Fréttablaðið - 06.12.2008, Page 112

Fréttablaðið - 06.12.2008, Page 112
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Jón Páll Jakobsson hóf útgerðar-sögu sína á Bíldudal aðeins fimm ára gamall. Ég væri ekki að minnast á þetta nema vegna þess að þá hófst mín útgerðarsaga líka. Þannig var mál með vexti að karl faðir hans hafði hent litlu bretti sem verið hafði við úti- dyrnar. Fengum við þá korkbúta hjá Runna rafvirkja og negldum undir en síðan var ýtt úr vör. ÞETTA gekk alveg eins og í sögu þar til að við vorum komnir að hafnarmynni en þá losnar kork- urinn undan brettinu. Í hvert sinn sem bútur flaut upp sökk flekinn neðar og við útgerðarmennirnir með. Sjórinn náði yfir ökkla þegar við tókum land við hafnar- garðinn. EKKI létum við þó staðar numið heldur festum þann kork sem eftir var enn kirfilegar undir flekanum. Síðan fór annar út á flekanum meðan hinn fylgdist með úr fjörunni. ÞEGAR einn var búinn að steyp- ast í sjóinn tók hinn við fleyinu. Töldum við okkur forsjála menn með því að halda út á flekann á nærbuxunum einum saman svo við gætum gengið að fötunum vísum og þurrum að brölti þessu loknu. OKKUR til mikillar skelfingar sáum við hvar barnapíurnar reykvísku voru orðnar forvitnar og komu til að finna okkur í fjöru. Þótti okkur mikið til þeirra koma en í þá daga þótti það hin mesta smán að láta stúlkur sjá sig á nærbuxunum svo við kusum að halda okkur í sjónum meðan þær væru þarna í fjörunni. ÞAÐ versta var að það var ekk- ert fararsnið á þeim og ekki fór vel um okkur með sjóinn upp að bringu. Til að bæta gráu ofan á svart komu eldri menn þar að og sáu hvernig fyrir okkur var komið. Tjáðu þeir okkur að sjór- inn væri ögn hlýrri þar sem skíta- ræsið kæmi upp svo við færðum okkur þangað. ÚTGERÐARSAGA mín endaði nokkrum árum síðar þegar Dubbi kom á rækjubát og náði í okkur félagana þar sem okkur rak út Arnarfjörðinn á litlum plastbáti. Jón Páll átti hins vegar eftir að verða skipstjóri á alvöru skipum. Hann er nú vélstjóri á bát sem gerir út frá Noregi og ég blaða- snápur í Reykjavík. Hvorugur okkar kemur því nálægt fleytingu krónunnar sem hlýtur að teljast mikið ánægjuefni. Af fleytingum Í dag er laugardagurinn 6. desember, 341. dagur ársins. 10.59 13.18 15.38 11.11 13.03 14.56 Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.