Fréttablaðið - 07.12.2008, Page 37

Fréttablaðið - 07.12.2008, Page 37
matur 13 krásir Jóni Þór finnst best að léttsteikja bringurnar til að fyrirbyggja að kjötið verði of þurrt. hitastiginu. Svo er hún fryst fram að jólum og hamflett nánast deginum áður en hún er elduð. Jólarjúpan er oftast soðin í potti í einn til tvo tíma og soðið svo notað í sósuna, sem verður mjög kraftmikil. Þetta er oft á kostnað kjötsins sem verður þurrt, enda tæki maður ekki kjúklingabringur og syði í tvo tíma. Ég losa því bringurnar af og nota restina af fuglinum og grænmeti í soðið sem verður bragðmeira. Svo léttsteiki ég bringurnar. Þetta er tiltölulega einfalt.“ Með þessari veislumáltíð finnst Jóni Þór tilvalið að bera fram gulrætur, sem hafa verið steiktar upp úr smjöri og sykri og svo bakaðar af fullum krafti inni í ofni. „Waldorfsalat er líka gott. Aðalatriðið er að hafa meðlætið í sætari kantinum.“ - rve Jafnan fylgir það aðventunni að maula hnetur við kertaljós á kvöldin. Hnetur eru hollt snakk og þær eru fullar af næringarefnum. Hnetur og möndlur eru prótínríkar og þær innihalda meðal annars E-vítamín, fólínsýru og trefjar. Það er því fyrirhafnarinnar virði að brjóta þær úr skelinni en þó ber að hafa í huga að hnetur eru hitaeiningaríkar. Þær eru líka tilvaldar í hvers kyns salöt, bæði í fersk hrásalöt og í rjómalöguð ávaxtasalöt. Gott er að rista þær á pönnu en til að fá ekta jólailm um húsið má velta möndlum upp úr hunangi og rista þær í ofninum. Hunangsristaðar möndlur eru mun hollara snakk en konfekt og líka sniðugar sem fylling í heimagerða jólakonfektið. HNETUR OG MÖNDLUR MAULAÐAR Á AÐVENTUNNI 1 dl rjómi 25 g smjör 1 msk. rifsberjahlaup Púrtvín Salt og pipar Saltið og piprið bringur. Bræðið smjör á pönnu og brúnið þær í um 20 sekúndur á hvorri hlið. Hellið slurk af púrtvíni út á og veltið bringum upp úr. Setjið í eldfast mót í ofn við 175°C í 8 til 12 mínútur (háð stærð). Potið í bringur til að prófa sig áfram með eldunartíma. Setjið pönnu aftur á hellu og bætið soði, rjóma og sultu út á. Hrærið og sjóðið þar til sósa þykknar. Saltið og piprið að vild. Takið bringur úr ofni og skerið hverja í tvennt. Berið fram ásamt sósu, sultu, gulrótum og salati. Upplifðu öðruvísi jólahlaðborð í öððruvísi umhverfi. Sjávarréttahlaðborð í bland við hina hefðbundnu jólahlaðborðsrétti. Tökum á móti smærri sem stærri hópum, allt að 150 manns. Öðruvísi Jólahlaðborð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.