Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 22.01.2009, Qupperneq 4
4 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Það væri „mikið glapræði“ að efna til kosninga nú, að mati Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins fund- aði í Valhöll í gær. Að sögn Geirs var um hefðbundinn þingflokks- fund að ræða en ekki viðbrögð við atburðum síðustu daga. „Við erum að vinna okkar störf eins og gert er ráð fyrir.“ Spurður hvort ríkisstjórnarsam- starfið væri í hættu sagði Geir svo ekki vera, það hefðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, staðfest í samtali fyrr um daginn. Geir telur það ábyrgðarleysi að boða til kosninga eins og sakir standa. „Það væri gríðarlegt ólán fyrir allan almenning í landinu, fyrir þá sem hugsanlega eru að missa vinnuna, fyrirtækin sem eru að berjast í bökkum, því það væri ekki hægt að klára stóru málin sem snúa að bönkunum, erlendum lánardrottnum og öllum þeim verkefnum sem fram undan eru. Að hlaupa frá því núna til að kalla á kosningar í vor væri mikið glapræði.“ Um mótmælin í gær og í fyrra- dag sagði Geir að hann teldi ekki ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða til að koma á ró; fólk hafi fullan rétt á að mótmæla, en brjóti fólk af sér sjái lögreglan um það. „Lögreglan hefur staðið sig afar vel í þessum erfiðu aðstæðum, sýnt mikla þolinmæði og stjórn- visku, finnst mér, og við vonum að hún haldi áfram að ráða við sín verkefni.“ Geir gerir lítið úr áhrifum mót- mælanna á störf Alþingis; þingið hafi haldið sínu striki á þriðjudag og fundað meðan ástæða þótti til. Fundi hafi hins vegar verið frestað í gær til þess að geta betur und- irbúið umræðu um efnahagsmál í dag. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins verður haldinn um aðra helgi. Geir segir það óbreytt að hann ætli að gefa kost á sér í for- mannsembætti. Hann hefur ekki áhyggjur af því að mótmælend- ur setji strik í reikninginn. „Við vitum ekkert hvernig það verður. Ég held að það þurfi allir að reyna að róa sig niður í þessum efnum. Þó að fólk hafi fullan rétt á því að mótmæla þá er það ekki við hæfi að gera aðsúg að valdastofnunum samfélagsins eins og gert hefur verið.“ bergsteinn@frettabladid.is Allt við suðumark LOKA- DAGAR RISAÚT SÖLUNN AR Í DAG, F ÖSTUDA G OG LA UGARD AG VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 1 -3 1 1 1 3 5 4 5 2 1 16 14 10 13 15 20 15 18 10 16 20 28 1 3 1 3 5 54 2 4 5 Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 15° 7° 7° 5° 3° 7° 4° 1° 2° 3° 19° 10° 2° 16° 1° 10° 12° 1° Á MORGUN 18-25 m/s norðvestan og vestan til annars 8-15 m/s LAUGARDAGUR 18-23 m/s á Vestfjörð- um og Snæfellsnesi annars 5-13 m/s STORMASAMT Í dag verður víða stormasamt á landinu og sýnu hvassast suðaustanlands, á miðhálendinu og síðan á Vestfjörðum og norðvestan til síðdegis. Á morgun og hinn verður áfram norðaustanstormur á Vestfjörðum og víða norðvestan og vestan til með snjókomu eða slyddu. Suðvestanvert landið verður almennt úrkomuminnst næstu daga. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Glapræði að kjósa í vor Forsætisráðherra segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki í hættu og telur það ábyrgðarleysi að boða til kosninga. Ekki sé ástæða til að bregðast við mótmælum síðustu daga. Hann hvetur fólk til þess að róa sig. VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ Aðsúgur var gerður að Geir H. Haarde forsætisráðherra í gær þegar hann yfirgaf Stjórnarráðið. Mótmælendur eltu Geir að forsætisráðherrabílnum sem komst ekki frá Stjórnarráðinu fyrr en lögreglan hafði rýmt leið fyrir bílinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innan úr þingflokki Sjálfstæðis- flokksins heyrist: ■ Að stjórnarslit sem og tímasetn- ing kosninga hafi verið rædd á þingflokksfundinum í gær. Umræður í samfélaginu séu einfaldlega þess eðlis að ekki hafi verið hjá því komist. ■ Samdóma niðurstaða fundarins var að það væri óábyrgt að boða til kosninga við þær aðstæður sem eru í samfélaginu og ríkis- stjórnin verði að beina kröftum sínum að tvennu. Viðreisn fjármálakerfisins og aðgerðum sem sniðnar verða að þörfum heimilanna. Þegar þeirri vinnu er lokið sé hins vegar eðlilegt að ræða um kosningar. ■ Mikil spenna sé á milli stjórnar- flokkanna en samband formann- anna, Ingibjargar og Geirs, sé gott og þau ræðist við reglulega. ■ Sívaxandi óánægja innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins með að forsætisráðherra hafi ekki beitt sér fyrir breytingum á embættis- mannakerfinu, og er þar vísað til Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Það hafi veikt stöðu formannsins og jafnframt séu slíkar breytingar forsenda áframhaldandi stjórnar- samstarfs. ■ Vegna óróa í samfélaginu, sem hefur kristallast í mótmælaað- gerðum undanfarna daga, sé nauðsynlegt að skýra fyrir fólki hvort og hvenær boðað verði til kosninga. Þar komi til greina að menn komi sér saman um dagsetningu kosninga; að öðrum kosti muni alda mótmæla rísa enn hærra. ■ Samverkamenn Geirs hafa þrýst mjög á hann að bregðast við á sýnilegan hátt. ■ Ekki sé endilega þörf á mikilli endurnýjun í þingflokknum í heild en ráðherraliðið muni klár- lega taka miklum breytingum. - shá Samflokksmenn þrýsta á Geir Mótmælendur umkringdu bíl Geirs H. Haarde forsætisráð- herra við Stjórnarráðið í gær. Þeir köstuðu eggjum í bílinn og börðu hann að utan þar til lög- regla skakkaði leikinn og Geir ók burt. Hann segir að sér hafi brugðið. „Ég viðurkenni það fúslega að mér brá. Þetta var ekki skemmti- legt upplifun.“ Geir vonar að þetta sé ekki vísir að því sem koma skal. „Við erum nú vön því hér á Íslandi að sýna samborgurunum virðingu og leyfa fólki að komast óhindrað ferða sinna. Ég vona svo sannar- lega að það verði ekki breyting á því og að allir nái áttum í þessu máli.“ - bs Umkringdu forsætisráðherra: Geir vonar að allir nái áttum Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, telur rétt og eðlilegt að fyrir liggi skýrsla nefndar Alþingis sem rannsakar aðdraganda og orsök falls bankanna áður en gengið verði til kosninga. Þjóðin þurfi upplýsingar áður en hún kýs. Guðjón segir ástandið í þjóð- félaginu slæmt en Alþingi og ríkisstjórn – hvort heldur sú er situr eða þjóðstjórn – þurfi að einhenda sér í að setja lög sem stuðli að því að verja heimilin og atvinnulífið. - bþs Formaður Frjálslynda flokksins: Vill upplýsingar fyrir kosningar „Ef það tekst ekki að koma bankakerfinu í eðlilegt horf á næstu mánuðum þá dýpkar kreppan, gjaldþrotum fjölg- ar og atvinnuleysið verður enn meira,“ segir Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir viðreisn bankanna stærsta verkefnið áður en gengið verður til kosninga. Illugi segir að stjórnin eigi að sitja á meðan hún telur að hún geti unnið landinu gagn. Hins vegar kæmi það honum á óvart ef hún starfaði út kjörtímabil- ið. „Það er heldur engin ástæða til að streða við það í sjálfu sér.“ Hann segir að þrátt fyrir aðgerð- ir til að hjálpa heimilunum í land- inu sé mikið enn ógert þar. „Það er líka kaldur raunveruleiki að það verður ekki hægt að hjálpa öllum. Það er það hörmulegasta í þessu öllu saman.“ - shá Illugi Gunnarsson: Fjármálakerfið er í forgangi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.