Fréttablaðið - 24.12.2008, Síða 32

Fréttablaðið - 24.12.2008, Síða 32
 24. DESEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● kirkjan Í Landakirkju í Vestmannaeyj- um fer fram blómlegt starf á for- eldramorgnum. Umsjónarmað- ur þeirra er Gíslína Dögg Bjarka- dóttir, textíl- og fatahönnuður. „Við hittumst einu sinni í viku á fimmtudagsmorgnum,“ segir Gíslína en starfið er ætlað fyrir foreldra sem eiga von á barni eða eru nýbúnir að eignast barn. „Þarna geta þeir hist og átt góða samveru,“ segir hún en ávallt er kaffi í boði og eitthvað með því. „Einu sinni í mánuði erum við svo með Pálínuboð sem enda á því að líkjast fermingarveislum,“ segir hún hlæjandi. „Þá skiptumst við á uppskriftum og smökkum hver hjá annarri,“ segir hún en enn hefur enginn faðir látið sjá sig á foreldramorgnunum. Konurnar á mömmumorgnunum í Landa- kirkju halda meira að segja út eigin Facebook-síðu þar sem þær skiptast á uppskriftum. Fjöldi mæðra á fundunum er misjafn en yfirleitt mæta átta til tólf konur en stundum allt upp í sautján, auk þess fylgir hverri konu eitt eða fleiri börn. „Mömmurnar eru mjög dug- legar að mæta hérna í Vest- mannaeyjum, þetta eru frábærar konur og rosa gaman hjá okkur,“ segir Gíslína, sem reynir yfirleitt að skipuleggja eitthvað á fimmtu- dagsmorgnum. „Ég fékk til dæmis konu af bókasafninu til að vera með bókakynningu um dag- inn og svo kom kona til að kynna fyrir okkur brjóstsykursgerð. Þá hafa verið snyrtikynningar og slíkt,“ upplýsir hún en segir nauðsynlegt að gefa sér líka tíma í kaffi og spjall. Þá er rætt um börnin, daginn og veginn, heima og geima. „Það er nauðsynlegt að kom- ast út, hitta aðrar mæður og ræða málin,“ útskýrir Gíslína, sem segir konurnar fá ráð hver hjá annarri auk þess sem þær séu duglegar að aðstoða hverja aðra. - sg Nauðsynlegt að komast út og hitta aðrar mæður Konurnar á mömmumorgni í Landakirkju sitja ekki auðum höndum. Jólastressið er algengur fylgi- fiskur aðventunnar. Stressið gerir þó engum gott og allra síst börnunum. Engum dylst að jólin verða með öðru sniði á flestum heimilum þetta árið. Mörgum getur þó reynst erfitt að snúa við blað- inu í neyslunni, sérstaklega gagnvart börnunum. Elín Elísa- bet Jóhannsdóttir, rithöfund- ur, kennari og fræðslufulltrúi á Biskupsstofu, segir að undan- farin ár hafi í raun verið jól alla daga og frekar bætt í neysluna yfir hátíðarnar. „Nú er önnur staða uppi hjá mörgum og þá veit fólk jafnvel ekki hvernig skuli bregðast við gagnvart börnunum sínum sem eru vön að fá mikið,“ segir Elín Elísabet. „Margir munu eiga mjög erfitt með að draga úr, jafnvel þó fólk viti að ekki er raunsætt að halda uppi sama dampi og áður. Þeir fullorðnu fá samviskubit og þá er erfitt að snúa við blaðinu.“ Elín segir mikilvægt að líta jákvæðum augum á stöðuna og í raun sé um tækifæri að ræða til að koma viðmiðum barnanna í eðlilegt horf og lækka gjafa- stuðulinn. Nú skipti máli að finna nýjan takt og ef rétt er haldið á spöðunum gætu þetta orðið eftir- minnilegustu jól barnanna. „Samverustundirnar eru lang- dýrmætasta gjöfin og við erum að móta minningar barnanna. Hvort verður það sem þau koma til með að minnast, þegar þau líta til baka, stóri pakkinn undir trénu eða samverustundirnar?