Fréttablaðið - 24.12.2008, Síða 54

Fréttablaðið - 24.12.2008, Síða 54
38 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Hinum nítján ára Aroni Einari Gunnarssyni hefur skotið upp á stjörnuhimininn á þessu ári þar sem hann hefur unnið sér fast sæti í A-landsliðshópi Íslands og vakið mikla athygli með félaginu Coventry sem leikur í næstefstu deild. Aron Einar fékk fá tækifæri með aðalliði AZ Alkmaar í Hol- landi tímabilið 2007-2008 en var þó kallaður inn í A-landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar landsliðs- þjálfara fyrir æfingamót á Möltu í byrjun febrúar á þessu ári og spil- aði þá sinn fyrsta landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi. En hann hafði þá leikið fyrir öll yngri landslið Íslands. „Ég var mjög sáttur að fá kallið en Luka Kostic [þáverandi lands- liðsþjálfari U-21 árs landsliði Íslands] var búinn að segja mér að ég gæti átt von á því fljótlega. Þegar ég var kominn þarna inn þá vildi ég náttúrulega gera allt til þess að halda mér þar,“ segir Aron Einar. Valdi Coventry „Ég var í samningarvið- ræðum við AZ Alkmaar en sá um leið að það stefndi ekki í þá átt sem ég var að vonast eftir og því vildi ég skipta um umhverfi. Það voru nokkur félög sem sýndu mér áhuga eftir það og þar á meðal voru ensku úrvals- deildarfélögin Middlesbor- ough, Hull og Stoke ásamt Coventry. Ég var alveg ákveðinn að lenda ekki í sama pakka á Eng- landi og í Hol- landi og vildi fara til félags þar sem ég myndi fá að spila reglu- lega í byrjunar- liði hjá aðalliði í stað þess að spila með unglinga- og varalið- um. Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra af íslensku strákunum sem spila á Englandi, Grétar Rafn, Hemma Hreiðars og Jóa Kalla, þá valdi ég Coventry og ég sé alls ekki eftir því. Ég meina, ég er bara ungur pjakkur enn þá og er að fá að spila fáránlega mikið miðað við það.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Aron Einar til þessa leikið 22 af 24 leikjum Coventry í Coca-Cola Championship deildinni, þar af 21 leik í byrjunarliðinu, auk þess að spila tvo leiki með liðinu í enska deildarbikarnum. Coleman er toppeintak Aron Einar hefur hlotið mikið hrós frá Chris Coleman, knattspyrnu- stjóra Coventry, fyrir spila- mennsku sína og þeim félögum kemur vel saman. „Coleman er algjört toppeintak og ég er mjög ánægður með hann sem þjálfara og ber gríðarlega virðingu fyrir honum. Hann hefur mikla trú á mér og hrósar mér mikið fyrir mitt framlag til liðsins og það er gott að finna fyrir því,“ segir Akureyringurinn. Coca-Cola Championship deild- in er gríðarlega jöfn og Coventry vermir sem stendur 14. sætið en er þó aðeins átta stigum frá 6. sæt- inu sem gefur þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnis- tímabili. „Coleman er náttúrulega að reyna að búa til nýtt lið og það getur tekið tíma og menn sýna því skilning. En markmiðið hjá okkur strákunum í liðinu er að komast í úrslitakeppnina sama þótt að það sé ef til vill ekki yfirlýst markmið félagsins,“ segir Aron Einar ákveðinn. Hamborgarhryggur og jólaöl Coventry á leik á annan í jólum, 28. desember og 3. janúar og þess á milli er æft stíft, meðal annars á aðfangadag. Það breytir engu um það að Aron Einar ætlar ekkert að hafa hemil á sér þegar jólasteikin verður borin á borð í faðmi fjöl- skyldunnar. „Mamma og pabbi, systir mín og litli frændi minn eru úti hjá mér og það verður að