Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 32

Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 32
 22. JANÚAR 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● þorrinn Þorrinn er að byrja með öll sín blót. Hann er annatími hjá skemmtikröftum, bæði þekkt- um og óþekktum. Jóhannes Kristjánsson eftirherma tilheyrir fyrrnefnda hópnum. Best að heyra í honum. Jóhannes, ertu að skemmta á mörgum blótum þetta árið? „Það er fullt að gera eins og venjulega á þorranum. Þetta er loðnuvertíðin. Sum blótin eru pöntuð með árs fyrirvara og önnur klukkutíma. Maður er við öllu búinn.“ Undirbýrðu þig þá sérstaklega fyrir þennan árstíma? „Já. Eitthvað sérsníðir maður fyrir hvert og eitt tilefni. Það kost- ar yfirlegu, setu og taugastríð. Stundum þarf maður að henda helmingnum af því sem búið er að leggja í og eins að fylgjast með því sem er að gerast í þjóðfélag- inu.“ Er ekki svekkjandi þegar litrík- ir menn eins og Guðni Ágústsson ganga út af sviðinu? „Hann er nú ekki dauður. Það er verst þegar þeir deyja sem hafa fylgt manni lengi. Það er agalegt. Guðni er vissulega góð týpa til að herma eftir og hann verður með áfram. Svo koma nýir inn.“ Ertu farinn að herma eftir hinum nýja formanni Framsóknar, Sig- mundi Davíð? „Ég hef verið að fylgjast með honum og er að bíða eftir að hann geri sig meira gildandi en hann hefur sterka rödd og persónu- leika.“ Hverjir aðrir eru nýir? „Það eru alltaf einhverjar breytingar. Sumir stoppa stutt og aðrir detta inn öðru hvoru. Stundum eru fáir inni og stund- um margir. Þetta er allt gert eftir tilfinningunni.“ Nú eru þorrablótin haldin af félögum, fyrirtækjum og stofnun- um. Þarftu að kynna þér karakt- era innan þess hóps sem þú ert að skemmta? „Já, og sums staðar þekkir maður til. Maður er alltaf með gapandi augu og eyru.“ Teljast eftirhermur ekki til þjóðlegra skemmtiatriða? „Ég held þær séu nú iðkaðar um allan heim. En þær eru hvergi þjóðlegri en á Íslandi.“ Ferðu eitthvað út á land? „Þegar ég kemst. Ég held ég hafi skemmt alls staðar. En ekki á þessum tíma meðan mest er að gera hér syðra. Það þýðir ekkert að sigla út á hafið þegar aflinn er við bryggjuna.“ - gun Maður er alltaf með augu og eyru gapandi Fyrir utan ljúft orð í eyra og atlot blíð þráir eiginmað- urinn ugglaust fátt meira en dýrðlega máltíð á bóndadag- inn. Hvort hinn þjóðlegi þorra- matur á upp á pallborðið er mis- jafnt eftir aldri. Þeir sem ólust upp við súrsað og saltað kunna vel að meta þannig mat fallega fram borinn en aðrir taka eflaust safaríka steik fram yfir. Blóm eiga vissulega við á bóndadaginn, að minnsta kosti ein rauð rós í vasa. Þó eru karlmenn ekki eins veikir fyrir blómum og konur og þess vegna koma ýmsir aðrir hlutir til greina sem bóndadagsgjafir. DVD-diskur með ekta spennumynd ásamt örbylgjupoppi er fyrirtaks hugmynd sem ég ræni hér með frá samstarfskonu og góð bók gleður alltaf. Nýtt hálstau fyrir þorrablótið hlýtur að koma sér vel og tref- ill ber merki um hlýjan hug. Vinnuþjarkarnir hafa svo bráðgott af slakandi nuddi og gjafabréf í slíkt dekur er ávísun á ánægðan eiginmann, að minnsta kosti eftir á. - gun Gjafir til að gleðja bóndann Huggulegur trefill skilar hlýju hálsakoti. Gjafabréf á nuddstofu er gott innlegg í sambandið. Karlar eru að sama skapi sólgnir í góða steik. Bækur eru alltaf vel þegnar á náttborðið. Karlar sem hata konur þykir góð og óneitanlega er kaldhæðni í titlinum. DVD-diskur með eftir- lætisgoðunum slær í gegn á bóndadaginn. „Stundum eru fáir inni og stundum margir. Þetta er allt gert eftir tilfinningunni segir Jóhannes eftirherma sem bregður sér í hin ýmsu gervi á augabragði og er ekki feiminn við að stæla forseta vorn, Ólaf Ragnar Grímsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Léttöl PILSNER Drukkinn í 91 ár G ot t fó lk Það er ekki að ástæðulausu að sumt stenst tímans tönn. Íslendingar hafa haldið tryggð við Egils Pilsner í blíðu jafnt sem stríðu í tæpa öld, þökk sé hressandi bragði og hagstæðu verði. Endurnýjaðu kynnin við ölið sem Íslendingar hafa drukkið allar götur síðan 1917.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.