Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 1

Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 É Sígilt og endingargottSvanhildur Einarsdóttir hefur mikinn áhuga á fötum og rekur nú bLaugaveginum. Þar fást litskrúðug k Svanhildur er ekki alveg viss um hvað kalla skuli flíkina frá Henrik Vibskov en lýsti henni þó sem nokkurs konar anorakk eða mussu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HAPPYGREENKIDS.IS er netverslun sem selur meðal annars barnafatnað úr lífrænt ræktaðri bómull. Í netversluninni er að finna föt á börn að fimm ára aldri, leikföng, hand-klæði, rúmföt og gjafavöru. þorrinnFIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Manndómsvígsla í FramsóknSigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að skella sér á þorrablót Framsóknarflokksins. SÍÐA 2 STJÓRNMÁL Harðri andstöðu við ríkisstjórnarsamstarfið var lýst á fjölmennum fundi Samfylkingar- félagsins í Reykjavík í gærkvöldi. Þingmenn jafnt sem almennir flokksmenn sögðu rétt að kjósa í vor. Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar, og Lúðvík Bergvinsson þingflokks- formaður vilja báðir að kosið verði í vor. Raunar er meirihluti þing- flokksins þeirrar skoðunar. Geir H. Haarde forsætisráð- herra er á öðru máli. Hann telur mikið glapræði að efna til kosninga nú enda standi ríkisstjórnin í stór- ræðum. Geir segir Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur utanríkisráðherra hafa staðfest við sig í símtali í gær að stjórnarsamstarf Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingarinnar væri ekki í hættu. Á fundi þingflokks Sjálfstæð- isflokksins í gær voru margar hliðar pólitíska og þjóðfélagslega ástandsins ræddar. Þótt þingmenn væru sammála um að óábyrgt væri að boða til kosninga nú eru sumir þeirra þeirrar skoðunar að nauð- synlegt sé að tímasetja kosningar. Með því væri mögulegt að koma á ró í samfélaginu. Í Kastljósi Sjón- varpsins í gærkvöldi sagði Geir ekkert mæla gegn því að kjósa næsta vetur. Geir hefur verið gagnrýndur af samflokksmönnum sínum fyrir að beita sér ekki fyrir breytingum á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármála- eftirlits. Á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi sagði Lúð- vík Bergvinsson nauðsynlegt að gera mannabreytingar í stofnun- um tveimur. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði í gær flokk sinn reiðubúinn að verja minnihlutastjórn Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna falli, gegn því að efnt verði til kosninga fyrir apríllok. Samfylkingin hefur ekki áhuga á slíku stjórnarsam- starfi en Steingrímur J. Sigfússon fagnaði hugmyndinni. Áfram var mótmælt af krafti við Alþingi í gær þar sem talið er að vel á þriðja þúsund mótmælendur hafi komið saman. Mótmælendur tóku sér einnig stöðu við Stjórnarráðið þar sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra þurfti aðstoð lögreglu við að kom- ast frá Stjórnarráðinu. Á níunda tímanum í gærkvöldi kom hópur mótmælenda saman við Þjóðleikhúsið þar sem Samfylking- arfélagið í Reykjavík fundaði um framtíð stjórnarsamstarfsins. Rætt verður um stöðu efnahags- mála og horfur á vinnumarkaði á þingfundi sem hefst klukkan hálf ellefu í dag. - bþs / sjá síður 4, 6, 8 og 10 FIMMTUDAGUR 22. janúar 2009 — 20. tölublað — 9. árgangur Það væri gríðarlegt ólán fyrir allan almenning í landinu ... Kosningar í vor væru mikið glapræði. GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA SVANHILDUR EINARSDÓTTIR Fjölbreytt notagildi flíkurinnar heillaði • tíska • börn Í MIÐJU BLAÐSINS VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ Í GÆR Geir H. Haarde forsætisráðherra þurfti liðsinni lögreglu við að komast frá Stjórnarráðinu í gær. Talið er að um þúsund mótmælendur hafi verið samankomnir og héldu þeir uppi kröfu um að boðað yrði til kosninga án tafar. Geir afboðaði fund með blaðamönnum sem fara átti fram um kaffileytið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞORRINN Þorramatur, drykkir og hátíðabúningar Sérblað um þorrann FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Jákvæðari viðhorf Q-félag hinsegin stúdenta fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir. TÍMAMÓT 26 Opið til 21 STORMUR Í dag verður víða norðaustan hvassviðri eða stormur, hvassast suðaustan til og síðan norðvestan til síðdegis. Rigning eða slydda suðaustan og austan til, snjó- eða slydduél nyrðra annars úrkomulítið. VEÐUR 4 1 1 3 4 2 Ungur og efnilegur Hinn fjórtán ára Valur Orri Vals- son hjá Njarðvík er yngsti leikmað- ur úrvalsdeild- arinnar í körfubolta. ÍÞRÓTTIR 42 Mikil spenna Tilnefningar til Ósk- arsverðlaunanna verða kynntar í dag. ÁRNI RÚNAR HLÖÐVERSSON Ætlar að kæra lögregluna Sárt að fá kylfur í bakið fyrir friðsöm mótmæli FÓLK 46 VEÐRIÐ Í DAG Krafa um stjórnarslit og kosningar í vor Samfylkingarfélagið í Reykjavík vill slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins eykst krafa um að flýta kosningum. Forsætisráð- herra segir glapræði að efna til kosninga nú. Mótmælt er víða um land. STJÓRNMÁL Mótmælendur veittust að bíl Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra við Stjórnarráðið í gær. Þeir hentu eggjum í bifreið hans og kröfðust þess að boðað yrði til kosninga án tafar. Geir þurfti aðstoð lögreglu við að komast af bílastæði sínu. Aðspurður viðurkenndi Geir að sér hafi verið brugðið við ágang fólksins. - shá Stjórnarráðið í gær: Mótmælendur veittust að Geir KVIKMYNDIR 34 Sérgáfur til góðs Thorkil Sonne vill nýta krafta einhverfra á vinnumarkaði. TILVERA 14

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.