sjálfsögðu boðið upp á hamborgarhrygg og jólaöl á aðfangadag. Ég fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina og ég mun ekkert spara mig í jóla- steikinni, ég verð bara fjótur að hlaupa hana af mér aftur,“ segir Aron Einar á léttum nótum. omar@frettabladid.is Fljótur að hlaupa af mér jólasteikina Aron Einar verður á sínum stað í eldlínunni með félaginu Coventry í næstefstu deild í þéttu æfinga- og leikjaplani yfir hátíðarnar en það kemur ekki í veg fyrir að hann borði nægju sína af jólasteikinni. HARÐJAXL Aron Einar hefur verið í lykil- hlutverki hjá Coventry á tímabilinu. NORDIC ARON EINAR Lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar á árinu og hefur verið fastamaður í landsliðshópi Ólafs Jóhannessonar síðan þá og leikið níu landsleiki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þórunn Helga Jónsdóttir missti af bikarúrslitaleiknum með KR árið 2007 þar sem hún var farin til náms í Bandaríkjunum. Hún bætti heldur betur fyrir það í ár þegar hún varð bikarmeistari með KR 20. september og svo aftur með brasilíska liðinu Santos 17. desember. „Ég er hundrað prósent á því að ég hafi bætt mig þarna út enda lærði ég eitthvað nýtt nánast á hverri æfingu,“ segir Þórunn sem lék í nýrri stöðu aftarlega á miðjunni. Hún segir leik- inn í Brasilíu vera allt öðruvísi en heima. „Dómarinn dæmir á minnstu snertingu og það er svolítið um leikaraskap. Það mátti ekki koma við andstæðinginn,” segir Þórunn. Hún segist líka hafa lært heilmikið í portúgölsku. „Fyrsta mánuðinn sagði ég ekki orð en síð- ustu vikurnar var þetta aðeins farið að koma og þá gat ég átt einföld samtöl,“ segir Þórunn sem eignaðist margar góðar vinkonur í liðinu. Santos-liðið vann alla átta leikina sem hún spilaði með markatölunni 23-4 og varð bikarmeistari í fyrsta sinn. „Það var rosaleg stemning í kringum liðið. Þar var mikið fjölmiðlafár fyrir síðasta leikinn og það kom mér á óvart hvað fjölmiðlar höfðu mikinn áhuga á liðinu. Það var mikið um viðtöl í blöðunum og síðustu leikirnir voru sýndir beint í sjónvarpinu,“ segir Þórunn. „Við æfðum tvisvar á dag, klukkan tíu á morgnana og klukkan þrjú á daginn og lífið var þannig að það var eins og ég hafi verið atvinnu- maður þennan tíma nema að ég fékk ekki peningana fyrir,” segir Þórunn í léttum tón. Þórunn er ekki búin að ákveða hvað tekur við. Hún ætlar að byrja á því að mæta æfingar hjá KR en er jafnframt mjög spennt fyrir að komast út í atvinnu- mennsku. „Þetta líf heillar,” segir Þórunn sem dreymir líka um að vera með á EM í Finnlandi. „Það er alveg raunhæft að stefna á það að kom- ast til Finnlands en ég þarf að gera ýmislegt til þess að koma mér í þennan hóp. Ég held að þessi ferð til Brasilíu hafi samt ekki skemmt fyrir,“ sagði Þórunn að lokum. ÞÓRUNN HELGA JÓNSDÓTTIR, LEIKMAÐUR KR OG SANTOS: TVÖFALDUR BIKARMEISTARI Á ÁRINU 2008 Það mátti ekki koma við andstæðinginn > Guðjón kemur sterklega til greina Forráðamenn C-deildarfélagsins Crewe á Englandi eru enn ekki búnir að gera upp hug sinn um hver verði ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri félagsins. Guðjón Þórðarson og John Ward, fyrrverandi stjóri Carlisle, eru almennt taldir líklegastir til þess að berjast um starfið. Dario Gradi, bráðabirgðastjóri Crewe sem stýrði félaginu einnig frá árunum 1983-2007, reiknar með því að sinna sínu hlutverki enn á annan í jólum. „Það eru 99,9 prósent líkur á