Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.12.2008, Qupperneq 10
10 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR Jólagjafir til starfsmanna eru margar og misjafnar. Kristján, sem vinnur hjá ónefndu ráðuneyti skrifar: „Ég fékk eina rauðvín og eina hvítvín í jólagjöf. Fór í gær í ÁTVR og skilaði en þá upphófst mikið vesen. Starfs- maðurinn þurfti að finna út „gamla verðið“ og taka af mér flöskurnar á því verði en ég þurfti að kaupa á verði dagsins. Er þetta hægt? Þetta er samkvæmt skipun fjármála- ráðuneytisins til ÁTVR og starfsmennirnir kunna þeim litlar þakkir. Ég vona bara að ég fái eðal-timburmenn af þessu koníaki sem ég keypti dýrum dómum.“ Nei, það vona ég nú ekki enda er fátt ömurlegra en timburmenn. Segi að lokum gleðileg jól og höldum áfram að vera vakandi neytendur! ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Neytendur: Skipun fjármálaráðuneytisins Gamla og nýja verðið TIMBURMENN Forðumst þá. ... SVÍÞJÓÐ Sænsk skattyfirvöld hafa komið upp um skattsvik fjórtán einstaklinga sem hafa í framhald- inu fengið að greiða jafnvirði meira en 300 milljóna íslenskra króna í skatt, að sögn Dagens Nyheter. Svíarnir höfðu geymt peninga sína í bankanum LTG í Liechtenstein. Upp um málið komst í vor þegar þýskur lögreglumaður keypti upplýsingar frá fyrrver- andi starfsmanni LTG í Liechten- stein en þá kom í ljós að margir Þjóðverjar höfðu svikið undan skatti með því að geyma peninga sína í Liechtenstein. Þegar málið var skoðað í Svíþjóð kom í ljós að margir ríkir Svíar höfðu notað sömu aðferð. - ghs Ríkir Svíar og skattsvik: Geymdu pen- ingana sína í Liechtenstein NORÐURLÖND Lönd á norðurslóðum hafa tekið sig saman um nýtt þróunarverkefni þar sem athafnamenn og vísindamenn vinna saman að því að efla veiðiferðamennsku í fimm löndum á norðurslóðum, að sögn sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Verkefnið ber heitið „North Hunt“ og er markmiðið að þróa veiðiferðamennsku í dreifbýli Norður-Evrópu. Verkefnið mun eiga sér stað á árunum 2008-2010 í Svíþjóð, Finnlandi, Skotlandi og á Íslandi, auk Kanada þótt utan Evrópu sé. - ghs Samstarf í norðri: Efla veiðiferða- mennsku NOREGUR Árið í ár er versta brunaárið í Noregi frá árinu 1979. Í ár hafa 83 einstaklingar dáið í eldsvoða í landinu en árið 1979 dóu 91 í elds- voða, þar af margir þegark viknaði í tveimur hjúkrunarheimilum. Slökkviliðsmönnum í Noregi stendur ekki á sama um þróunina og hafa óskað eftir fundi með norska dómsmála- ráðuneytinu til að ræða mögulegar aðgerðir. „Við óskum eftir því að hitta pólitíska leiðtoga í ráðuneytinu til að ræða viðbrögð. Tölurnar eru svo dramatískar að við verðum að gera eitthvað,“ segir Havard Kleppe slökkviliðs- maður. Fjölmargir eldsvoðar hafa átt sér stað í Noregi í ár og hafa óvenjumargir þeirra kostað mannslíf. Nú í desember hefur kviknað í fjölmörgum húsum og hafa um tuttugu einstaklingar látið lífið í þessum brunum. Versti eldsvoðinn varð fyrir hálfum mánuði þegar kviknaði í húsi í Osló, sex létu lífið og margir slösuðust. Um þrjátíu íbúar í nágrenninu þurftu að yfirgefa heimili sín. Þetta er versti bruninn í Osló í sjötíu ár, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Að meðaltali brenna um 30 hús á viku í Noregi. Upp á síðkastið hafa brunarnir verið 50-80 talsins á viku. Verið er að rannsaka hvort brennuvargur standi á bak við brunana í ár. Ótti við eldsvoða hefur gripið um sig, að sögn VG, og eru reykskynjarar víða uppseldir. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að sex manna íslensk fjölskylda hefði misst heimili sitt í bruna í Noregi meðan hún var í sumar- fríi erlendis. - ghs Árið 2008 er mesta brunaárið í Noregi í þrjátíu ár og hafa óvenjumargir brunanna kostað mannslíf: Yfir áttatíu hafa dáið í brunum VERSTA BRUNAÁRIÐ Árið 2008 er versta brunaárið í Noregi frá 1979 þar sem meira en 80 hafa dáið í eldsvoðum þar í landi. NORDICPHOTOS/AFP KÓPAVOGSKIRKJA Í hönd fer hátíð ljóss og friðar. Þá mæta margir í messu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.