Fréttablaðið - 17.01.2009, Side 60

Fréttablaðið - 17.01.2009, Side 60
8 matur Í E L D H Ú S K R Ó K N U M Einn af þeim réttum sem Nor-bert býr til eru bollur úr því sem til er í grænmetiskörf- unni hverju sinni. Þó í uppskrift- inni geri hann ráð fyrir gulrót, hvítlauk, púrrulauk eða selleríi segir hann mega sleppa því og setja eitthvað annað í staðinn. „Aðalatriðið er að krydda bollurn- ar vel og steikja við vægan hita, þá verða þær bragðmeiri en ella,“ segir hann. Norbert er frá Þýskalandi og hefur hreiðrað um sig í Hvera- gerði. Kom fyrst til Íslands 1980 sem ferðamaður og settist hér að 1984 því ástin varð á vegi hans. „Ég lít heiminn aðeins öðrum augum en margir. Kannski eins og marsbúi!,“ segir hann og hefur húmorinn á réttum stað. Ægis- nafnið valdi hann þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt. „Ég vildi hafa nafnið rammíslenskt en Fornleifur kom því miður ekki til greina. Mér var ráðlagt að heita Helgi Dagur, passlegra hefði kannski verið Erlendur Hreimur en ég valdi nafnið. Ægir, sem ég er mjög sáttur við.“ - gun GRÆNMETIS- BOLLUR 1 laukur ½ græn paprika ½ rauð paprika 1 sellerístöngull 1 tómatur ¼ púrrulaukur 1 hvítlauksrif 1 lítil gulrót 2-3 bollar hýðishrís- grjón, soðin (mega ekki vera blaut) 2 egg ½-1 bolli brauðrasp sjávarsalt/kryddsalt (Herbamare) pipar majoram Ítölsk kryddblanda eða Provence- kryddblanda Skerið grænmetið smátt. Blandið öllu saman og búið til flatar bollur. Steikið þær í ólívuolíu við lágan hita. Gerið fyrst eina prufubollu til að aðgæta hvort meira krydd þurfi). Bollurnar eru mjög góðar heitar með soðnum eða ofnbökuðum kartöflum og salati, hrísgrjónum og grænmeti, núðlum og fleiru. Kaldar eru þær góðar á brauð, til dæmis með sinnepi eða tómatsósu eða bara beint í munninn. Svo má frysta þær og hita með grænmeti. HVÍTLAUKSSMJÖR smjör hvítlaukslauf, skera mjög fínt eða pressa örlítill sírónusafi örlítið kryddsalt Blandið saman. GUACAMOLE 1 meðalstór lárpera (avocado), mjúk og græn að innan 1 rauður tómatur, mjúkur ferskur safi úr ¼ til ½ sítrónu 1 lítið hvítlauksrif kryddsalt Setjið í blandara og maukið. Borið fram með fersku salati (svo sem kínakáli, tómötum, agúrku og papriku) og salatsósu. GRÆNMETISBOLLUR ÁSAMT GÓÐU MEÐLÆTI Fyrir 4 Norbert segir að skipta megi um græn- metistegundir í bollunum. Aðalatriði að krydda vel Hann hefur áhuga á matargerð úr grænmeti, ræktar eigin garð og aðhyllist sjálf- bæra þróun. Norbert Ægir starfar sem hjúkrunarfræðingur á Heilsustofnun Nátt- úrulækningafélags Íslands í Hveragerði og heldur þar líka fyrirlestra um húmor. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Grænmetisbollur með ofnbökuðum kartöflum með hýði, hvítlaukssmjöri, salati og guacamole SAFAPRESSA sem ræður við stóra óskorna ávexti. Fæst í Byggt og búið á 16.900 krónur. AERO- GARDEN loft ræktunar- garðurinn gerir þér kleift að rækta krydd, salat, chili og tómata í íslensku vetrarmyrkri. Fæst í Kokku á 24.500 krónur. A M FERSKT OG NÝBAKAÐ brauð á hverj- um morgni. Brauðvélin fæst hjá Einari Farestveit og kostar 19.900 krónur. BLANDARI með gler- könnu og í burstuðu stáli. Fæst í Byggt og búið á 7.990 krónur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.