því að ég verði enn bráðabirgðastjóri þegar við mætum Oldham á annan í jólum en það er spurning með leikinn gegn Hartlepool 28. des,“ segir Gradi í samtali við BBC Sports í gær. FÓTBOLTI Arsenal fékk slæm tíðindi í gær þegar í ljós kom að fyrirliðinn Cesc Fabregas verður frá vegna meiðsla, sem hann hlaut eftir tæklingu landa síns Xabi Alonso hjá Liverpool í leik félaganna um helgina, í þrjá til fjóra mánuði. „Þetta eru slæm tíðindi og útlit fyrir að hann verði ekki klár fyrr en eftir þrjá til fjóra mánuði. Við vitum samt að Cesc mun leggja hart að sér til þess að verða leikfær fyrir þann tíma,“ segir Wenger á blaðamannafundi. - óþ Meiðsli Fabregas slæm: Fjórir mánuðir? VONBRIGÐI Cesc Fabregas verður frá vegna meiðsla í langan tíma hjá Arsenal. NORDIC PHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Boðið er upp á sannkallaða körfuboltaveislu á jóladag þegar erkifjendurnir Los Angeles Lakers og Boston Celtics mætast en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 22. Bæði lið hafa leikið frábærlega til þessa í vetur. - óþ. Stórleikur Lakers og Celtics: Jólaveisla NBA STÓRLEIKUR Kobe Bryant og félagar í Lakers mæta Celtics. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Spænska stórliðið Real Madrid hélt blaðamannafund í gær til þess að kynna nýjasta leikmann sinn, Lassana Diarra, sem skrifaði þá undir fjögurra og hálfs árs samning. Madridingar þurftu að greiða Portsmouth 20 milljónir punda fyrir hinn 23 ára gamla franska miðjumann sem lék áður með Le Havre, Chelsea og Arsenal. - óþ Blaðamannafundur hjá Real: Diarra kynntur Á BERNABEAU Diarra lék listir sínar fyrir blaðamenn í gær. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Fótboltaáhugamenn fá nóg fyrir sinn snúð yfir jólin þar sem enski boltinn mun rúlla áfram. Heil umferð fer fram á annan í jólum og þar á meðal eru nokkrir áhugaverðir leik- ir. Spútniklið Aston Villa mætir Arsenal en leikmenn Villa hafa komið hressilega á óvart í vetur og eru af mörg- um taldir hve líklegastir til að stíga fram og brjóta hefð „topp fjögur“ félaganna í lok leiktíðar. Þá mæta Englandsmeistarar Manchester United til leiks að nýju í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur í HM félagsliða í japan og mæta Stoke, Liver- pool leikur gegn Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton og Chelsea fær botnlið WBA í heimsókn. Annars er risið búið að vera misjafnt á topplið- unum upp á síðkastið eins og sést þegar síðustu fimm deildarleikirnir eru skoðaðir (sjá töflu). - óþ Það verður ekki slegið slöku við í ensku úrvalsdeildinni yfir jólahátíðina: Heil umferð á annan í jólum HEITIR Gabriel Agbonlahor og félagar í Aston Villa hafa spilað vel í vetur. NORDIC PHOTOS/AFP ÁRANGUR TOPPLIÐANNA -Stigum náð í síðustu fimm leikjum Aston Villa (3. sæti) 11 af 15 stigum Man. Utd (4. sæti) 11 af 15 Arsenal (5. sæti) 8 af 15 Liverpool (1. sæti) 7 af 15 Chelsea (2. sæti) 6 af 15 ENSKA ÚRVALSDELDIN -Leikir á annan í jólum Stoke-Man. Utd kl. 12.30 Stöð2Sport2 Chelsea-WBA kl. 13 Stöð2Sport3 Portsmouth-W. Ham kl. 13 Stöð2Sport4 Tottenham-Fulham kl. 13 Stöð2Sport5 Liverpool-Bolton kl. 14.45 Stöð2Sport2 M‘boro-Everton kl. 14.45 Stöð2Sport4 Man. City-Hull kl. 14.45 Stöð2Sport3 Sunderl.-B‘burn kl. 14.45 Stöð2Sport5 Wigan-Newcastle kl. 14.45 Stöð2Sport6 A. Villa-Arsenal kl. 17.15 Stöð2Sport2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.