Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 22

Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 22
22 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þegar Alþingi samþykkti EES-samninginn á sínum tíma, varð niðurstaða þingsins sú eftir miklar rökræður, að ekki væri þörf á að breyta stjórnarskránni. Þessi niðurstaða lá ekki í augum uppi, þar eð EES-samningurinn fól í sér víðtækt – og frá mínum bæjardyrum séð velkomið – fram- sal á fullveldi Íslands. Orðalagið „framsal á fullveldi“ er að sönnu arfur frá fyrri tíð og á ekki vel við í síminnkandi heimi. Betur færi á að tala um að deila full- veldi sínu með öðrum líkt og við gerum með glöðu geði, þegar við göngum í hjónaband. Enn betur fer á að tala um að deila vald- heimildum ríkisins með öðrum ríkjum. Evrópusambandið hvílir á hugsjóninni um sameiginlegar lausnir á sammálum og sérlausn- ir á sérmálum. Þau mál, sem geta ekki talizt einkamál hverrar þjóð- ar fyrir sig, þarf að leysa í sam- einingu, en þó þannig, að sérstaða hverrar þjóðar sé virt. Landa- mærin milli sammála og sérmála eru ekki föst, þau fljóta. Þessi mörk þurfa að færast til, þegar Íslendingar semja við ESB um útvegsmál, þar eð fiskimiðin við Ísland varða hag heillar þjóðar (sjávarafurðir námu þó ekki nema sjö prósentum af landsframleiðslu 2006) og ekki bara hagsmuni ein- stakra byggða líkt og háttar um útveginn annars staðar innan ESB. Smáríkjum hefur vegnað vel innan ESB. Grænland er eina landið, sem hefur séð sér hag í að yfirgefa ESB. Sumir þeirra, sem tryggðu EES-samningnum brautargengi á Alþingi á sínum tíma, tefldu fram þeim rökum, að fullveldisafsal- ið samkvæmt samningnum væri ekki svo stórfellt, að það kallaði á stjórnarskrárbreytingu, en þegar röðin kæmi að hugsanlegri aðild að ESB, myndi þurfa að breyta stjórnarskránni. Þessi rök voru ekki fyllilega sannfærandi. Full- veldisafsalið samkvæmt samn- ingnum var í fyrsta lagi umtals- vert. Í annan stað var fyrirheitið um stjórnarskrárbreytingu síðar, þegar röðin kæmi að ESB, ef til vill óþarft eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Óbreytt stjórnarskrá virðist leyfa inn- göngu í ESB samkvæmt rúmri túlkun á þeim greinum stjórnar- skrárinnar, sem máli skipta, og samlestri við dönsku stjórnar- skrána, sem er fyrirmynd okkar stjórnarskrár. Greinarnar tvær (19. og 20. gr.), sem Danir bættu inn í stjórnarskrá sína 1953 til að greiða fyrir nánu Evrópu- samstarfi síðar, snerust ekki um, hvort Danir gætu ákveðið að ganga í ESB, heldur hvern- ig. Grein, sem fyrir var í dönsku stjórnarskránni (3. gr.), þótti ekki standa í vegi fyrir inngöngu Dana í ESB. Þessi grein í dönsku stjórnarskránni er samhljóða 2. grein í okkar stjórnarskrá, sem við hljótum því að geta lagt sama skilning í og Danir. Enda þótt einfaldur meiri hluti Alþingis gæti eftir þessum lögskilningi samþykkt aðild Íslands að ESB, væri hyggilegra að leggja málið í bindandi dóm þjóðarinnar til að taka af öll tvímæli um lögmætið. Til þess þarf ekki stjórnarskrár- breytingu. Hitt er eftir sem áður rétt, að stjórnarskráin þarfnast endurskoðunar, ekki sízt í ljósi þeirra djúpu bresta, sem fjár- málakreppan nú hefur afhjúpað. Eru þeir, sem biðja nú um breytta stjórnarskrá vegna aðsteðjandi umsóknar um aðild að ESB, að biðja um, að forsendur ákvörðun- arinnar um aðildina að EES 1994 án stjórnarskrárbreytingar séu endurskoðaðar? Ekki endilega. Aðildin að EES fól í reynd í sér umfangsmeira afsal valdheim- ilda en aðild að ESB myndi fela í sér nú til viðbótar; skrefið, sem þá var stigið, var stærra. Innan EES þurftu Alþingi og ráðu- neyti að breyta lögum og reglum í stórum stíl: það var tilgangur- inn. Alþingi komst að þeirri nið- urstöðu, að stjórnarskráin leyfi svo víðtækt afsal valdheimilda. Í lagalegu tilliti er aðild að ESB þó í eðli sínu ólík aðild að EES. Aðild að ESB þýðir, að stofnanir ESB fá lagasetningarvald á Íslandi og dómstóll ESB fær bindandi dóms- vald, en hvorugu er til að dreifa innan EES. Hvort tveggja yrði að minni hyggju Íslandi til fram- dráttar líkt og öðrum aðildarlönd- um. Margir lögfræðingar og allir