Fréttablaðið - 22.01.2009, Page 6

Fréttablaðið - 22.01.2009, Page 6
6 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Meirihluti þingflokks Samfylkingar hefur, ýmist nú eða fyrir áramót, sagst vilja kosningar í vor. Um leið verða efasemdaraddir um núverandi stjórnar- samstarf háværari meðal þingmanna flokksins. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður flokksins, sagðist í gær vilja kjósa í vor. „Kosningar eru nauð- synlegur liður í þeirri uppbyggingu sem nú fer í hönd,“ segir Ágúst. Stjórnarsamstarfið var rætt á þingflokksfundi flokksins í gær. Lúðvík Bergvinsson sem er for- maður þingflokksins segir að taka eigi hugmynd- ir varaformannsins um vorkosningar til skoðunar. „Það var mikill einhugur um það að vinna þjóðinni eins vel og nokkur er kostur, hlusta á hana og fylgja hennar ráðleggingum.“ Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist skilja kröfu almennings um kosningar. „Ríkisstjórn- in hefur unnið sér inn reiði almennings með því að standa ekki við þær hreinsunaraðgerðir sem menn hafa viljað; til dæmis hvað varðar Seðlabankann og þá sem bera ábyrgð á bankahruninu.“ Þingmennirnir Karl V. Matthíasson og Guðbjart- ur Hannesson sögðust í samtali við Fréttablað- ið vera opnir fyrir kosningum í vor. Áður höfðu Björgvin G. Sigurðsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Katrín Júlíusdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ellert B. Schram öll tekið í svipaðan streng. - kóp, ss Allt við suðumark Peningabréf Landsbankans OPINN FUNDUR Laugardalshöll fi mmtud. 22. jan. kl. 20:00 Réttlæti.is, samtök sem berjast fyrir réttlátu uppgjöri á Peningabréfum Landsbankans, boða til opins fundar fi mmtudaginn 22. janúar kl. 20. Fundarstaður: Íþróttahöllin í Laugardal, inngangur A, salur 1 Fundarefni m.a.: Stutt kynning á starfsemi RÉTTLÆTIS.is Hilmar Gunnlaugsson hrl. fer yfi r lagalegu hliðina. Fyrirspurnir o.fl . rettlaeti@rettlaeti.is - www.rettlaeti.is „Við bjóðumst til að leysa úr málum með þessum hætti og koma þannig á ríkisstjórn sem getur tekið á málum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, sem í gær bauðst til að verja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna falli á meðan kosn- ingar yrðu undirbúnar. Það er háð því að kosið verði fyrir 25. apríl. Sigmundur Davíð segir að í raun séu Framsóknarmenn að bjóðast til að höggva á hnútinn. Svo virð- ist sem ríkisstjórnin sé strand. „Einnig viljum við að boðað verði til stjórnlagaþings sem semji nýja stjórnarskrá og að svo verði geng- ið til kosninga ekki seinna en í lok apríl.“ Sigmundur Davíð segir ein- hug í þingflokki Framsóknarflokks- ins um að bjóða þessa leið. Hann segir ljóst að stór hluti samfylking- armanna sé mjög ósáttur við ríkis- stjórnarsamstarfið. Við erum nátt- úrulega í sam- starfi með Sjálf- stæðisflokknum og því samstarfi hefur ekki verið slitið og því ekki t ímabært að ræða þetta núna. Hins vegar er athyglisvert að þeir skuli lýsa því yfir og hafa á okkur mikið traust og við fögnum því,“ segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokks- formaður Samfylkingar. Hann segir ekki verða rætt við aðra á meðan á núverandi samstarfi stendur. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, fagnar tilboði Framsóknarflokks. „Þetta sam- rýmist okkar meginkröfu um að kosið verði sem fyrst. Ég fagna því að Framsóknarflokkurinn taki af skarið með að hann vilji kosningar. Það hefur verið okkar meginkrafa allan tímann. Þetta endurspeglar þá skoðun flestra að kosningar séu óumflýjanlegar; það sé ekki spurn- ing um hvort heldur hvenær. Ein- hvern veginn þarf að haga stjórnun landsins á meðan og það er ágætt að afstaða Framsóknarflokks ligg- ur fyrir.