Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 16

Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 16
16 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópu- sambandsins varð til í tengslum við aðild- arviðræður Norðmanna, Breta, Íra og Dana árið 1970. Í kjölfar stækkunar efna- hagslögsögu árið 1977 voru settar sérstak- ar reglur um hafsvæði utan 12 mílna en innan sameiginlegrar lögsögu aðildarríkj- anna. Veiðiskip aðildarríkjanna geta veitt á þessu svæði að því tilskyldu að þau hafi fengið úthlutað kvóta. Kvótum er úthlutað til einstakra ríkja og er þar byggt á regl- unni um hlutfallslegan stöðugleika. Sjávarútvegsstefnan hefur verið endur- skoðuð öðru hvoru, síðasta endurskoðun tók gildi um áramótin 2002 og 2003. Meðal nýjunga sem þar var boðið upp á var stofn- un svæðisstjórnunarráða sem skulu ná til hafsvæða undir stjórn minnst tveggja aðildarríkja. Svæðisstjórnunarráð setja sér sínar eigin verklagsreglur. Þannig er ein- stökum ráðum gefið víðtækt umboð til að móta viðfangsefni sín og verklag. Hugmynd Halldórs Örfáum mánuðum áður en ákvæðin um svæðisstjórnunarráðin tóku gildi hafði Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra Íslands, stungið upp á því að íslenska fisk- veiðilandhelgin yrði skilgreind sem stjórn- unarsvæði, kæmi til þess að Ísland gerðist aðili að ESB. Í sameiginlegri skýrslu norsku utanríkis- málastofnunarinnar og Alþjóðamálastofn- unar HÍ sem kom út á árinu 2003 er gerð tilraun til að tengja hugmynd Halldórs um skilgreiningu á landhelgi Íslands sem sér- staks fiskveiðistjórnunarsvæðis annars vegar og hugmyndina um svæðisstjórnun- arráð hins vegar. Skýrsluhöfundar gengu útfrá því að Noregur og Ísland yrðu nokk- urn veginn samferða inn í ESB. Þar með opnaðist sá möguleiki að löndin tvö kæmu á stofn sérstöku svæðisstjórnunarráði fyrir norðaustanvert Atlantshaf. Svæðisstjórnunarráðið væri ESB stofnun og skýrsluhöfundar leggja til að ráðið fái framseldar valdheimildir sem ella lægju hjá ráðherraráðinu, þar með talið heimild- ir til að ákvarða heildarafla á íslensku og norsku hafsvæði. Skýrsluhöfundar gera ráð fyrir að atkvæðavægi í ráðinu ráðist af hlutdeild hvors lands í veiðum úr við- komandi stofni. Þannig myndi Ísland fara með 100 prósent atkvæðanna um veiðar úr íslenska þorskstofninum og Noregur færi með 100% atkvæðanna um veiðar innan norskrar lögsögu norðan 62°N. Framsal valdheimilda Hægt væri að semja um framsal valdheim- ilda frá ráðherraráðinu til svæðisstjórn- unarráðsins í aðildarviðræðum. Það þyrfti að sannfæra samningamenn ESB um að fyrirkomulagið gæti aukið líkindi á að almenningur í löndunum tveimur felldi sig við aðildarsamning í allsherjaratkvæða- greiðslu. Það þyrfti einnig að sannfæra samningamenn ESB um að fyrirkomulag- ið stangaðist ekki á við sameiginlegu fisk- veiðistefnuna, en gæti orðið gagnleg viðbót við hana. Svæðisstjórnunarráðsfyrirkomulagið gæti sniðið helstu agnúana af sameigin- legu sjávarútvegsstefnunni séð frá sjónar- hóli Íslendinga og Norðmanna. Þó yrði ekki komist hjá að afnema bann við fjárfesting- um erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Íslensk stjórnvöld ættu þó auðvelt með að takast á við vandamál sem því kynnu að tengjast með einhliða aðgerðum, t.d. með því að hækka svokallað veiðigjald eða með því að kalla inn hluta úthlutaðs kvóta og bjóða upp árlega. Undanþágur eða aðlögunarákvæði koma ekki að gagni varðandi mikilvægustu