stjórnmálaflokkar landsins líta svo á, að eðlismunurinn á ESB og EES kalli á stjórnarskrárbreyt- ingu. Mér sýnist sú staðreynd, að aðild að ESB myndi í reynd kalla á minna framsal valdheimilda til viðbótar en aðildin að EES gerði, veita hugsanlegt færi á inngöngu í ESB að óbreyttri stjórnarskrá, enda er stjórnarskrá okkar rýmri en stjórnarskrá Danmerkur eins og lýst er að framan. Þessi skoð- un, ef rétt reynist, reisir skorð- ur við tilraunum andstæðinga ESB-aðildar til að misnota stjórn- arskrána til að drepa málinu á dreif. Fólkið í landinu þarf samt að fá að eiga síðasta orðið um málið frekar en Alþingi. Stjórnarskráin og ESB Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Jóhannes M. Gunnarsson skrifar um heilbrigðismál Jón Gunnarsson alþingismaður birti grein í Fréttablaðinu 19. janúar undir fyrirsögninni „Hátæknisjúkrahús“. Þar lýsir hann efasemdum um að byggt verði „hátæknisjúkrahús“ í Vatnsmýrinni og að nær væri að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á land- inu. Hlutverk Landspítala og sjúkrahússtarfsemi almennt nú á dögum þarf að skýra. Landspítali er eina skilgreinda háskólasjúkrahúsið hér á landi og hefur sem slíkt það hlutverk að veita þjónustu í nær öllum viðurkenndum sérgreinum með áherslu á rannsóknir, þróun og kennslu í hinum ýmsu greinum heilbrigðisvísinda, þar með talið starfsþjálfun og framhaldsnám. Meðferð sjúklinga, kennsla og rannsóknir eru samþætt í daglegum störfum á háskólasjúkrahúsum. Kennsla og þjálfun stúdenta þarf stóran og fjölbreytilegan sjúklingahóp og auk þess krefjast þróun og rannsóknir ákveðinn- ar stærðar (critical mass). Þetta, ásamt vaxandi sér- hæfingu, var meginástæða fyrir því að nauðsynlegt var talið að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík. Alþjóð- lega viðurkennt framhaldsnám hér er úti- lokað án sameinaðra krafta. Nýbygging sameinaðs spítala var það fyr- irheit sem sátt varð um meðal lækna við sameininguna þar sem með því væri stofn- að til nútímalegs háskólasjúkrahúss lands- manna sem hefði nægjanlega burði sem slíkt hvað varðar stærð, fjölbreytileika í þjónustu og vísindalegan grunn. Engu síður er Landspítali lítill sem háskólasjúkrahús. Flest þeirra 100 húsa sem Landspítali starf- ar nú í á 16 stöðum eru hönnuð fyrir meira en hálfri öld. Viðhald og endurbygging þeirra er mjög dýr. Þrátt fyrir þau fjárútlát fullnægja þessi hús aldrei þörfum nútímans. Rekstur sjúkrahúss í nýju húsi sem tekur mið af gagnreyndri þekkingu við hönnun spítala sparar 8- 10% af rekstrarfé, auk þess liggur 2-3% sparnað- ur í því að ná starfsemi Landspítala á einn stað. Um er því að ræða 4-5 milljarða króna árlegan sparn- að miðað við rekstrarkostnað spítalans á liðnu ári. Þessir útreikningar hafa verið kynntir fjárlaganefnd Alþingis. Við höfum hvorki siðferðilegan rétt til að draga sjúklinga á bættum og öruggari aðbúnaði né efni á því að kasta þessu fé á glæ með því að bíða. Höfundur er verkefnisstjóri við nýtt háskóla- sjúkrahús. Háskólasjúkrahús JÓHANNES M. GUNNARSSON Meira um stjórnar- skrá Mótmælin mega ekki ganga of langt „Öll mótmæli í lýðræðisríki eru eðlileg. En þau mega ekki ganga svo langt að þau fari að snúast upp í andhverfu sína …“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra í Morgun- blaðinu í gær. En hvað verður um mótmæli sem stigmagnast og snúast upp í and- hverfu sína? Verða þau að með- mæl- um? Hvaða uppivöðsluseggi á forsetinn við? Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sá ekki ástæðu til að slíta þingfundi jafnvel þótt „uppivöðsluseggir“ létu öllum illum látum, eins og hann orð- aði það sjálfur. Líklegast átti hann við „uppivöðsluseggina“ sem voru fyrir utan þingið en það er svo spurning hvort hinir sem eru inni á þingi hafi áhrif á störf þess. Að minnsta kosti sýndu þingmenn Vinstri grænna tilburði í þá átt að þeir ætluðu ekki að láta nokkur bönd binda sig í geðshræringunni. Ekki frekar en Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks- ins, sem væntanlega mun blóta þorrann sem gengur í garð á morgun. Aldrei aftur Framsókn Bjarni Harðarson, fyrrverandi þing- maður