fjölda, fjölda ára, hittumst við á hverjum einasta degi. Hann var fínn drengur og mér þótti ofboðslega vænt um hann. Þetta er mikið áfall. Við stöndum bara eftir og klórum okkur í hausnum. Þegar hann var upp á sitt besta þá var hann bara alveg ótrúlegur. Hann hafði gríðarlegt aðdráttarafl á sviði og það hefur enginn leikið það eftir hérna sem hann gerði á sviði. Ég Þori að fullyrða að annar eins sjó-maður hefur ekki fæðst á Íslandi. Við áttum góðan tíma saman í Liverpool í sumar og slitum Hljómum á Cavern-klúbbnum. Það sáu það nú flestir að hann gekk ekki alveg heill til skógar síðustu árin. En hann var nú ekki að gera mikið úr því. Það var ekki hans stíll.“ Gunnar Þórðarson R únar Júlíusson kom til mín upp á blað í síðustu viku og færði mér nýjan stórglæsilegan þriggja diska ferils- pakka. Við settumst niður með kaffi og spjölluðum aðeins. „Ég hef alltaf verið með nýja plötu á hverju ári, en nú staldra ég við og lít yfir farinn veg. Svo hefst leikurinn á ný eftir áramót,“ sagði Rúnar. Hann sagðist vera að staldra við af því hann var gerður að heiðursfélaga Íslensku tónlistarverðlaunanna í vor. Þegar ég kvaddi hann sá ég á eftir honum rölta yfir á Bylgju þar sem hann ætlaði að hitta Hemma Gunn vin sinn. Ég var auðvitað ekkert að leggja dramatíska túlkun á þennan fund enda fannst mér jafn líklegt að Rúnar Júl kæmi með nýja plötu og að vor kæmi á eftir vetri. Að lífið héldi áfram. Maður gleymir alltaf punktinum sem kemur á eftir setn- ingunni. Punktinum sem vofir yfir. Í gærmorgun barst fréttin. Rúnar Júlíusson var látinn. Hafði verið að fara á svið í útgáfuteiti Geimsteins í Keflavík á fimmtu- dagskvöldið þegar hann kenndi sér meins. Var fluttur á sjúkrahús þar sem hann andaðist um nóttina. Rúnar var 63 ára. Í feimniskasti Guðmundur Rúnar Júlíusson fædd- ist í Keflavík 13. apríl 1945. Fótbolti og músik áttu hug hans allan. Kana- útvarpið ól hann upp á rokki og róli. Æskuvinur hans, Gunnar Þórðar- son, hafði verið í hljómsveitum og þegar vantaði bassaleikara í eina stakk Gunnar upp á Rúnari, sem hafði aldrei snert bassa. Gunnar hafði trú á Rúnari og sýndi honum réttu handtökin á bassanum. Eftir tveggja vikna æfingatíma var Rúnar klár í slaginn. Rúnar kom í fyrsta skipti fram með Hljómum 5. október 1963 í Krossinum, þá 18 ára gamall. „Það var spilað streit í fimm tíma, ein- hver 100-200 lög. Ég var í feimnis- kasti og nýr á bassanum. Maður hafði ekki fullt sjálfstraust, og maður er svo sem enn þá að vinna í því,“ sagði hann mér í síðustu viku. Vinsældir Hljóma urðu brátt gríðarlegar. Þeir voru hinir íslensku Bítlar og báru höfuð og herðar yfir samferðamenn sína í poppinu á árunum 1964-1965. „Fyrsti kossinn“ var fyrsta lagið sem Rúnar söng inn á plötu. Það kom út á lítilli plötu árið 1965. Það ár gekk trommarinn Pétur Östlund í bandið og Hljómar fyllt- ust enn meiri metnaði. Gunnar fékk sér fözz-box og útrásararmur Hljóma, Thor‘s Hammer, setti í gang. Tónlistin varð grófari og rokkaðri og bandið fékk útgefið efni hjá stórfyrirtækjum beggja vegna Atlantshafsins. Rúnar var mjög stoltur af þessu tímabili á ferli sínum, enda hefur hróður Thor‘s Hammer borist víða. Plötur þeirra eru taldar með verðmætustu og fágætustu útgáfum bítlaáranna og breska stórfyrirtækið Ace Records safnaði upptökum bandsins saman á geisladisk fyrir nokkrum árum. Takmarkaður áhugi Íslendinga á tormeltri tónlist Thor‘s Hammer varð þó til þess að bandið sneri sér að poppinu aftur. Shady Owens gekk til liðs við strákana og tvær stórar plötur bandsins frá 1967 og 1968 urðu gríðarvinsælar. Mestur töffari rokksins Trúbrot varð til upp úr miklum jarð- hræringum í íslenska poppinu. Enn fylltust menn miklum listrænum metnaði og fóstbræðurnir úr Hljóm- um, Gunnar og Rúnar, sameinuðust helstu samkeppnisaðilunum í Flowers. Fyrsta plata Trúbrots kom út 1969 og síðan kom ein á ári til ársins 1972. Þar á meðal er platan Lifun sem löngum hefur verið talin til meistaraverka íslenskrar rokk- sögu. Gullöld Rúnars var á Hljóma- og Trúbrots-árunum. Hann ólmaðist á sviði með vinsælustu hljómsveitum landsins í rokkham