Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 33

Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 33
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 5þorrinn ● fréttablaðið ● Eggert H. Sigmundsson, vinnslu- stjóri Norðlenska á Akureyri. Hann segir mesta eftirspurn eftir súrum hrútspungum og sviðasultu en einnig eftir hangikjöti, sviðum og ýmsu öðru. Árið 2006 framleiddi Norð- lenska um 75 tonn af þorramat en í ár segir Eggert magnið nær 90 tonnum. Þorramaturinn frá fyrirtækinu er merktur Goða og fæst um allt land en ratar einnig á þorrablót víðs vegar um heim. - ve Mungát er forníslenska al- þýðuheitið á öli og var drykk- ur almúgans þegar höfðingj- ar sátu við háborð og kneyf- uðu mjöð sem gerður var úr hunangi. Á þorra býður Ölvisholt upp á þorrabjór- inn Mungát sem er ríkulega kryddaður með hvönn og mjaðjurt, sem notaðar voru fyrr á öldum við ölgerð og passa einkar vel með þorra- mat. Egils þorrabjór er brugg- aður úr íslensku byggi, en sækir fyrirmynd til þýsks hátíðabjórs. Bragðið ein- kennist af fyllingu, en huml- ar gefa bjórnum þægilega humlalykt og biturleika í góðu jafnvægi við sætleika maltsins. Bruggsmiðjan á Árskógs- sandi býður einnig þorrabjór annað árið í röð. Þorrakaldi er bragðmeiri en hefðbund- inn Kaldi og bruggaður eftir tékkneskri hefð. Allar bjór- tegundir Bruggsmiðjunnar eru án viðbætts sykurs og rotvarnarefna. Á miðanum stendur keik gyðjan Freyja úr norrænni goðafræði. Hjá Norðlenska er þó nokk- ur aðdragandi að þorranum en þar er byrjað að sjóða niður í súr í september. Þar á bæ framleiða menn svip- að magn af þorramat nú og í fyrra. „Jólavertíðin gekk vel og sáum við því ekki ástæðu til að slá slöku við. Fólk virðist velja ís- lenskt um þessar mundir og eigum við því von á svipaðri eft- irspurn og undanfarin ár,“ segir Jafnmargir súrir hrútspungar og áður Hjá Norðlenska eiga menn von á svip aðri eftirspurn eftir þorra mat og undanfarin ár. Rófustappa er ómissandi með þorra- matnum. NORDICPHOTOS/GETTY Margir halda að þær kræs- ingar sem bornar eru á borð á þorranum séu séríslensk- ar en ef betur er að gáð má sjá að víða finnast keimlíkir réttir. Sviðin eru þar einna mest áberandi. Ras kharouf er arabísk sviðasulta sem er krydd- uð og útbúin með súrsuðu grænmeti. Arabar borða lamba hausa flegna og sjóða með grænmeti og kryddi. Í Anatólíu í Tyrklandi má kaupa köld svið á götum úti og þar eru þau einnig höfð heit til morgunverðar á markaðsdögum. Í Tíbet eru luggo, eða soðin svið, borin fram á nýársdag. Stund- um úrbeina Frakkar hausa og fylla með farsi eða baka í ofni en í evrópskum mat- reiðslubókum má finna upp- skriftir að sviðasúpum. Svið hafa til dæmis verið borðuð í Baskalandi, Noregi og jafn- vel í Mexíkó. Svið á ferðinni Kaldi þorrabjór frá Bruggsmiðj- unni á Árskógssandi. Þorramungát

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.