Framsóknarflokksins, hefur nú alveg snúið baki við sínum gamla flokki. Ástæðan er sú að Framsóknar- flokkurinn gaf grænt ljós á aðildarvið- ræður við ESB en slíkt er Bjarna þyrn- ir í augum sama hvaða fyrirvarar séu settir fyrir slíkum viðræðum. Kannski vill Bjarni að ESB verði tekið sömu tökum og tóbak, sem samkvæmt lögum er bannað að fjalla um í fjölmiðlum nema til að vara sérstaklega við skaðsemi þess. jse@frettabla- did.is N ú eru orð dýr, tími gjálfurs og ásakana liðinn: nú er kominn tími til yfirvegaðra aðgerða á lýðræðislegum grunni svo komið verði til móts við almenning. Nú verður að endurnýja og endurheimta traust á löggjaf- arþingið, endurnýja umboð til framkvæmdavaldsins. Nú verður með ábyrgum og yfirlýstum hætti að snúa við þeirri sundrung sem óskilamenn hafa kallað yfir þjóðlífið. Almenningur sættir sig ekki lengur við óskýr svör svifaseinna stjórnvalda. Mótmælin á torgum njóta víðtækrar samúðar um allt þjóðlífið og trygglyndi við lög og rétt fer dvínandi. Stjórnvöld eru hrunin af valdastólum þótt þau haldi enn fast í brotin. Rík- isstjórn er ekki lengur til setunnar boðið. Spurningin er aðeins hver vill rjúfa: heimta félagsmenn Samfylkingar af forystusveit að stjórnarsamstarfi verði slitið strax? Lýtur Sjálfstæðisflokk- urinn hinni almennu kröfu um kosningar, gefur eftir, og tekur þá orrustu? Verður samráð um það milli allra stjórnmálaflokka á þingi að boða til kosninga? Og hverjir eiga þá að halda um stjórn- völ framkvæmdavaldsins meðan kosningar ganga yfir? Allar þessar spurningar eru brennandi. Hvaða líkur eru á að núverandi sveit alþingismanna fái frekara brautargengi í undirbúningi kosninga? Í vændum er sársaukafull uppskipun í þingmannasveit og að leitað verði logandi ljósi að nýjum kröftum til að vinna flokkunum sem mest fylgi. Í öllum flokkum verður krafan um uppgjör hávær, nema helst hjá Vinstri grænum. Verulegar líkur eru á fleiri framboðum sem byggja á veikum og þröngum hugmyndalegum grunni. Og þá er eftir anna- söm og tilfinningasöm kosningabarátta sem mun taka á stórum málum: Evrópusambandsaðild, skuldauppgjöri, tiltekt í embætt- ismannastétt og skýran og réttlátan frágang þeirrar fjármála- óreiðu sem komið hefur þjóðinni á kaldan klaka. Nýs þings bíður vinna við nýja stjórnarskrá sem tryggir jafnan kosningarétt. Og í því umróti kemur til álita að breyta hlutverki forseta. Huga verður að hlut núverandi forseta á þeim dögum sem fram undan eru: þrjár ferðir hans til Katar á síðasta ári í för með Kaupþingsmönnum „til að auka samvinnu milli þarlendra manna og Kaupþings“ hafa ekki farið hátt en veikja óneitanlega stöðu hans um þessar mundir. Kjósi þingflokkar á næstu dögum að veita embættismannastjórn starfsfrið til kosninga kemur í hlut forsetans að finna menn til þeirra starfa sem verður vandasamt verk: hver vill ganga inn í þann eld þótt þjóðarheill kalli? Engar líkur eru á að almennum mótmælum linni: um aðra helgi má búast við að landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði haldinn umkringdur mótmælendum sem krefja flokkinn um ábyrgð á frjálshyggjustefnunni sem hér hefur beðið svo hroðalegt skip- brot. Við flokknum blasir að fram undan eru stóraukin afskipti ríkisvaldsins, atvinnustarfsemi og einkaframtak sem laskað er til langframa og hlutabréfamarkaður sem er hruninn. Fram undan er heitur vetur þar sem pólitískar öldur munu rísa hátt: gæfan gefi okkur stillingu og vit til að komast í gegnum þá hríð með hreinskiptum umræðum um hvernig samfélag við viljum byggja hér á ný. Á rústum þess gamla. Örlagatímar fram undan: Þjóð með eymd í arf PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR RV U N IQ U E 01 09 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Ný og betri RV tilboð, á nýju ári - fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili, sem vilja spara og hagræða! Nýr o g len gri opnu nartím i í verslu n RV mán ud o g fim mtud 800 -2 100 þriðju d, m iðviku d og föstu d 8 00 -18 00 lauga rd 10 00 -16 00 Vesturlands vegur Bæjarháls Réttarháls Há lsa br au tH öf ða ba kk i

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.