Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 8
8 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Allt við suðumark Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík sími 515 5000, www.oddi.is Þeir lögreglumenn sem stóðu vaktina lengst við Alþingishúsið í fyrradag og aðfaranótt miðviku- dagsins voru að í allt að tuttugu klukkustundir, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuð- borgarsvæðinu. „Þetta er ómanneskjulegt álag. En við höfum það hlutverk að standa þarna og sinna okkar störf- um,“ segir lögreglustjóri. „Við reynum að þjálfa okkar mannskap þannig að hann sé undir þetta búinn. Við reyndum að hvíla menn eftir föngum, þannig að enginn væri allan tímann í fremstu línu. Við eigum ekki að þurfa að fara yfir tólf til fjórtán tíma vaktir.“ Spurður um aðstoð við lögreglumenn eftir að þeir hafa staðið vaktina við aðstæður eins og und- anfarna daga segir Stefán það einn stærsta þáttinn í stjórnun í mannfjöldastjórnunarhópi að stjórn- andinn og mennirnir í hópnum hafi til að bera þann styrk og þá sjálfstjórn sem til þurfi hverju sinni. „Ef eitthvað óvenjulegt gerist þá er unnið á því eftir á,“ útskýrir Stefán. „En það er hluti af þjálfun þessara lögreglumanna að þeir missi ekki stjórn á sér, fari ekki fram úr sjálfum sér og fylgi skýrt þeirri línu sem mörkuð hefur verið og hlýði þeim fyrirmælum sem gefin eru um valdbeitingu og annað.“ Stefán segir að eftir störf við erfiðar aðstæð- ur séu bæði fyrir hendi hefðbundin áfallahjálp og félagastuðningur við lögreglumenn. „Menn draga lærdóm af hverju verkefni og laga það sem betur má fara. Það er einn liðurinn af mörgum í þessu starfi að vinna úr þessari erfiðu reynslu fyrir hvern og einn lögreglumann.“ Spurður um hvort einhverjar ráðstafanir séu fyrir hendi hjá lögreglu fari starfsaðstæður versn- andi á næstu dögum vegna stöðunnar í samfélag- inu segir Stefán svo vera. „Það er ljóst að þetta kallar á aðstoð frá öðrum lögregluliðum. Það er okkar helsta úrræði. Þá gerum við breytingar á verkefnum lögreglumanna og færum til hliðar verk sem mega bíða. Hið góða við lögregluliðin í landinu er að þau vinna sem ein heild. Því eru allir boðnir og búnir til að senda fólk til aðstoðar þar sem er aflögufært.“ Stefán segir ekki vera til umræðu nú að auka búnað lögreglunnar. - jss Lögreglustjóri segir störf við erfiðar aðstæður kalla á áfallahjálp og stuðning: Þetta er ómanneskjulegt álag TRUMBURNAR SLEGNAR Mótmælendur mættu með ýmis verkfæri sem þeir nýttu til að valda sem mestum hávaða. AÐSÚGUR AÐ FORSÆTIS- RÁÐHERRA Þegar mót- mælendur fréttu af Geir H. Haarde forsætisráðherra í Stjórnarráðinu færðust mót- mælin þangað. Lögreglu- menn fylgdu ráðherra út úr Stjórnarráðinu og brugðust við af hörku þegar mót- mælendur létu ófriðlega við bifreið ráðherra. Eftir um klukkustundar mótmæli við Stjórnarráðið fluttust mótmælin svo aftur á Aust- urvöll. Í Dómkirkjunni fór útför fram og af tillitssemi við aðstandendur frestuðu mótmælendur aðgerð- um þar til útför var lokið. Mótmælin hófust aftur með því að mótmælendur sungu Öxar við ána og svo hélt slátturinn áfram. „Ég er hér að mótmæla þeim hroka sem ríkisstjórnin sýnir endalaust,“ segir Páll Gestsson mót- mælandi. „Friðsöm mót- mæli ganga ekki endalaust. Mér finnst kominn tími til að láta þing- menn heyra það og leiðin til þess er að hafa háreysti og læti svo þingmenn heyri.“ Hroki ríkis- stjórnarinnar „Ég er búin að segja ríkisstjórn- inni upp. Nú eru liðnir hundrað dagar frá hrun- inu og lítið sem ekkert hefur gerst, óhæf- an viðgengst enn þá. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mótmæli. Mér blöskraði svo atgangur lögreglunnar í gær að nú er ég komin,“ segir Berglind Birgisdóttir. Meðvitundar- laus ríkisstjórn „Ég er hér af sömu ástæðum og fólkið sem hefur safnast saman undanfarna hundrað daga,“ segir Kristján Skúlason. „Við viljum koma ríkisstjórninni burt, fá kosn- ingar og leyfa fólkinu að ráða hvaða ákvarð- anir verða tekn- ar. Ef það þarf byltingu þá verður svo að vera. Ég held því áfram að mæta þar til eitthvað gerist.“ Við viljum rík- is stjórnina burt „Ég er hér til að heimta kosn- ingar. Ég kaus Samfylkinguna á sínum tíma og mér finnst að það hafi eiginlega verið vörusvik. Ég er með pottlok- ið og sleifina í skólatöskunni þannig að þegar ég er ekki í skólanum þá er ég hér að mót- mæla. Ég held að þessi mót- mæli séu það áhrifaríkasta sem við höfum gert hingað til,“ segir Jónína Borgþórsdóttir. - ovd Vörusvik SKÝR SKILABOÐ Mótmælendur kröfðust þess að ríkisstjórnin segði af sér. ALÞINGISHÚSIÐ VARIÐ Eggjum og málningu var kastað í lögreglumenn sem stóðu vörð um Alþingishúsið í gær auk þess sem einhverjir mótmælendur hræktu á lögreglu- menn. Mótmælin fóru lengst af fram við Alþingishúsið og var talið að á tímabili hafi um tvö þúsund manns verið á svæðinu. FRÁ AUSTURVELLI Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk liðstyrk frá öðrum lögregluembættum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.