Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2008, Qupperneq 106

Fréttablaðið - 06.12.2008, Qupperneq 106
86 6. desember 2008 LAUGARDAGUR FORMÚLA 1 Honda hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í For- múlu 1-kappakstrinum. Honda segir heimskreppunni um að kenna. Liðið var lengi bjartsýnt á að hægt yrði að bjarga liðinu en stór fjárfestir fannst ekki. Öku- mennirnir Jenson Button og Rubens Barrichello eru því á göt- unni, ef svo má segja, og aðeins á eftir að ráða ökumenn í fá lið í Formúlunni. Honda, sem var að eyða rúm- lega 300 milljónum punda í rekst- urinn á ársgrundvelli, ætlar ekki bara að draga lið sitt úr keppni heldur ætlar það einnig að hætta að framleiða vélar í formúlubíla. „Þessi erfiða ákvörðun var tekin í ljósi þess erfiða umhverf- is sem bílaframleiðendur búa við þessa dagana sem og efnahags- þrenginga í heiminum. Honda verður að vernda verðmæti sín og tryggja áframhaldandi rekst- ur fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýs- ingu frá Honda. Þessi niðurstaða er mikil von- brigði fyrir Honda sem ætlaði sér stóra hluti í Formúlunni og hafði til að mynda ráðið til sín Ross Brawn fyrir síðasta tímabil en hann var aðalmaðurinn á bak við sjö heimsmeistaratitla Michael Schumacher. Honda kom í Formúluna sem keppnislið árið 2005 eftir að hafa framleitt vélar fyrir British American racing team fimm ár þar á undan. Árangurinn lét aftur á móti á sér standa og eini sigur liðsins kom í ungverska kapp- akstrinum árið 2006 sem Jenson Button vann. Síðustu tvö ár hefur svo lítið gengið. - hbg Jenson Button og Rubens Barrichello án liðs eftir að Honda hætti í F1 í gær: Heimskreppan kom illa við Honda Í SKUGGANUM Jenson Button er atvinnulaus sem stendur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES BOX Gulldrengurinn Oscar de la Hoya stígur í hringinn í Las Vegas í nótt og mætir þar Filippseyingn- um Manny Pacquiao. Bardaginn er í veltivigt en það er tveim þyngdarflokkum hærra en Pacqui- ao hefur áður barist. Sjálfur hefur De la Hoya orðið heimsmeistari í sex þyngdarflokkum. „Ef maður heldur að andstæð- ingurinn sé kraftlaus, hafi engan hraða, sé minni og annað þá getur allt farið á versta veg. Ég hef verið að æfa mig líkt og ég sé að mæta sjálfum King Kong,“ sagði De la Hoya. „Þessi bardagi kallar á rothögg. Ég mun boxa en ef hann nær góðu höggi á mig þá verðir þetta slagur.“ Þessi bardagi hefur verið kallaður „Draumabardaginn“ en gagnrýn- ismenn hafa sagt að bardaginn sé lítið annað en skrípaleikur. Hinn 35 ára gamli De la Hoya hefur ekki keppt í veltivigt síðan árið 2000 á meðan Pacquiao, sem er 29 ára, er fyrrum fluguvigtar- meistari sem hefur aldrei keppt við þyngri menn en í léttvigt. Veðmangarar í Las Vegas segja aftur á móti að hann eigi mögu- leika þó svo að De la Hoya sé tal- inn miklu líklegri. Pacquiao hefur sjálfur tröllatrú á að hann geti lagt gulldrenginn. „Ef maður færir fórnir og leyfir sér að dreyma um bardaga þá getur maður unnið,“ sagði Pacqui- ao sem hefur unnið 47 bardaga og tapað þremur. „Það verður skráð í sögubækur ef ég ég vinn. Ég hef trú á því að kraftur minn og hraði geti unnið þennan bardaga. Þó svo ég sé léttur er ég mjög kraftmik- ill. Hraðinn er líka enn til staðar þó svo að ég búinn að þyngja mig.“ Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending frá Las Vegas klukkan eitt í nótt en bar- dagi þeirra félaga hefst líklega um þrjú leytið. - hbg Svakalegur bardagi í nótt þegar Oscar de la Hoya mætir Manny Pacquiao: De la Hoya æfði eins og hann væri að fara að mæta King Kong GULLDRENGURINN Oscar de la Hoya er einhver vinsælasti hnefaleikakappi allra tíma. Hann hefur ekki gert margt merkilegt síðustu ár en fær kærkomið tækifæri í nótt til þess að koma ferlinum á ról á nýjan leik. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ryan Giggs hefur hvatt John Toshack, landsliðsþjálfara Wales, til þess að búa til landslið í kringum hinn 17 ára gamla leik- mann Arsenal, Aaron Ramsey. „Aaron Ramsey er frábær leikmaður og framtíð velska landsliðsins snýst um að búa til lið í kringum hann,“ sagði Giggs sem fer ekki dult með álit sitt á stráknum. „Ég sá strax að þarna fór góður leikmaður með mikið jafnvægi, góða snertingu og sjálfstraust til þess að halda bolt- anum. Hann hefur síðan hæfi- leikann að geta búið eitthvað til. Þetta eru eiginleikar sem menn leita að,“ sagði Giggs. - hbg Ryan Giggs er afar hrifinn af landa sínum: Ramsey er framtíð Wales AARON RAMSEY Þykir mikið efni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Sun: 12-16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.