sem enginn hefur leikið eftir. Hann varð íslands- meistari í fótbolta með liði Kefla- víkur. Hóf sambúð með ungfrú Íslandi, Maríu Baldursdóttur, og eignaðist með henni tvo syni. Hann byggði sér hús á Skólabraut í Kefla- vík sem síðar átti eftir að verða upptökuheimili Geimsteins. Síðasta plata Trúbrots, Mandala, kom út á vegum sveitarinnar því enginn útgefandi fékkst til sam- starfs. Platan seldist mjög vel og þá fékk Rúnar þá hugmynd að hann gæti sjálfur bara gefið út sínar eigin plötur. Fyrst lögðu þeir Gunn- ar saman í púkk í Hljóma-útgáfunni en frá 1976 gaf Rúnar út sína eigin tónlist og annarra undir Geims- teins-nafninu. Rúnar og Gunnar endurvöktu Hljóma á einni plötu árið 1974 en síðan tók við leynihljómsveitin Ðe lónlí blú bojs. Leyndin varði ekki lengi og brátt óð sveitin í vinsæld- um. Næstu árin tók við ballhljóm- sveitin Geimsteinn sem var eins konar fjölskyldufyrirtæki. Næstu árin hitti Rúnar oft í mark, til dæmis með Áhöfninni á Halastjörnunni, en fyrsta plata þeirrar sveitar, Meira salt, varð vinsælasta plata ársins 1980. Níundi áratugurinn varð fremur magur, eins og Rúnar sagði mér með glettnisblik í auga þegar ég spurði hann af hverju það væru ekki fleiri lög frá því tímabili á fer- ilsplötunni. Aftur á sinn stall Bubbi Morthens kom Rúnari á sinn gamla stall í byrjun tíunda áratug- arins. „Það byrjaði nú þannig að ég og Óttar Felix Hauksson vorum að ræða um stöðu Rúnars Júlíussonar. Okkur fannst hún ekki sem skyldi,“ sagði Bubbi mér í viðtali. „Svo fór ég til Keflavíkur og hitti hann. Málið var að það var nóg að hitta Rúnar í klukkutíma, þá var maður kominn í gírinn. Við Óttar vorum vitanlega í skýjunum þegar karlinn kom svona flott inn aftur og síðan hefur hann haldið haus og fengið þá athygli og þann sess sem honum ber.“ Rúnar söng fyrsta lagið sem við í Unun sendum frá okkur. Svo tók hann að sér augljóst hlutverk Hr. Rokks þremur árum síðar. Rúnar þurfti ekki mörg „teik“ í þessi lög. Hann rúllaði þessu upp og þetta var ekkert mál fyrir hann. Ekkert var mál fyrir Rúnar. Ef maður stakk upp á því að hann tæki nokkur lög á tónleikum var hann mættur skömmu síðar með bros á vör. Það var aldrei talað um peninga. Allt var sjálfsagt og eðlilegt. Árið 1996 veiktist Rúnar alvar- lega og þurfti að gangast undir hjartaaðgerð. Hann náði sér aldrei til fulls. Þegar hann var kominn á ról gerði hann sólóplötuna Með stuð í hjarta og einsetti sér að gera nýja sólóplötu á hverju ári upp frá því. Hann stóð við það og mörg gull- kornin fæddust, meðal annars í samstarfi við meðlimi Hjálma. Þótt Hr, Rokk hafi yfirgefið svið- ið er lítil hætta á að minning hans gleymist. Allir sem kynntust honum munu minnast hans sem ljúfmennis og öðlings. Allir sem sáu hann á sviði munu minnast rokkstjörnu með einstaka útgeislun. Allir sem heyra í útvarpinu eitthvað af þeim ótal mörgu frábæru lögum sem hann söng, samdi og spilaði munu minnast stuðsins og einlægrar lífs- gleðinnar. Takk fyrir allt, Rúnar Júlíusson. Hr. Rokk hefur yfirgefið sviðið Rokkstjarnan Rúnar Júlíusson er fallin frá. Dr. Gunni minnist þessa einstaka ljúfmennis og fer yfir feril hans. HR. ROKK Rúnar Júlíusson lést á fimmtudagskvöld. Hann varð 63 ára. MYND/ÞORFINNUR SIGURGEIRSSON Þú átt gull „Daginn áður en Rúnar dó var ég í viðtali við blaðamann Morgun- blaðsins. Rúnar kom til tals. Ég sagði blaða- manninum að yfirleitt væri talað vel um menn þegar þeir væru dánir, en Rúnar væri þannig maður að það væri auðvelt að tala vel um hann lifandi líka. Rúnar var yndislegur drengur og við vorum í miklu sambandi. Á mánudaginn hittumst við í súpu á Kringlukránni og sátum einir út í horni í klukkutíma og ræddum málin. Að skilnaði áritaði hann nýja diskinn sinn fyrir mömmu mína. Rúnar skrifaði: „Kæra vina, þú átt gull. Kveðja, Rúnar Júlíusson,“ og svo broskarl fyrir neðan. Auðvitað er þetta svakalega sorglegt og ber brátt að. Ég er hrein- lega ekki búinn að meðtaka fréttirnar almennilega enn þá. En Rúnar hefði nú bara viljað að maður tæki þessu létt.“ Gylfi Ægisson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.