Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 85
LAUGARDAGUR 17. janúar 2009 53 Á síðasta ári voru keyptir á Íslandi 1.578.005 bíómiðar fyrir tæpa 1,3 milljarða króna í kvikmyndahús- um landsins. Samkvæmt Smáís, samtökum myndrétthafa, er þetta aukning upp á 14,5% frá árinu 2007. Aðsóknarmesta myndin var Mamma Mia! en á hana seldust tæplega 119 þúsund miðar fyrir rúmar 102 milljónir króna. Í öðru sæti var Batman með rúmlega 69 þúsund selda miða fyrir tæp- lega 63 milljónir. Númer þrjú yfir tekjuhæstu myndirnar var Brúð- guminn með rúmlega 55 þúsund selda miða og námu tekjur henn- ar rúmum 60 milljónum. Bond- myndin Quantum of Solace seldi fleiri miða en Brúðguminn, eða tæp 63 þúsund, en tekjurnar numu aftur á móti rúmri 51 milljón, enda miðaverð á Bond lægra en á hinn íslenska Brúðguma. Samkvæmt tölum Smáís fór hver Íslending- ur fimm sinnum í bíó á síðasta ári miðað við höfðatölu. Aðsókn í bíó jókst MAMMA MIA! Söngvamyndin Mamma Mia! var langvinsælasta myndin á síðasta ári. Indísveitin Sonic Youth er að ljúka upptökum á nýrri plötu sem nefnist The Eternal og kemur út í júní. Síðasta plata sveitarinnar, Rather Ripped, kom út árið 2006. Þetta verður sextánda plata Sonic Youth og jafnframt sú fyrsta sem kemur út á vegum Matador-útgáfunnar. „Að fá tæki- færi til að vinna með hljómsveit sem hefur haft svona gríðarleg áhrif á okkur var eitthvað sem við gátum ekki hafnað,“ sagði í yfirlýsingu frá Matador eftir að samningurinn var í höfn. Sonic Youth, sem spilaði á Nasa fyrir þremur árum, gaf áður út hjá fyr- irtækinu DGC. Sonic Youth klárar plötu SONIC YOUTH Indísveitin áhrifamikla gefur út sína sextándu plötu í júní. Vandræðagemlingurinn Pete Doherty virðist hafa tekið sig saman í andlitinu eftir að hann var fangelsaður í maí í fyrra því fyrsta sólóplata hans kemur út níunda mars næstkomandi. Gra- ham Coxon, gítarleikari Blur, spilar í nánast öllum lögum plöt- unnar. „Mér líkar mjög vel við Pete. Hann er fyndinn, hlýlegur og heillandi. Sum laganna snertu mig djúpt og mér finnst textarnir líka mjög góðir,“ skrifaði Coxon á bloggsíðu sinni. Upptökustjóri var Stephen Street, sem tók ein- mitt upp Blur-plöturnar Park- life og The Great Escape. Hann stjórnaði einnig upptökum á plötu Dohertys og félaga í Baby- shambles, Shotters Nation. Sólóplata frá Pete Doherty PETER DOHERTY Doherty gefur út sína fyrstu sólóplötu í mars næstkomandi. Will Smith segist ekki myndu neita því að leika nýkjörinn Bandaríkjaforseta, Barack Obama, í kvikmynd ef honum byðist hlutverkið. Þó svo að leikarinn sé mik- ill aðdáandi Obama segist hann ekki hafa í hyggju að feta í fót- spor Ronalds Reagan og Arnolds Schwarzenegger og færa sig úr leiklistinni yfir í stjórnmál. Hann segir það mun skemmtilegra að vera kvikmyndastjarna og þurfa ekki að færa fólki sorgarfregnir. Smith hefur jafnframt lýst yfir áhuga sínum á að leika fyrr- um forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela, og söngvarann Marvin Gaye í myndum um líf þeirra. Vill leika Obama Rokkhljómsveitin Metallica, gítarsnillingurinn Jeff Beck og rappsveitin Run DMC eru á meðal þeirra flytjenda sem verða vígðir inn í Frægðarhöll rokks- ins í vor. Athöfnin verður haldin í Cleveland í Ohio fjórða apríl. „Við höfum alltaf farið okkar eigin leiðir. Tuttugu og sjö, átta árum síðar erum við enn hérna,“ sagði trommari Metallica, Lars Ulrich. Metallica í Frægðarhöll %40 Korputorgi. Opið: mán-fös kl. 11-19, lau kl. 10-18, sun kl. 12-18 af notu ðum bí lum ...og jaf nvel me ira! Opið um helg ina! 10-18 laugardag 12-18 sunnudag BÍLAOUTLET NOTAÐIR BÍLAR Á SPOTTPRÍS KORPUTORGI Vel yfi r 300 bíla r Einstak t verð! GERÐU EI NSTÖK KA UPÚTSALA Fólksbíla r Jepp ar Sen diferðab ílar Litl ir bílar Stórir b ílar Jep plingar Smábíla r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.