hagsmuni og réttindi þjóðarinnar í hugs- anlegum aðildarsamningi Íslendinga að Evrópusambandinu. Þetta snertir m.a. sjáv- arútveginn. Fjöldamörg atriði koma til álita varðandi undanþágur og aðlögun, en slíkt á ekki við um grundvallarhagsmuni eða þjóð- réttindi. Vandað skal til verka Mjög mikilvægt er að vandað verði til hugs- anlegs aðildarsamnings. Ákvæði aðildar- samnings hafa varanlegt gildi og verður ekki breytt einhliða af hálfu ESB án sam- þykkis aðildarríkisins, nema þá tekið sé fram að um tímabundið ákvæði sé að ræða. Eðlilegt er að í hugsanlegum aðildar- samningi Íslands að ESB verði vísað til svonefndrar nálægðarreglu, til ákvæða um stöðug hlutföll, til reglna um svæð- isráð, til Lúxembúrgarsamkomulagsins, til ákvæða um kvótahopp, og til ákvæða aðalsáttmála ESB um sérstöðu og sjálfræði Azoreyinga, Madeirabúa og Kanaríeyinga í sjávarútvegi. Á sama hátt er eðlilegt að önnur fordæmi, til dæmis frá Írlandsmið- um, Hjaltlandsmiðum og Möltu, verði nýtt í aðildarsamningi Íslands. Réttmætt er að vísa til fleiri slíkra ákvæða og reglna sem þegar eru fyrir hendi á vettvangi ESB. Þar á meðal skipt- ir miklu að vísað verði til ákvæða nýjustu útgáfu aðalsáttmála ESB um fortakslausan einhliða úrsagnarrétt aðildarríkis. Sama er að segja um ákvæði í bókun með aðildar- samningi Finna um forgangsrétt heima- manna á Álandseyjum. Sambærileg ákvæði eru í bókun með aðildarsamningi Dana og Maltverja. En það nægir ekki að vísa aðeins til þess- ara ákvæða og reglna. Það er nauðsynlegt að tekið verði skýrt fram hvaða skilningur er lagður í ákvæðin við gerð aðildarsamn- ingsins. Með slíkum hætti öðlast sá skiln- ingur varanlegt gildi. Þannig geta Íslend- ingar tryggt m.a. að útlendingar hafi ekki veiðirétt í íslenskri lögsögu, að fiskveiði- stjórnunarkerfið sé innanríkismál Íslend- inga, og að útlendingar geti ekki eignast ráðandi hlut í fyrirtækjum. Það kann að reynast greiðara að tryggja tillit til landsaðstæðna, fjarlægða og fámennis í landinu með almennu ákvæði um ráðandi hlut í fyrirtækjum, landar- eignum og fasteignum almennt, heldur en aðeins í einni atvinnugrein. Í samningi Finna um Álandseyjar er ekki ákvæði um að útiloka útlendinga, heldur um að tryggja forræði þeirra sem hafa lögheimili og fasta búsetu á eyjunum. Mikilvæg hagsmunamál Jafnvel þótt þetta allt fáist fram verða eftir ýmis mikilvæg hagsmunamál sem koma til álita í hugsanlegum aðildarsamningi Íslands. Nefna má stöðu Íslendinga gagn- vart samningum um úthafsveiðar og deili- stofna, og ennfremur gagnvart ákvörðun- um um leyfilegan heildarafla og friðanir. En ef vel reiðir af um þau atriði sem hér eru nefnd ofar má vera að Íslendingar geti fallist á sameiginlega málsmeðferð um heildarafla og friðanir. Auk þessara atriða sem snerta sjávarút- veginn þarf að huga að hagsmunum Íslend- inga og þjóðréttindum varðandi önnur svið. Þar má nefna landbúnaðinn, gjaldeyris- og peningamál, orkulindir, og síðast en ekki síst fullveldi og þjóðmenningu. Einkum tvennt hefur verið talið standa í vegi fyrir aðild Íslands að Evrópusamband- inu, annars vegar glötun fullveldis og hins vegar afsal á yfirráðum yfir fiskimiðunum, sjávarútvegur og sjálfstæðið. Málið er þó öllu flóknara. Sjálfstæðið Í fyrsta lagi er Ísland nú þegar komið á bólakaf í Evrópusamrunann í gegnum EES og Schengen og er í reynd eins konar auka- aðili að sambandinu án þess þó að hafa aðkomu að stofnunum þess og ákvarðana- töku, sem