“ „Geir H. Haarde, forsætisráð- herra, segir stjórnina standa traust- um fótum. Hann er ekki hissa á tilboði Framsóknar. „Mér finnst ekkert skrítið að nýr formaður í Framsóknarflokki vilji láta til sín taka með einhverjum hætti strax. Maður skilur þetta út frá því sjón- armiði. En það gildir sem ég sagði áðan að það væri mikið ábyrgðar- leysi að ætla að stefna þjóðinni í kosningar á næstu vikum.“ olav@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Samfylkingin þiggur ekki boð Framsóknar Framsóknarflokkurinn býðst til að verja vinstri stjórn falli verði kosið fyrir 25. apríl. Formaður Vinstri grænna fagnar og segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórn. Samfylkingin segist ekki ræða við aðra á meðan hún er í stjórnarsamstarfi. SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON ELDAR Á AUSTURVELLI Til harðra mótmæla kom á Austuvelli í gær, annan daginn í röð, þar sem mótmælendur kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar og að boðað yrði til kosn- inga. Ólíkt mótmælunum á þriðjuaginn fóru mótmælin í gær að mestu fram framan við Alþingishúsið og á Austurvelli enda hafði lögreglan lokað Alþingisgarðinum. Meirihluti þingflokks Samfylkingarinnar hefur sagst vilja kjósa í vor: Líkur á vorkosningum aukast „Ég taldi nauðsynlegt að eiga fund með formönnum stjórn- málaflokkanna til að fara yfir fyrirhugaða umræðu [í dag], sem verður skýrsla forsætisráð- herra,“ segir Sturla Böðvars- son, forseti Alþingis um frestun þing- fundar í gær. Hann fund- aði tvisvar í gær, fyrst með formönnum þingflokka um morguninn og svo með formönnum stjórnmála- flokkanna eftir hádegi. Hann segir ástæðu fyrir frest- un þingfundar tvíþætta. Annars vegar hafi starfsfólk þingsins þurft næði til að koma öllu í röð og reglu. Þá hafi hann talið mik- ilvægt að þingmenn fengju tíma til að undirbúa sig undir umræðu dagsins í dag. Auk þessa hafi verið skipulagðir þingflokksfund- ir í gær. Aðspurður hvort hann telji að mótmælin haldi ekki áfram í dag og muni trufla þingfund segir Sturla: „Ég vona að þó að mót- mælin séu hávær og mikilvæg, þá fáum við frið til að sinna skyldum okkar hér innandyra.“ - ss Þingforseti frestaði fundi: Vonast eftir vinnufriði STURLA BÖÐVARSSON „Engin lýðræðisleg stjórn getur sleppt því að svara jafn umfangs- miklum mótmælum og hafa verið í gangi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hún segir ríkis- stjórninni ýmsar leið- ir færar til að bregðast við kröfum almenn- ings. Forsætisráð- herra geti sagt af sér og í kjöl- far þess rjúfi forseti þing og boði til kosninga. Ríkisstjórnin geti kallað minni- hlutann til samstarfs og mynd- að þjóðstjórn. Önnur leið sé að mynda bráðabirgðastjórn sem sitji fram að boðuðum kosning- um. Aðrir möguleikar geti falist í myndun neyðarstjórnar og/eða minnihlutastjórnar. „Ef við setjum þetta í samhengi við Bandaríkin jafngilda mót- mælin á þriðjudag því að tvær milljónir manna hefðu mótmælt fyrir utan þinghúsið. Ríkisstjórn- in verður að bregðast við þessum þrýstingi.“ - hhs Silja Bára Ómarsdóttir: Margar leiðir eru færar SILJA BÁRA ÓMARSDÓTTIR AÐ LOKNUM ÞINGFLOKKSFUNDI Lúðvík Bergvinsson segir ein- hug um að fylgja ráðleggingum þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Lögreglan beitir piparúða á íslenska mótmælendur“ er fyrir- sögnin á frétt Reuters-fréttastof- unnar um mótmælin á Austur- velli. Fréttir af mótmælunum birt- ust í mörgum helstu fjölmiðlum heims, þar á meðal á vefsíðum breska útvarpsins BBC og bresku dagblaðanna Guardian, Times og Telegraph. Þá var sagt frá mót- mælunum víða á Norðurlöndum, svo sem í finnska og norska ríkis- útvarpinu. Skýrt er frá því að eitt til tvö þúsund manns hafi safnast saman fyrir utan Alþingishúsið, barið þar á potta og pönnur og tuttugu manns hafi verið hand- teknir. - gb / ghs Ísland í heimsfréttum: Piparúðinn vekur athygli GAS Valdbeiting íslenskra lögreglu- manna vekur athygli erlendra fjölmiðla. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.