Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 14

Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 14
14 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Thorkil Sonne kynntist heimi einhverfra þegar hann eignaðist einhverfan son. Hann komst að því að fá tækifæri í atvinnulífinu bjóðast einhverfum ein- staklingum og tók ráðin í sínar hendur, stofnaði fyrir- tækið Specialisterne. „Sonur minn Lars greindist með einhverfu fyrir níu árum síðan, þriggja ára gamall. Þegar ég fór að skoða hvaða möguleika hann ætti í framtíðinni þá fannst mér þeir sorglega litlir,“ segir Thorkil Sonne. Eftir að hafa kynnt sér ein- hverfu fékk Thorkil þá hugmynd að stofna fyrirtæki sem nýtti hæfi- leika einhverfra, sem eru til að mynda miklir einbeitingarhæfi- leikar, miklir hæfileikar til að taka eftir smáatriðum og miklir hæfi- leikar til þess að hugsa á kerfis- bundinn hátt. Niðurstaðan varð fyrirtækið Specialisterne sem hann stofnaði fyrir fimm árum. „Segja má að starfsemi Specialisterne sé tví- þætt, annars vegar þjálfum við starfsfólk með einhverfu, kynn- umst þeim og komumst að hæfi- leikum þeirra. Hins vegar tökum við að okkur ýmiss konar verkefni fyrir fyrirtæki, öryggisprófanir og hugbúnaðarprófanir svo dæmi séu tekin.“ Verkefnin sem Specialisterne taka að sér henta einhverfum ein- staklingum vel, betur en venju- legu fólki sem skortir yfirleitt hæfileikann til þess að einbeita sér lengi og leita að smáatriðum. „Einhverfir eiga yfirleitt í erfið- leikum með félagslegu hliðina og geta ekki unnið í hópvinnu eins og mikil áhersla er á í atvinnulífinu,“ segir Thorkil en leggur áherslu á að hæfileikar einhverfra geti ein- mitt nýst einkar vel í atvinnulíf- inu, aðalatriðið snúist um að finna leið til að virkja þá. Sjálfur hafði Thorkil unnið í tölvugeiranum í fimmtán ár áður en hann sagði starfi sínu lausu til að stofna Specialisterne. „Þess vegna vissi ég að í þeim geira væri að finna verkefni sem myndu henta einhverfum mjög vel.“ Byrjunin gekk brösuglega enda segist Thorkil hafa stokkið pen- ingalaus út í djúpu laugina án þess að þekkja til fyrirtækjarekst- urs. Einnig tók tíma að sannfæra atvinnulífið um að einstaklingar með „fötlun“ gætu unnið verkefni jafn vel eða betur en „venjulegt“ fólk. „Fyrirtæki höfðu þá hugmynd að ekki þyrfti að greiða sömu laun fyrir verkið,“ segir Thorkil en Specialisterne er fyrirtæki rekið á samkeppnisgrundvelli og nýtur engra styrkja. Fyrirtækinu gengur vel 55 starfsmenn vinna hjá Specialist- erne, þar af 40 einhverfir. Þar fyrir utan eru 25 einhverfir einstakl- ingar í þjálfun hjá fyrirtækinu. Thorkil segir lykilatriði við vinn- una með einhverfum að undirbúa verkefnin vel og gefa starfsmönn- unum skýr fyrirmæli. Reyndin hafi síðan verið að flest verkefnin eru unnin hjá fyrirtækjunum, sem hafi komið á óvart vegna lélegrar félagsfærni einhverfra. „En fólkið sem við vinnum fyrir er yfirleitt mjög ánægt með samstarfið og segjast til dæmis læra af mikilli vinnugleði okkar starfsmanna.“ Specialisterne hefur vakið mikla athygli um heim allan og nú þegar eru í undirbúningi svipuð fyrir- Sérgáfur einhverfra nýtast í THORKIL SONNE Ferðast um heiminn og kynnir fyrirtækið Specialisterne. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta var alveg hreint frábær helgi,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, formaður Sambands ungra fram- sóknarmanna, dösuð og sæl að loknu nýafstöðnu flokksþingi framsóknarmanna sem hún tók ríkan þátt í. „Undanfarnir tveir mánuðir hafa alfarið snúist um undirbúning flokksþingsins og hef ég því lítið gert annað. Núna er bara afslöppun fram undan.“ Bryndís segir ótrúlegan kraft hafa einkennt helgina þegar hundruð framsóknarmanna komu saman og er himinlifandi með hvernig allt gekk upp fyrir utan „þessi tæknilegu mistök“. Á hún þar við þegar Hös- kuldur Þór Þórhallsson var fyrir mistök fyrst kynntur sem formaður flokksins í stað Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, réttkjörins formanns. „Þarna náðum við framsóknarmenn að stilla saman strengi. Við komum okkur saman um stefnu í Evr- ópumálum og erum með nýja og glæsilega forystu. Grasrótin sýndi að hún vill breyta til og fá nýja stefnu í Framsóknarflokkinn, eða öllu heldur fara aftur í það sem flokkurinn stendur fyrir; ungmenna- félagshugsun, atvinnusköpun og samvinnu.