Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 35

Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 35
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 7þorrinn ● fréttablaðið ● Bóndadagur markar upp- haf þorra, en síðasti dagur þorra nefnist þorraþræll. Í Þjóðsögum Jóns Árnason- ar er sagt frá aldagöml- um sið á bóndadag, en þá var skylda bænda að fagna þorra með því að fara allra manna fyrstir á fætur morg- uninn sem þorri gekk í garð, fara út í skyrtu einni fata, vera bæði berlæraðir og ber- fættir, en fara í aðra brókar- skálmina, draga hana á eftir sér á öðrum fæti, og ganga svo til dyra, ljúka upp bæjar- hurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn og bjóða þorra velkominn í garð. Konur fóru að halda bónda- daginn hátíðlegan um miðja 18. öld og þá oftast með því að elda góðan mat handa mönnum sínum. Í kring- um 1980 byrjuðu konur að færa bændum sínum blóm eða aðrar rómantískar gjaf- ir og enn lifir sú sterka hefð að konur eldi uppáhaldsmat bónda síns eða bjóði þeim til þorrahlaðborðs. - þlg Buxnaskálmin á hælunum Þeir sem gleðja vilja ást- vini í útlöndum með súrum hrúts pungum og sviðasultu á þorranum geta yfirleitt ferð- ast með lítið magn til einka- nota milli landa. Nauðsynlegt er að það komi fram á vörunni að hún sé í opinberri sölu hér á landi og getur matvælastofnun einnig útbúið vottorð fyrir matvæli. Innflutningur mat- væla er þó alltaf áhættusam- ur og best er að kynna sér reglur í hverju landi áður en lagt er af stað, til að sitja ekki að tómum trogunum. Til Íslands má til dæmis flytja inn þrjú kíló af mat- vælum en kjötvara verður að vera soðin eða niðursoðin. Innan Evrópusambandsins má ferðast með allt að fimm kíló af kjöti og til Bandaríkj- anna má ferja allt að 25 kíló af matvælum. Nánar er hægt að lesa um reglugerðir varð- andi matvæli til útlanda á vef matvælastofnunar www. mast.is, undir liðnum Spurt og svarað/inn og útflutning- ur. - rat Þorrakræsing- ar til útlanda Gott er að kynna sér reglur um innflutning matvæla í viðkom- andi landi áður en lagt er af stað. Þorrinn er fjórði mánuður vetr- ar og hefst með bóndadegi á tímabilinu 18. til 24. janúar. Elstu heimildir um þorrablót eru frá miðöldum en þar er þeim ekki lýst. Þ or rablót í þeirri mynd sem við þekkjum í dag voru fyrst haldin í kaupstöðum á 19. öld af fólki sem vildi bragða á gamla matnum, sem það þekkti úr sveit- inni, ásamt því að nota tækifær- ið til að hitta sveitunga sína. Smám saman lögðust þess- ar matar- og drykkj- arveislur af. Um miðja 20. öld hófu átthaga- samtök á höfuð- borgarsvæðinu þorrablótin aftur til vegs og virðingar í þéttbýli. Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson, frá árinu 1996. Blótað samkvæmt fornum íslenskum sið Þorrablót voru hafin aftur til vegs og virðingar um miðja síðustu öld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.