á flestum sviðum snertir Íslend- inga með jafn beinum og afgerandi hætti og íbúa aðildarríkjanna. Evrópusamband- ið er einstakt í flóru alþjóðastofnana að því leyti að aðildarríkin hafa með skuldbind- andi hætti sameinast um lausn tiltekinna viðfangsefna. Samt sem áður er ESB lítið meira en vettvangur fyrir samstarf ríkja, þjóðréttarleg staða breytist ekki og aðildar- ríkin ákveða sjálf til hvaða sviða samstarf- ið nær og hvernig því skuli hagað. Allt frá því að fullveldið færðist inn í landið 1918 hefur vernd þess verið grund- vallarmál í íslenskum stjórnmálum, þó er eins og skilningur manna á inntaki þess hafi ekki fylgt þeirri þjóðfélagsþróun sem orðið hefur undanfarin ár, áratugi og aldir. Lengst af fól fullveldið einvörðungu í sér réttinn til yfirstjórnar innanlands, innri hlið, en samfara snaraukinni hnattvæð- ingu efnahagslífs, stjórnmála og menning- ar hefur ytri hlið fullveldisins, rétturinn til að taka þátt í samstarfi ríkja á alþjóðavett- vangi, vaxið að mikilvægi. Viðfangsefni nútímasamfélaga ná langt út yfir landa- mæri ríkjanna og því hafa aðildarríki ESB kosið að deila fullveldi sínu til að ná betur utan um sameiginleg mál, svo sem á sviði umhverfisverndar og skipulags fjármála- markaða. Sjávarútvegurinn Í öðru lagi hefur andstaða við sjávarútvegs- stefnu ESB verið fyrirferðarmikil, sem er í sjálfu sér merkilegt, því fyrir um áratug kom þáverandi sendiherra ESB gagnvart Íslandi fram með stórmerkilegar hugmynd- ir um hvernig unnt væri að gera fiskimið Íslands að sérstöku stjórnsýslusvæði innan ESB, þannig að yfirráðin yfir auðlindinni yrðu með sama hætti og áður í höndum íslenskra stjórnvalda. Fordæmi fyrir álíka sérlausn má finna í aðildarsamningum flestra ESB-ríkja. Sú staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa ekki viljað láta reyna á slíka lausn í aðildarviðræðum bendir til þess að eitthvað annað en efnhagshags- munir í sjávarútvegi hafi staðið í vegi fyrir ESB-aðild. Rökin fyrir vernd sjávarútvegsins snúa því einnig að vernd fullveldisins. Í sjálf- stæðisbaráttunni var bóndinn tákn fyrir sjálfstæði þjóðarinnar en smám saman tók sjómaðurinn við af bóndanum. Íslending- ar háðu landhelgisstríð um yfirráðaréttinn yfir hafinu, þar sem barist var um sjálfan grundvöll efnahagslegs sjálfstæðis Íslands. Helgimyndir þjóðarinnar og sjómannsins tvinnast svo saman í sjómannasöngva sem um leið urðu eins konar ættjarðarsöngvar. Fiskurinn í sjónum er því einhvers konar táknmynd fyrir sjálfstæða íslenska þjóð. Hugsanlega aðild að Evrópusamband- inu er því ekki aðeins hreint efnahagsmál sem hægt er að reikna út í exel-skjali heldur snýr hún einnig að tilfinningalífi þjóðarinn- ar og skilningi hennar á fullveldi landsins. Ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu og undirgengst sameiginlega sjávarútvegs- stefnu sambandsins færist lagasetningar- vald varðandi fiskveiðar frá Alþingi Íslend- inga til stofnana ESB. Það er ráðherraráð ESB sem fer með lagasetningarvaldið en framkvæmdastjórnin og evrópska þing- ið gegna þar einnig hlutverki. Í ráðherra- ráðinu ræður aukinn meirihluti, eða 255 atkvæði af 345. Þannig þarf meira en 90 atkvæði til að koma í veg fyrir að mál nái fram að ganga. Líkur hafa verið leiddar að því að ef Ísland gengi í ESB þá fengjum við 3 atkvæði í ráðherraráðinu. Þannig hefði lagasetningavald varanlega verið framselt til ESB. Ekki þarf mjög frjótt ímyndunarafl til að sjá