Fréttablaðið - 17.01.2009, Side 85

Fréttablaðið - 17.01.2009, Side 85
LAUGARDAGUR 17. janúar 2009 53 Á síðasta ári voru keyptir á Íslandi 1.578.005 bíómiðar fyrir tæpa 1,3 milljarða króna í kvikmyndahús- um landsins. Samkvæmt Smáís, samtökum myndrétthafa, er þetta aukning upp á 14,5% frá árinu 2007. Aðsóknarmesta myndin var Mamma Mia! en á hana seldust tæplega 119 þúsund miðar fyrir rúmar 102 milljónir króna. Í öðru sæti var Batman með rúmlega 69 þúsund selda miða fyrir tæp- lega 63 milljónir. Númer þrjú yfir tekjuhæstu myndirnar var Brúð- guminn með rúmlega 55 þúsund selda miða og námu tekjur henn- ar rúmum 60 milljónum. Bond- myndin Quantum of Solace seldi fleiri miða en Brúðguminn, eða tæp 63 þúsund, en tekjurnar numu aftur á móti rúmri 51 milljón, enda miðaverð á Bond lægra en á hinn íslenska Brúðguma. Samkvæmt tölum Smáís fór hver Íslending- ur fimm sinnum í bíó á síðasta ári miðað við höfðatölu. Aðsókn í bíó jókst MAMMA MIA! Söngvamyndin Mamma Mia! var langvinsælasta myndin á síðasta ári. Indísveitin Sonic Youth er að ljúka upptökum á nýrri plötu sem nefnist The Eternal og kemur út í júní. Síðasta plata sveitarinnar, Rather Ripped, kom út árið 2006. Þetta verður sextánda plata Sonic Youth og jafnframt sú fyrsta sem kemur út á vegum Matador-útgáfunnar. „Að fá tæki- færi til að vinna með hljómsveit sem hefur haft svona gríðarleg áhrif á okkur var eitthvað sem við gátum ekki hafnað,“ sagði í yfirlýsingu frá Matador eftir að samningurinn var í höfn. Sonic Youth, sem spilaði á Nasa fyrir þremur árum, gaf áður út hjá fyr- irtækinu DGC. Sonic Youth klárar plötu SONIC YOUTH Indísveitin áhrifamikla gefur út sína sextándu plötu í júní. Vandræðagemlingurinn Pete Doherty virðist hafa tekið sig saman í andlitinu eftir að hann var fangelsaður í maí í fyrra því fyrsta sólóplata hans kemur út níunda mars næstkomandi. Gra- ham Coxon, gítarleikari Blur, spilar í nánast öllum lögum plöt- unnar. „Mér líkar mjög vel við Pete. Hann er fyndinn, hlýlegur og heillandi. Sum laganna snertu mig djúpt og mér finnst textarnir líka mjög góðir,“ skrifaði Coxon á bloggsíðu sinni. Upptökustjóri var Stephen Street, sem tók ein- mitt upp Blur-plöturnar Park- life og The Great Escape. Hann stjórnaði einnig upptökum á plötu Dohertys og félaga í Baby- shambles, Shotters Nation. Sólóplata frá Pete Doherty PETER DOHERTY Doherty gefur út sína fyrstu sólóplötu í mars næstkomandi. Will Smith segist ekki myndu neita því að leika nýkjörinn Bandaríkjaforseta, Barack Obama, í kvikmynd ef honum byðist hlutverkið. Þó svo að leikarinn sé mik- ill aðdáandi Obama segist hann ekki hafa í hyggju að feta í fót- spor Ronalds Reagan og Arnolds Schwarzenegger og færa sig úr leiklistinni yfir í stjórnmál. Hann segir það mun skemmtilegra að vera kvikmyndastjarna og þurfa ekki að færa fólki sorgarfregnir. Smith hefur jafnframt lýst yfir áhuga sínum á að leika fyrr- um forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela, og söngvarann Marvin Gaye í myndum um líf þeirra. Vill leika Obama Rokkhljómsveitin Metallica, gítarsnillingurinn Jeff Beck og rappsveitin Run DMC eru á meðal þeirra flytjenda sem verða vígðir inn í Frægðarhöll rokks- ins í vor. Athöfnin verður haldin í Cleveland í Ohio fjórða apríl. „Við höfum alltaf farið okkar eigin leiðir. Tuttugu og sjö, átta árum síðar erum við enn hérna,“ sagði trommari Metallica, Lars Ulrich. Metallica í Frægðarhöll %40 Korputorgi. Opið: mán-fös kl. 11-19, lau kl. 10-18, sun kl. 12-18 af notu ðum bí lum ...og jaf nvel me ira! Opið um helg ina! 10-18 laugardag 12-18 sunnudag BÍLAOUTLET NOTAÐIR BÍLAR Á SPOTTPRÍS KORPUTORGI Vel yfi r 300 bíla r Einstak t verð! GERÐU EI NSTÖK KA UPÚTSALA Fólksbíla r Jepp ar Sen diferðab ílar Litl ir bílar Stórir b ílar Jep plingar Smábíla r

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.