Fréttablaðið - 07.12.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 07.12.2008, Síða 4
4 7. desember 2008 SUNNUDAGUR Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld TAÍLAND, AP Hin árlega afmælis- ræða konungsins í Taílandi féll niður á föstudag vegna veikinda hans. Margir Taílendingar höfðu vonast til þess að með ræðunni næði hann að draga úr harðvítug- um pólitískum átökum í landinu. Vajralongkorn krónprins kom fram í staðinn fyrir föður sinn, Bhumibol Adulyadej konung, og sagði konunginn ekki færan um að flytja ræðu sína vegna veikinda. Hann tók fram að veikindin væru ekki alvarleg. Bhumibol konungur er orðinn 81 árs og hefur ríkt í 62 ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi heims. Hann nýtur mikillar virðingar í Taílandi, en hefur ekki skipt sér mikið af deilum ríkisstjórnar og stjórnarandstæð- inga. - gb Konungur Taílands veikur: Árleg hátíðar- ræða féll niður BHUMIBOL ADULYADEJ Hefur ríkt lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi heims. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Það var mjög óheppi- legt hvernig þjóðnýtingu Glitnis bar að, segir Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra. Hann var ekki hafður með í ráðum í aðdrag- anda hennar og segir það óeðli- legt. Þetta kom fram í viðtali hans við Björn Inga Hrafnsson í Mark- aðnum á Stöð 2 í gær. „Það var mjög óheppilegt hvernig þetta bar að og lítur út fyrir almenningi,“ sagði Björgvin um ákvörðunina um þjóðnýtingu Glitnis í lok september. Hann sagðist þó ekki geta sagt til um það hvort sú ákvörðun hafi hrint af stað því sem á eftir fór. „Þetta verður einn stærsti þátturinn í rannsókninni á bankahruninu en ég sem viðskiptaráðherra get ekki fellt dóm í þessu fyrir fram, það væri ekki sanngjarnt,“ sagði hann. Björgvin sagðist sannfærður um að málið hefði verið unnið öðruvísi hefðu stjórnvöld verið með í ráðum. „Okkar aðkoma var lítil sem engin og það er líka óeðli- legt að Seðlabankinn skuli ekki hafa kallað þá ráðherra sem að þessu komu fyrr til fundar, en ekki þegar nánast var gengið að þessu sem gerðum hlut.“ Hann segir að vegna pólitískr- ar spennu á milli hans sjálfs og Davíðs Oddssonar Seðlabanka- stjóra hafi Davíð kosið að halda Björgvini óupplýstum um gang mála. - sh Viðskiptaráðherra segir óheppilegt hvernig þjóðnýtingu Glitnis bar að: Björgvin G. gagnrýnir Seðlabankann ÚTUNDAN Björgvin segir Davíð hafa kosið að halda sér úti í kuldanum vegna þess að þeir væru ósammála um ágæti Evrópusambandsins. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON SKIPULAGSMÁL „Fólk veltir því fyrir sér hvort ekki sé lag núna, að breyta þessu skipulagi og minnka umfang- ið. Ég á von á að þetta verði rætt á okkar vettvangi,“ segir Kristín Þor- leifsdóttir, formaður stjórnar Íbúa- samtaka Laugardals, um þær bygg- ingar sem fyrirhugað er að rísi á svokölluðu Höfðatorgi. Höfðatorg liggur milli Borgar- túns, Skúlatúns, Skúlagötu og Höfðatúns. Þar eiga að rísa þrír turnar, 12, 16 og 19 hæða, nokkur sjö til níu hæða hús og tengibygg- ingar úr gleri. Búið er að taka í notkun Borgartún 10-12. Stærsti turninn er risinn að mestu leyti. Áætlað er að taka hann í notkun síðla sumars 2009. „Það hefur ekkert komið til tals hjá okkur að gera breytingar á því skipulagi sem hefur þegar verið samþykkt,“ segir Gísli Jónsson, markaðsstjóri Höfðatorgs. „En vissulega horfa menn skemmri tíma fram fyrir sig nú en áður. Það verður þannig þangað til leysist úr málum og bankarnir fara að starfa eðlilega.“ Framkvæmdirnar muni því frest- ast. Upphaflega var áætlað að upp- byggingu svæðisins yrði lokið árið 2010. Síðar var því breytt í árið 2011. Nú segir Gísli líklegra að vorið 2012 verði raunin. Áætlað var að síðasti áfangi verkefnisins yrði uppbygging íbúðarblokka. Ekki er víst að í þeim verði íbúðir. „Hvað þarna verður, íbúðir, hótel eða eitt- hvað annað, ræðst af markaðs- aðstæðum á þeim tímapunkti.“ „Við gerð deiliskipulags var aldrei tekið tillit til íbúa,“ segir Ragnheiður Liljudóttir, einn íbúa Túnanna. „Að setja byggð, sem gnæfir svona yfir, inn í gamalt hverfisskipulag er í rauninni ofbeldi. Við vorum króuð þarna inni.