hvar lönd þar sem fiskveiðihags- munir eru litlir „fjárfesta“ með atkvæðis- rétti sínum þegar til atkvæða kemur og ríki með áttfalt vægi atkvæða í öðrum málum sem varða þau meira hafa andstæða hags- muni við Ísland. Hið svokallaða Luxem- borgarsamkomulag, sem kveður á um að aðildarríkin skuli í þeim tilvikum þar sem ákvörðun varðar mikla hagsmuni eins eða fleiri aðildarríkja, leitast við að ná sam- komulagi sem öll aðildarríki geti sætt sig við innan skynsamlegs frests er of veikt til að tryggja hagsmuni Íslands. Framsal valdsins Oft er talað um að það sem helst myndi breytast við framsal valdsins til ESB sé að ákvörðun um hámarksafla flyttist til sam- bandsins. Því er gjarnan bætt við af þeim sem vilja að Ísland gerist aðili að sam- bandinu að þetta skipti litlu máli þar sem væntanlega yrði farið að tillögum Íslend- inga. Framsal lagasetningavalds varðandi fiskveiðar varðar miklu fleira en ákvörð- un um hámarksafla þó að það skipti miklu máli. Það þýðir einfaldlega að ESB getur tekið hvaða ákvarðanir sem því sýnist um málefni okkar, þ.m.t. hvort við megum yfir- leitt veiða ákveðnar fisktegundir, hvenær, hvar, með hvernig skipum og veiðarfærum. ESB er andstætt hvalveiðum okkar Íslend- inga. Það er ekki vegna þess að sambandinu eigi ekki að vera ljóst að hvalveiðar okkar eru sjálfbærar. Hvernig myndu 3 atkvæði Íslands tryggja að ekki færi eins um önnur málefni og hvalveiðarnar þegar fram líða stundir? Deilistofnar Vald til að gera samninga um stjórn og skiptingu veiðiréttar um deilistofna færi frá Íslandi til ESB við inngöngu. Hér er um að ræða tegundir eins og karfa, grá- lúðu, loðnu, norsk-íslenska síld, kolmunna og makríl. Það er ljóst að það hefur skipt sköpum um árangur okkar í samningum um þessa stofna að við höfum sjálf farið með forræðið. Oft er því haldið fram að reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar sem nú er í reglugerð ESB myndi tryggja hagsmuni Íslands. Í fyrsta lagi þá er unnt að breyta þessari reglugerð með auknum meirihluta í ráðherraráðinu þó að menn geti deilt um hversu líklegt er að það gerist á næstunni. Í öðru lagi þá vinnur þessi regla í sumum tilvikum gegn hagsmunum okkar og er þar nærtækast að benda á makrílinn þar sem ESB ætlar okkur afar rýran hlut. Ef Ísland gerist aðili að ESB færist for- svar á vettvangi fiskveiðimála hjá alþjóða- stofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum frá Íslandi til ESB. Það hefur sýnt sig að forræði Íslands á eigin málum hefur skipt sköpum á þeim vettvangi eins og öðrum. Af hverju er það æðsta takmark hvers ein- staklings og hverrar þjóðar að ráða málum sínum sjálf? FRÉTTASKÝRING: ESB og sjávarútvegur 5. hluti Álitamálin fjölmörg og flókin Fjölmörg álitamál eru uppi varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB. Svavar Hávarðsson leitaði svara við grundvallarspurning- um um undanþágur í aðildarviðræðum, um lagasetningarvaldið, hugmynd um sérstakt stjórnunarsvæði og fullveldið. Hugmynd Halldórs reifuð Fiskurinn og fullveldið Undanþágur til Íslands? Tilfærsla lagasetningarvaldsins JÓN SIGURÐSSON LEKTOR VIÐ HÁSKÓL- ANN Í REYKJAVÍK FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI L.ÍÚ ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON PRÓFESSOR Í HAGFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS EIRÍKUR BERGMANN DÓSENT OG FOR- STÖÐUMAÐUR EVR- ÓPUFÆÐARSETURS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.