Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 16
16 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri skrifar Félag eldri borgara á Akureyri telur að í þeim þrengingum sem nú mæða á okkar þjóð sé nokk- ur hætta á að hópar eins og aldrað fólk lendi á hlið- arlínu og gleymist í því fáti og umróti sem því fylg- ir að greiða úr óráðsíuflækju liðinna daga. Af þeim sökum vill félagið vekja athygli á nokkrum þáttum sem hafa þarf í huga og ekki mega gleymast. Rétt er þó að minnast á í upphafi að á liðnu ári hafa verið gerðar nokkrar úrbætur þeim eldri til hagsbóta og ber ekki að vanþakka það en í flestum tilvikum er þar við sama heygarðshorn og einkenn- andi hefur verið í okkar þjóðfélagi undanfarin ár að mest er hugað að þeim sem betur mega en minna og ekki þeim sinnt sem þó helst þurfa. Enn finnast því miður allt of margir sem aðeins hafa til sinnar framfærslu grunnellilífeyri og þær lögbundnu tekjutryggingar sem til boða eru. Þess- um hóp má ekki gleyma enn á ný heldur tryggja nokkra úrbót. Og nú er lag að nota þá einföldustu aðgerð sem finnst í stöðunni og kemur þar að auki öllu láglaunafólki til góða að hækka skattleysis- mörk þannig að allir þeir tekjulægstu greiði engan tekjuskatt. Til þess að bæta upp tekjutap ríkissjóðs yrði skattprósenta hækkuð á móti. Vinnst þá tvennt þeir tekjulægstu fá launabót og þeir tekjuhæstu lækka í launum. Sýnist að hér einnig sé komin ein- faldasta lausnin á þeim stóra vanda ríkisstjórnar sem felst í því að þeir ágætu herrar og frúr geti lækkað laun sín og þeirra ósk um að aðrir með há laun geri slíkt hið sama en fyrir þessu hafa þeir bar- ist með litlum árangri þó síðustu daga. Eldri borgarar hafa lengi barist fyrir þeirri sann- gjörnu kröfu að skattleysismörk verði hækkuð og þær tekjur sem þeir ellilífeyrisþegar sem minnst hafa verði skattlausar, enda með öllu siðlaust að skattleggja tekjur sem sannanlega eru langt undir þeim mörkum sem sómasamlegt er talið til fram- færslu. Opinberir aðilar hafa lengst af ekki ljáð máls á því að hækka skattleysismörk og raunar neitað að eðlilegt væri að þau fylgdu verðhækkun- um. Þær smáu lagfæringar á þessum mörkum und- anfarið eru alls ófullnægjandi. Þar sem nú hefur verið upplýst, að réttmætt hafi verið hjá þeim er töldu að eðlilegt væri að skattleysismörkin fylgdu meir verðlagi en opinberir aðilar vildu viðurkenna, ætti þetta einfalda ráð og örugga réttarbót að ná fram að ganga. Annað sem aldraðir óttast er að umönnun og aðbúnaður þeirra sem aðhlynningar og hjúkrunar þurfa með verði skert. Nærtækast í því efni fyrir okkur á Akureyri er að benda á lokun hjúkrunar- heimilis á Seli og að skerða aðbúnað verulega að einstaklingum sem mikillar hjúkrunar þurftu. Hvernig sem því reiðir af þá er ljóst að þegar að sverfur þá er hættan að þeir sem erfiðast eiga með að berjast verði fyrir barðinu á niðurskurði. Því er það krafa Félags eldri borgara á Akureyri að allt verði gert til þess að ekki verði skert sú þjónusta og aðhlynning sem nú er veitt öldruðum. Gæta verður að því að öldruðum fjölgar í þjóðfélaginu og enn heldur meðalaldur áfram að hækka – því er sá kostnaður sem að opinberum aðilum snýr vegna þessa hóps ekki að minnka heldur augljóst að á kom- andi mjög næstu árum verður að taka stór skref í að byggja hjúkrunarhúsnæði fyrir þennan hóp. Stefna opinberra aðila er að aldraðir geti dvalið heima hjá sér sem lengst og sú er einnig stefna félaga eldri borgara en það er hér