Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 24.12.2008, Qupperneq 24
24 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR Sprengjuóðir Suður-Ameríkumenn Jólahefðin í Suður-Ameríku er nokkuð ólík því sem Íslendingar þekkja. En, ef einhver maurlendingur, myndi slysast alveg óvænt til Kólumbíu á aðfangsdagskvöld þá gæti hann hugsanlega haldið að það væri komið nýtt ár. Því í Kólumbíu og í öðrum Suður-Ameríkulöndum tíðkast að skjóta upp flugeldum á miðnætti á aðfangadagskvöld. Miklar veislur eru haldnar í heimahúsum og fólk dansar og syngur langt fram eftir nóttu. Á miðnætti fá börnin jafnframt að opna gjafirnar sínar en ólíkt öðrum vestræn- um löndum þá er það Jesúbarnið sjálft sem setur í skóinn en ekki jólasveinninn. Flugeldar á aðfangadagskvöld Hver og ein kristin þjóð hefur skapað sér sína jólahefð. Sumar hljóma kunnuglega í eyrum okkar Íslendinga, aðrar koma okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir. Júlía Margrét Alexandersdóttir skoðaði málið og komst að því að skötuát og þjófóttir jólasveinar eru kannski ekkert skrítnar hefðir, þegar öllu er á botninn hvolft. Spáglaðir Tékkar Jólahefðin í Tékklandi er ekkert mikið öðruvísi en sú sem haldin er í heiðri annars staðar í Evrópu. Tékkar stunda það þó að halda gömlum hefðum á lofti þótt það sé mest í gríni gert. Þannig er til að mynda vinsælt að reyna sjá inn í framtíðina á aðfangadagskvöld. Má nefna að eplin eru alltaf skorin langsum og ef stjarna birtist í kjarnanum verður næsta ár gott. Konur henda skóm aftur fyrir sig og ef táin á honum snýr að hurð mun sú hitta góðan mann og giftast honum þegar nýtt ár gengur í garð. Djöfullegur aðstoðarmaður ungverska jólasveinsins Ungverjar halda í mjög svipaðar hefðir og aðrar Evrópuþjóðir. Hins vegar er jólasveinninn víðsfjarri í jólahaldi þjóðarinnar. Hann kemur nefnilega 6. desember og fer sama dag. Og með honum í för eru engin fljúgandi hreindýr eða vinalegur sleði. Meðreiðarsveinn ungverska jólaveinsins er hinn djöfullegi Krampusz. Hann sér um að óþekku börnin fái skammarverðlaun í skóinn. Reyndar fá öll börn bæði eitthvað gott og vont því samkvæmt ung- verskri jólasveinahefð er enginn fullkominn. Tólf réttir fyrir pólsku pakkana Hafi einhver íslensk börn ekki þolin- mæði til að afbera hefðbundna, þriggja rétta íslenska jólamáltíð þá væru þau sennilega farin yfir um ef þau þyrftu að sitja í gegnum dæmigert pólskt jólahald. Þar er ekki óalgengt að réttirnir séu tólf. Það tekur því eflaust dágóða stund að vaska upp eftir herlegheitin. Finnskir jólaelskendur Dálæti Finna á jólunum er löngu frægt orðið. Enda þjóðin sannfærð um það að hún eigi jólasveininn og í honum renni kalt, finnskt blóð. Ein merkilegasta jólahefðin er hins vegar yfirlýsingin um jólafrið sem flutt hefur verið á ári hverju síðan á miðöldum með aðeins einu messu- falli, árið 1939 þegar seinni heimstyrjöldin tók að breiðast út. Uppruna- lega messan er haldin í jólabæ Finna, Turku, en hún hefur á undanförnum árum skotið rótum víða í landinu. Góðir gestir að handan í Portúgal Portúgalskar jólahefðir eru ekkert svo frábrugðnar því sem gengur og gerist í öðrum löndum. Nema ef vera skyldi sú hefð að þar er lagt á borð fyrir látinn ættingja. Og ef sá og