Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2008, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 24.12.2008, Qupperneq 26
 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR2 „Hér hefur skapast sú hefð að bæjarbúar fjölmenni í sund á aðfangadag,“ segir Sveinn Ben- ónýsson íþrótta- og tómstunda- fulltrúi á Hvammstanga. „Þá fá allir frítt í laugina og heitu pott- ana og við bjóðum upp á hress- ingu. Þannig hefur það verið frá því að laugin var opnuð árið 1982 og það er fastur liður hjá mörgum að koma í sund þennan dag. Hér er heitt kaffi á könnunni og kon- fekt og þetta er orðinn rótgróinn siður sem hefur skapað ánægju og stemningu í bæjarlífinu.“ Sveinn getur þess að frítt sé fyrir börn að 17 ára aldri í sund á Hvammstanga alla daga allt árið um kring og einnig öryrkja og elli- lífeyrisþega. En hversu marga gesti skyldi hann fá að jafnaði í laugina á aðfangadag? „Ég er nú bara búinn að vera eitt og hálft ár í þessu starfi en í fyrra var opið hér frá klukkan tíu til klukkan eitt á aðfangadag og um hundrað manns mættu á þess- um þremur tímum.“ Spurður hvort nærsveitungar nýti sér laugina þennan dag svar- ar hann: „Já það er dálítið um að fólk komi úr sveitunum í kring. Svo er margt fólk hér gestkom- andi eða heima í jólafríi og mann- margt í mörgum húsum í bænum. Kannski ein sturta á heimilum og allir þurfa að fara í bað. Þá er þetta bara upplagt. En fyrst og fremst fylgir þessu skemmtileg stemning og jólabaðið er hlýleg gjöf til bæjarbúa.“ gun@frettabladid.is Bæjarbúar saman í bað Meðan beðið er eftir að klukkurnar hringi inn hina helgu hátíð er upplagt að fara í sund og slá þannig saman jólabaði, samveru og slökun. Líklega er það þó hvergi jafn vinsælt og á Hvammstanga. HÖFUÐBORGARSTOFA hefur tekið saman ýtarlegan lista um þá þjónustu og afþreyingu sem í boði er yfir jól og áramót. www.visitreykjavik.is undir Quick jumps. Einstök stemning myndast í heitu pottunum á Hvammstanga á aðfangadag. Gamlir og nýir tímar mætast í rafrænum jólakortum Borgar- skjalasafns Reykjavíkur. Á vef Borgarskjalasafns Reykja- víkur er hægt að senda ættingj- um og vinum gömul íslensk jóla- kort án endurgjalds. Kortin, sem fólki er boðið að senda rafrænt, eru flest frá fyrri hluta 20. aldar. Boðið er upp á 36 mismunandi gerðir með hinum ýmsu myndum og er hægt að velja jólakveðju á yfir 25 tungu- málum, auk eigin kveðju. Kortin eru úr póstkortasafni Sveinbjörns Jónssonar sem Krist- ín S. Árnadóttir afhenti Borgar- skjalasafninu vorið 2004. -ve Gamaldags netkveðjur Þingvallabærinn og kirkjan prýða þetta gamla jólakort. MYND/BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR Ef nýtt og flott bindi á einhvern tímann vel við er það á aðfangadag. Svart, hvítt og silfurlitað er allt klassískt en svo er líka allt í lagi að prófa hressilegri liti. Einu máli gildir hvort valið stendur á milli hefðbundinna eða útúrfríkaðra binda því fátt lífgar jafn mikið upp á jakkafötin. Þau gömlu öðlast nýtt líf með einfaldri og ódýrri leið. emilia@frettabladid.is Fagnað með fínheitum Fyrir þá sem þora að vera öðruvísi. 5.990 krónur. Sautján. Bleikt klikkar ekki. 5.990 krónur. Sautján. Svart og silfrað. 5.990 krón- ur. Sautján. Hvítt og klass- ískt. 8.990 krónur. Kultur. Brons með bleikum dopp- um. 9.990 krónur. Kultur. Konung- legt með rauðum röndum. 9.990 krónur. Kultur. Kortin eru flest frá fyrri hluta 20. aldar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.