eins og í fleiri málefnum þjóðfélagsins ekki gott að verða katólsk- ari en páfinn og eldri borgarar hafa stundum á til- finningu að forsjárhyggja þeirra er eina telja sig hafa vit á málefnum aldraðra ríði ekki við einteym- ing þegar kemur að málefnum þessa hóps – aldraðir séu hreint ekki færir um að taka sjálfstæða ákvörðun. Við sem í forsvari erum fyrir eldri borgara lítum svo á að það eigi að vera réttur þessa fólks að geta sjálft tekið ákvarðanir og hafa val um það hvort það búi á dvalarheimili eða hugsanlega á einhverju sam- býli, stóru eða smáu, þó ekki séu orðnir hjúkrunar- sjúklingar og að þjóðfélagið treysti sér til að veita þá þjónustu. Munið þá sem minnst mega sín Enn finnast því miður allt of margir sem aðeins hafa til sinnar framfærslu grunnellilíf- eyri og þær lögbundnu tekjutryggingar sem til boða eru. Þessum hóp má ekki gleyma enn á ný heldur tryggja nokkra úrbót. Af hverju styður þriðjungur VG? UMRÆÐAN Jan Eric Jessen skrifar um stefnu VG Góð útkoma Vinstri grænna í skoðana- könnunum þarf ekki að koma á óvart. VG varaði við því árum saman að hér stefndi í óefni. Þingmenn VG hafa lagt fram fjöldann allan af frumvörpum um úrbætur, t.d. um eflingu fjármálaeftirlitsins, aðskilnað fjárfestingabanka og viðskipta- banka og að efnahagsstofnun verði sett á laggirnar. Eins vildi VG að Alþingi beindi þeim tilmælum til fjármálaeftirlits- ins að huga þyrfti vandlega að áhættumati í bankakerfinu með tilliti til áhrifa af snöggri gengislækkun krónunnar eða lækkun fasteignaverðs og að fram færi heildstætt mat á arðsemi stóriðju- og virkjana- framkvæmda sökum ruðnings- áhrifa og þenslu. Síðastliðið vor lagði VG til að gjaldeyrisvara- forðinn yrði efldur. Ef ríkis- stjórnin hefði hlustað á tillögur VG værum við mun betur sett í dag. Hinn 6. desember sendi flokksráð VG frá sér áætlun um endurreisn íslensks þjóðarbúskapar. Þar eru margar góðar tillögur um næstu skref stjórnvalda, til dæmis að sett verði þak á hækkun höfuðstóls verð- tryggðra húsnæðislána; að vaxtabætur verði hækkaðar; að nauðungaruppboð verði stöðvuð næstu 2-3 mánuðina; að umtalsverðu aukafjár- magni verði strax veitt til sveitarfélag- anna; og að opinber- um bönkum og lánastofnunum verði gert að styðja atvinnu- fyrirtæki gegnum yfirstandandi erfið- leika með skuldbreyt- ingum og nauðsyn- legri rekstrar- eða endurfjármögnun. Sú ríkisstjórn sem fær það verðuga verkefni að leiða endurreisnarstarfið á Íslandi verður að njóta trausts þjóðarinnar. Það gerir sitjandi ríkisstjórn ekki. Það væri ekki einungis siðlaust af ríkisstjórn- inni að endurnýja ekki umboð sitt með kosningum við fyrsta tækifæri, heldur skýr skilaboð um að ríkisstjórnin berjist gegn lýðræðislegum stjórnar- háttum. Á þessum tímamótum gefst okkur einstakt tækifæri til þess að byggja þjóðfélagið upp á nýjum grunni. Byggjum upp velferðarþjóðfélag með jöfnum aðgangi að menntun og heilbrigðisþjónustu óháð fjárhag. Tökum upp lýðræðis- lega stjórnarhætti þar sem ráðamenn starfa fyrir þjóð sína. Tryggjum félagslegt réttlæti, jafnrétti og sjálfbæra þróun. Stuðlum að friðsamlegri sambúð þjóða. Gerum öllum kleift að lifa með reisn alla ævi og byggjum Ísland þannig upp á gildum sem raunverulega skipta máli. Höfundur er varaformaður Ungra vinstri grænna. JAN ERIC JESSEN um jólin! Aðfangadagur: opið ti l kl. 16:00 Jóladagur: lokað Annar í jólum: opið 12 :00 -23:00 Gleðileg jól! Opnunartími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.