hinn sami er ekki vant við látinn í andaheimi og getur mætt þá boðar það mikla lukku fyrir næsta ár. Mamman bundin við stól Foreldrum þykir eflaust alveg nóg þegar yngstu meðlimirnir eru vaknaðir fyrir fyrsta hanagal og krefjast þess að allir fari á fætur, opni pakka, borði sælgæti og svo framvegis. Í mörgum löndum fyrrum Júgóslavíu geta húsmæðurnar hins vegar upplifað enn kolaðari morgun. Þar er það hluti af jólahefðinni þegar börnin binda fót móður sinnar við rúmstokkinn. Lausnargjaldið er að sjálfsögðu gjöf. Það ber að taka það fram að börnin fá ekki sömu meðferð, þau er sem sagt ekki bundin við neitt. Á hjólaskautum í kirkju Á meðan við Íslendingar ökum til kirkju á fjórhjóladrifsbílunum og heim aftur í hægagangi á aðfangadagskvöld þurfa íbúar Caracas í Venesúela ekki að hafa áhyggjur af slíku. Þar er nefnilega öllum götum einfald- lega lokað svo að íbúarnir geti komið sér í miðnætur- messu á hjólaskautum. Ítalskir fiskréttir og nornin La Befana Ítalir eru miklir nautnaseggir og það á ekkert síður við um jólin. Ítalskar húsfreyjur reiða fram hvorki meira né minna en sjö fiskrétti á aðfangadagskvöld. Hins vegar hefur jólasveininum, þessum góðlega karli, verði úthýst úr ítalskri jólahefð. Vatikaninu þótti eitthvað erfitt að sanna söguna um jólasveininn og bjó þess í stað til sögu um nornina La Befana. Hún var víst í hópi með vitringunum og var boðið að koma með til að sjá sveinbarnið. La Befana, að sögn Vatikansins, var hins vegar of upptekin og afþakkaði boðið. Þegar henni varð ljóst af hverju hún missti þá ákvað hún að bæta sér það upp og gefa hverju barni gjöf í skóinn. Til gamans má geta að La Befana myndi sennilega ekki hafa erindi sem erfiði í Noregi því þar segir gömul þjóðsaga að fólk eigi að fela kústa svo nornir landsins geti ekki stolið þeim og flogið burt. En það er önnur saga. Þýska draumalandið fyrir hreint hjarta Þýsk þjóðsaga greinir frá því að aðfangadagskvöld sé hlaðið töfrum. Þá geti dýrin talað saman, ár landsins breytist í rennandi vínfljót og fjöllin ljóma af hvers kyns gimsteinum. Auðvitað geta hins vegar ekki allir upplifað þessa töfra því miðinn inn í drauma- landið kostar hreint og saklaust hjarta. Þeir sem hafa ekki slíka guðsgjöf láta sér bara nægja að fagna jólunum ákaft og samkvæmt þýskum jólakokkabókum á að halda jólin hátíðleg frá 6. desember sem kallaður er dagur heilags Nikulásar. Að dansa spænskan Jota Spánverjar hafa nokkuð sérstaka jólahefð. Á miðnætti, þegar klerkarnir hafa lokið við að messa yfir lýðnum, er farið út á götur og dansað og sungið Jota. Þetta ku víst vera mörg hundruð ára gömul hefð og textinn við lögin hefur gengið manna á milli. Engin rauð jólakort Að endingu er síðan rétt að minnast á eina japanska reglu í ljósi þess að ein afleiðing íslensku útrásarinnar voru vinir á víð og dreif um jarðarkringl- una. Þeim sem hafa hugsað sér að senda einhverjum japönskum vini sínum dæmigert, rautt jólakort er vinsamlega bent á að endurskoða þá hugmynd sína. Ástæðan er einföld: samkvæmt japanskri hjátrú boðar það ekkert nema vont að fá slík kort á þessum árstíma. EKKI BARA Á GAMLÁRSKVÖLD Í Kólumbíu er haldið upp á aðfangadagskvöld með flugeldum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.