“ Bryndís segir lífið snúast um Framsóknar- flokkinn þessa dagana og því lítið annað sem komist að fyrir utan körfubolta sem hún æfir með íþróttafélaginu Ármanni. „Núna ætla ég bara að slappa af og safna orku. Svo er ég að fara í aðgerð á föstudaginn vegna íþróttameiðsla og mun taka mér vikufrí í kjölfarið til að jafna mig. Það er gott að nýta tímann til að jafna sig eftir flokksþingið og aðgerðina,“ segir Bryndís sem gerir helst ráð fyrir því að horfa á sjónvarpið þessa viku og þá aðallega bíórásina. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? BRYNDÍS GUNNLAUGSDÓTTIR, FORMAÐUR SUF: Lífið snýst um Framsóknarflokkinn „Ég fagna því að þessi maður skuli vera að komast í þetta embætti,“ segir Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara, um embættistöku Baracks Obama, 44. forseta Bandaríkjanna. „Hann boðar nýja tíma og fólk virð- ist fagna mjög að hann skuli vera á leiðinni í þetta embætti. Þetta eru gríðarleg viðfangsefni sem bíða hans. Eins og heimurinn er nú í dag þá bindur maður vonir við að hann muni láta gott af sér leiða.“ Um fyrirrennara Obama í embætti, George W. Bush, segir Margrét hann tæpast hafa stuðlað að friði í heim- inum. „Enda sýna skoðanakannanir í Bandaríkjunum að hann nýtur lítilla vinsælda. En maður er að vonast til að þarna verði breytt um stefnu bæði í Bandaríkjunum og eins í alþjóðamálum því þetta er nú eitt valdamesta embætti veraldar. Sá sem situr í þessu embætti getur beitt áhrifum sínum og þessi nýi forseti beitir þeim vonandi til góðs fyrir mannkynið.“ SJÓNARHÓLL EMBÆTTISTAKA OBAMA MARGRÉT MARGEIRSDÓTTIR, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Forstjórar íslenskra upplýsingatæknifyrir- tækja eru heillaðir af nálgun Specialisterne en Thorkil Sonne kynnti fyrirtækið fyrir þeim þegar hann var staddur hér á landi. Að sögn Hjartar Grétarssonar, formanns Umsjónarfé- lags einhverfra, voru fulltrúar Skýrr, Nýherja og Hugur-x mjög hrifnir af starfsemi Specialist- erne, sáu að íslensk upplýsingatæknifyrirtæki gætu nýtt sér þjónustu þannig fyrirtækis og bætt sína mannauðsstjórnun, bætt þjóðfélag- ið og síðast en ekki síst fengið góða sérfræði- vinnu fyrir sín fyrirtæki. Hjörtur segir stjórn Umsjónarfélags einhverf- ra hafa ákveðið að vinna að því að stofna sjálfseignarstofnun eftir hugmyndafræði Specialisterne. „Markmiðið verður að þjálfa 30 einstaklinga á hverju ári á næstu fjórum til fimm árum og skapa fimmtán þeirra vinnu á ári. Þetta eru einstaklingar sem hingað til hafa verið atvinnulausir og ekki fengið tækifæri,“ segir Hjörtur sem vill fá fleiri aðila með í samstarf, Vinnumálastofnun og tæknifyrirtæki. „Við höfum fjármögnun í startið og þá er bara að hefjast handa með verkefnið.“ ÍSLENSKIR SÉRFRÆÐINGAR Á DÖFINNI Til góðs fyrir mannkynið HJÖRTUR GRÉTARSSON EINHVERF BÖRN GETA MÖRG NÝTT SÉR BÆÐI SÉRKENNSLU OG ALMENNA KENNSLU Sonur Thorkils, Lars, er til dæmis í sérskóla fyrir einhverfa en sækir tíma í stærðfræði og tungumálum í venjulegum skóla. Myndin er úr heimildarmyndinni Sólskinsdrengurinn. Koma tímar, koma ráð „Formenn flokksins hafa ekki verið launaðir fram að þessu, en þetta er bara eitthvað sem við þurfum að skoða.“ SIGFÚS I. SIGFÚSSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS, ER EKKI VISS HVORT NÝKJÖRINN FORMAÐUR FLOKKSINS FÁI GREITT FYRIR STARFIÐ. Fréttablaðið, 21. janúar Hæfilegar væntingar „Obama er sá kandídat sem ég taldi bestan fyrir Banda- ríkin og veröldina alla.“ GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON, FORMAÐUR FRJÁLSLYNDRA, ER SÁTTUR VIÐ BARACK. Fjármálaráðgjöf fyrir þig Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000 eða komdu við í næsta í útibúi Kaupþings.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.