“ Foreldrar vilja síst valda börnunum vonbrigðum en Elín segir mikilvægt að þeir veigri sér ekki við að útskýra hlutina fyrir þeim. Þau leyni á sér og séu skynsemisverur í eðli sínu jafn- vel þó þau eigi það til að vera frekjudósir af og til. „Það er vel hægt að útskýra og sætta börn við hlutina. Börn vilja alltaf meiri tíma með foreldr- um sínum svo við skulum horfa á hvað við getum gert í staðinn fyrir neysluna. Ég man að þegar ég var barn var stundum raf- magnslaust um jólin. Okkur syst- kinunum fannst það frábært því þá slokknaði á sjónvarpinu og ekkert var hægt að gera nema taka upp lúdóið og spila saman.“ Á heimasíðunni www.kirkjan. is má finna jóladagatal kirkjunn- ar og þar má finna góðverkadaga- tal, sögur, föndur og leiki sem fjölskyldan getur gert farið í á jólum. Þótt aðfangadagur sé í dag eru gluggarnir allir opnir enn. - rat Samveran er dýrmætust Elín Elísabet Jóhannsdóttir segir gott að minna sig á að minningar barna mótast ekki endilega af gjöfunum undir trénu. Krist- mundur Sörli Kristmundsson sonur hennar er hjartanlega sammála því. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Undanfarin ár hefur verið boðið upp á barnastundir í þó nokkrum kirkjum landsins. Barnastundir eru sérstaklega ætlaðar óþreyju- fullum litlum sálum á aðfanga- dag. Í Grafarvogskirkju hefst barnastundin Beðið eftir jólum klukkan 15. „Við munum syngja, kveikja á aðventukertunum, segja sögur og gefa krökkunum glaðn- ing,“ upplýsir Gunnar Einar Steingrímsson, æskulýðsfull- trúi kirkjunnar, en hann segir barnastundirnar vel sóttar. „Biðin eftir því að klukkan slái sex getur verið börnum erfið og er markmiðið að reyna að stytta þeim stundir.“ Gunnar segir að í sumum til- fellum komi öll fjölskyldan prúð- búin með börnunum en stund- um séu það afinn og amman sem fylgi þeim á meðan foreldrarn- ir geri klárt á heimilinu. „Sumir láta þessa stund í kirkjunni duga og hlusta svo á útvarpsmess- una en einhverjir koma þó aftur í messu.“ Gunnar segir sífellt fleiri kirkjur bjóða upp á stundir sem þessar og að þær hafi mælst vel fyrir. „Fyrir tveimur árum byrjuð- um við svo með sams konar stund á gamlársdag en þá kveikjum við á blysum og syngjum áramóta- lög. Sú stund hefst einnig klukkan 15.“ - ve Stund fyrir óþreyju- fullar litlar sálir Barnastundin Beðið eftir jólum hefst í Grafarvogskirkju klukkan 15 en sams konar stundir eru haldnar víða um land. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● BARNASTUNDIR Á AÐFANGADAG: Keflavíkurkirkja: Barnastund klukkan 16. Landakirkja, Vestmannaeyjum: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta klukkan 14. Lágafellskirkja: Helgistund fyrir börn klukkan 13. Grafarvogskirkja: Beðið eftir jólum klukkan 16. Guðríðarkirkja: Jólabarnastund klukkan 15. Lindakirkja: Jólastund fjölskyldunnar klukkan 16. Hjallakirkja: Jólastund fjölskyldunnar klukkan 16. Grensáskirkja: Jólastund barnanna klukkan 16. Háteigskirkja: Jólasöngvar barnanna klukkan 16. Laugarneskirkja: Fjölskyldusamvera klukkan 16.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.