“ Hún segir Túnbúum hafa verið lofað ýmsu í staðinn. „Það átti að gera vel við hverfið, hjálpa til við að gera umhverfið huggulegra og laga bílastæðamálin, sem hafa verið í algjöru uppnámi frá upphafi fram- kvæmda.“ Ekki hafi verið staðið við neitt af þessu. Ragnheiður segir íbúa Túnanna þreytta á að mótmæla, því hafi lítið heyrst frá þeim að undanförnu. Nú hafi borgaryfirvöld og fram- kvæmdaaðilarnir það hins vegar í hendi sér að breyta betur gagnvart þeim. Þar séu allir tilbúnir í sam- vinnu. „Þau vita innst inni sjálf að þetta er fáránlegt byggingarmagn. Þau ættu að horfa á heiminn eins og hann er í dag og endurskoða áætl- anir sínar. Það er allt hægt.“ holmfridur@frettabladid.is Vilja endurskoðun á skipulagi Höfðatorgs Áætlanir um umfang framkvæmda við Höfðatorg standa, þótt þær frestist í það minnst um ár. Íbúi Túnanna hvetur borgaryfirvöld til að horfast í augu við að byggingamagnið sé „fáránlegt“ í ljósi breyttra tíma. RAGNHEIÐUR LILJUDÓTTIR Hvetur borgaryfirvöld til að endurskoða áætlanir um byggingamagn í Höfðatúni. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON FRAMTÍÐARSÝN Á Höfðatorgi eiga að rísa þrír turnar, nokkur sjö til tíu hæða hús og fjöldi tengibygginga. Íbúar Tún- anna, næstu nágrannar Höfðatorgs, hafa mótmælt uppbyggingunni frá upphafi. MYND/PK ARKITEKTAR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 6° 7° -1° 4° 6° 7° 8° 7° 1° 5° 19° 17° 1° 9° 20° 3° 18° 15° Á MORGUN Hvöss vestlæg átt NA- lands, annars hægari. ÞRIÐJUDAGUR Hæg breytileg átt, hvessir V-til síðdegis. 1 0 0 -1 -3 -1 -3 2 -1 2 -4 7 8 4 4 3 5 5 10 8 10 6 -2 -5 -4 -3 1 2 1 -1 -1 2 ÚRKOMULÍTIÐ Á MORGUN Það verður heldur kalt í veðri næstu daga en yfi rleitt fremur hægur vindur og úrkomu- lítið. Á miðvikudag verða breytingar þar sem lægð kem- ur upp að landinu með ágætis hlýindi en þó nokkurri úrkomu. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður SLYS Ungabarn og fullorðin kona liggja alvarlega slösuð á gjör- gæsludeild Landspítalans eftir árekstur tveggja bíla á Vestur- landvegi, skammt norðan við Borgarnes, í fyrrakvöld. Bæði ungabarnið og konan hafa gengist undir aðgerðir. Samkvæmt lækni á gjörgæslu- deild er líðan hinna slösuðu eftir atvikum. Fullorðinn karlmaður var einnig fluttur á gjörgæslu en sá hefur nú verið útskrifaður. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi eru tildrög slyssins enn í rannsókn, en mikil hálka var á veginum þegar slysið átti sér stað. - kg Slösuðust á Vesturlandsvegi: Kona og barn á gjörgæsludeild LÖGREGLUMÁL Fimm fíkniefnamál hafa komið upp hjá lögreglunni á Akureyri á undanförnum dögum. Á síðustu þremur mánuðum hefur lögreglan handtekið sextán manns, sem hún telur hafa stundað fíkniefnasölu á Akureyri, og tekið af þeim fíkniefni Þrjá af þeim hefur lögregla handtekið oftar en einu sinni með fíkniefni. - jss Lögreglan á Akureyri: Sextán dópsal- ar handteknir RÚSSLAND, AP Alexí II., patríarki rússnesku rétttrúnaðarkirkjunn- ar er fallinn frá. Hann tók við sem leiðtogi rétttrúnaðarkirkjunnar í Rússlandi árið 1990, rétt í þann mund sem Sovétríkin voru að gefa trúarbrögðum aukið frelsi. Hann var síðan í fararbroddi mikillar endurreisnar í trúarlífi Rússa eftir fall Sovétríkjanna, en var á hinn bóginn sakaður um að beita kirkjunni í þágu þjóðernishyggju. Alexí var 79 ára þegar hann lést. Hann hafði lengi átt við hjartveiki að stríða. - gb Alexí patríarki: Kirkjuleiðtogi Rússa látinn SORG Í RÚSSLANDI Kveikt var á kertum í Kristskirkjunni í Moskvu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Jepplingur út af veginum Jepplingur fór út af veginum á Vesturlandsvegi við Bröttubrekku um hádegisbilið í gær. Fjórir voru í bílnum og voru þeir allir fluttir á slysadeild í Borgarnesi, utan einn sem fluttur var á slysadeild á Akranesi. LÖGREGLUFRÉTTIR GENGIÐ 05.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,6956 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,19 126,79 185,09 185,99 161,09 161,99 21,621 21,747 17,615 17,719 15,22 15,31 1,3675 1,3755 187,60 188,72 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.