Fréttablaðið - 24.12.2008, Side 38

Fréttablaðið - 24.12.2008, Side 38
 24. DESEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR12 ● fréttablaðið ● kirkjan Gjöf sem gefur Upplýsingar um helgihald er að finna á heimasíðum kirknanna. Yfirlit yfir söfnuði sem hafa vef- síður er að finna á www.kirkjan.is/ vefir. Yfirlit yfir kirkjur þriggja stærstu prófastsdæma landsins má finna á vefum prófastsdæmanna. Kjalarnesprófastsdæmi, www. kjalarpr.is, nær frá Kjós að Mos- fellsbæ og frá Garðabæ um Suðurnes öll. Því tilheyra einnig Vestmannaeyjar. Kjalarnespróf- astsdæmi tilheyra 17 sóknir og tæplega 56 þúsund manns. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, www.kirkjan.is/eystra, nær yfir ellefu sóknir í Reykja- vík austan Elliðaáa og Kópavog. Það er stærsta prófastsdæmi Þjóð- kirkjunnar og því tilheyra tæplega 67 þúsund manns. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, www.kirkjan.is/vestra, nær yfir tíu sóknir frá Seltjarnarnesi að Elliðaám. Því tilheyra tæplega 50 þúsund manns. Þetta prófasts- dæmi hefur einnig umsjón með sérþjónustu kirkjunnar og söfnuð- um erlendis. Upplýsingar um messur um jól og áramót Upplýsingar um helgihald má finna á vefsíðum kirknanna. F R É T TA B L A Ð IÐ /V IL H E L M Í Lindahverfi í Kópavogi er verið að byggja kirkju og var safnaðarsalur hennar vígð- ur við hátíðlega athöfn á að- ventu. Það er mikil lyftistöng fyrir safnaðarlífið og helgi- hald. Helgihald á aðfangadag verður í fokheldum kirkju- hlutanum en safnaðarsalur- inn verður líka nýttur yfir hátíðarnar. Auk hefðbund- ins helgihalds verður sveita- messa í kántrístíl, annan jóla- dag klukkan 11. Þetta er í annað sinn sem slík messa er haldin í Lindasöfnuði um jól og mæltist hún vel fyrir í fyrra. Er hefðbundnu messu- formi um jól fylgt en útsetn- ing sálma er í öðrum stíl en Íslendingar eiga að venjast yfir jólin. Tónlist er í höndum Keith Reed, organista, en auk hans koma fram Kór Linda- kirkju og himneska kántrí- hljómsveitin Hirðarnir. Sveitamessa Keith Reed organisti les við vígslu safnaðarsals Lindakirkju. Margir fara með ljós að leiði ástvina fyrir jólin eða um jólin. Hér er bænagjörð sem lesa má þegar kveikt er á kertinu. Kertinu er komi fyrir á leiðinu og ljósið tendrað. SIGNING Í nafni Guðs + föður og sonar og heilags anda. Amen Vaktu minn Jesús, vaktu í mér vaka láttu mig eins í þér sálin vaki þá sofnar líf sé hún ætíð í þinni hlíf. (Sb.337.v2.Hallgrímur Pétursson) RITNINGARORÐ Postulinn skrifar: Ef við lifum, lifum við Drottni, ef við deyj- um, deyjum við Drottni. Hvort sem við þess vegna lifum eða deyjum þá erum við Drottins. (Róm.14.8) BÆN Einn les: Góði Guð. Við þökkum þér fyrir ljósið sem skín í myrkrinu. Við höfum kveikt þetta ljós í minningu (nafn). Við þökkum þér fyrir hann/ hana og biðjum þig að blessa hann/hana og varðveita í ei- lífu ríki þínu, þar sem ekki er myrkur og engin sorg og engir sjúkdómar og allir eru frískir og glaðir. Við þökkum þér fyrir minningarnar og fyrir kærleik- ann. Gef okkur öllum börnum þínum á jörðu og á himni gleðileg jól í Jesú nafni. Amen. Allir fara með faðir vor. Að því loknu signa þau yfir leiðið og halda heim, en ljósið logar á leiðinu. Í kirkjugarðinum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.