Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 41

Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 41
FIMMTUDAGUR 22. janúar 2009 25 UMRÆÐAN Jóhann J. Ólafsson skrifar um efnahagsmál Í því efnahagsástandi, sem þjóð-in býr við er nauðsynlegt að málin séu tekin föstum tökum og að stefnan sé markviss til endur- reisnar efnahagslífsins. Það mætti gefa þessu verkefni ákveðinn tíma, t.d. fimm ár. Áætlun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins væri fyrsti þáttur þessarar áætlunar: 1. Setjum okkur markmið. 2. Sækjum um aðild að ESB. 3. Leitum til Noregs, Svíþjóðar eða Danmerkur um efnahags- samvinnu. 4. Endurskipuleggjum stjórnsýslu Íslands. 5. Gerum fimm ára aðgerðaráætl- un. Fyrst þarf að gera úttekt á stærð efnahagsvandans. Hverjar séu skuldir þjóðarinnar og tekjur. Gera spá um ríkisrekstur til næstu fimm ára. Áætla hve mörg ár við höfum færst aftur á bak efnahags- lega. Stilla efnahagslífið inn á það ár og byrja upp á nýtt. 1. Við þurfum að setja okkur það markmið sem þjóð að endur- reisa orðstír Íslands og traust á Íslendingum svo að það verði það sama eða betra en þegar það var best. Það gerist á þann hátt að við eflum efnahagslíf okkar, borgum skuldir og byggjum upp gott traust og siðferði á öllum sviðum. 2. Sækja þarf um aðild að ESB til að styrkja stöðu krónunnar og efnahagslífsins. Skipta svo um mynt, til evru, til frambúð- ar. Þetta mál tekur allt að fimm ár. Það þarf að breyta stjórn- arskránni og kjósa um málið, sem allt tekur sinn tíma. Einnig þarf þjóðin að venjast fastgeng- isstefnunni, því það er mikið átak að ná niður verðbólgunni. Leita ætti eftir samstarfi við Noreg, Færeyjar og Grænland í þessu máli. Öll þessi lönd standa frammi fyrir aðild eða ekki aðild að ESB og væri það sjálf- sögð kurteisi af okkar hálfu að bjóða þeim til samstarfs og lík- lega mjög gagnlegt. ESB ætlar að endurskoða fiskveiðistefnu sína 2012. Þá verður þýðingar- mikið að þessi lönd legðust öll á eitt til að hafa góð áhrif á þá breytingu. 3. Til þess að flýta aðlögun okkar að fastgengi og gera það trú- verðugt ættum við að leita eftir efnahagssamstarfi við Noreg til fimm ára. Við fengjum að taka upp norsku krónuna hér á landi og bæði löndin hefðu sameigin- legan seðlabanka þessi fimm ár. Á þennan hátt næðum við verð- bólgu og vöxt- um hraðar niður og gætum betur einbeitt okkur að endurreisn efnahagslífs- ins. Við hefð- um betri stöðu og tíma til að semja við ESB. Að fimm árum liðnum gætum við gengið í ESB og tekið upp evru ef samningar næðust. 4. Þessi fimm ár yrðu notuð til að breyta ýmsu til betri vegar, end- urskipuleggja stjórnsýslu lands- ins og breyta stjórnarskránni. Mikið er rætt um endurreisn Alþingis og aðskilnað löggjaf- arvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds. Hægt væri án stjórn- arskrárbreytingar að skilja að löggjafarvald og framkvæmd- arvald með því t.d. að ráðherr- ar færu af þingi og létu vara- menn taka sæti sín á Alþingi á meðan. Spurning er hvort for- menn flokkanna vildu þá frek- ar vera þingmenn eða ráðherrar. Einnig gætu núverandi stjórnar- flokkar myndað utanþingstjórn. Slík stjórn gæti verið þjóðstjórn. þ.e.a.s. menn utan stjórnarflokk- anna og utan þings gætu verið ráðherrar í stjórninni, en núver- andi ráðherrar sætu áfram á Alþingi. 5. Gera þarf fimm ára aðgerðar- áætlun um það hvernig og hve- nær á að framkvæma þær aðgerðir sem nauðsynleg- ar eru. Áætlun um lækkun vaxta, greiðslu skulda, minnk- un atvinnuleysis, auknar gjald- eyristekjur, lækkun ríkisskulda, endurreisn fjármálakerfisins, opinberar framkvæmdir, breyt- ingar á kosningarlöggjöfinni, jöfnun kosningarréttar, breyt- ing stjórnarskrárinnar o.fl. o.fl. Áætlunin verði birt öllum landsmönnum og sé alltaf uppi á borðinu og aðgengileg. For- sætisráðherra haldi svo blaða- mannafund einu sinni í mánuði og skýri þjóðinni frá gangi mála. Hann útskýri hvort okkur miði áfram eða aftur á bak. Ef illa gengur hvetur forsætisráðherra þjóðina til að herða róðurinn en samfagnar henni ef vel gengur. Á þennan hátt fylgist þjóðin vel með gangi mála og tekur sjálf þátt í uppbyggingarstarfinu. Slæm mál eru ekki eins kvíðvæn- leg ef menn vita um þau og geta farið að taka á þeim. Miklu verra er ef menn verða aðeins að giska á vandann og stærð hans en geta ekkert gert nema kviðið slæmum fréttum og beðið. Þjóðin er eins og farþegar í stórum áætlunar- bíl. Ef bíllinn festist í snjóskafli eða aurbleytu verða allir að fara út og ýta. Höfundur er stórkaupmaður. Hvað er til ráða? JÓHANN J. ÓLAFSSON %40 Korputorgi. Opið: mán-fös kl. 11-19, lau kl. 10-18, sun kl. 12-18 af notu ðum bí lum ...og jaf nvel me ira! Kíktu til okka r í dag! 11-19 virka daga BÍLAOUTLET NOTAÐIR BÍLAR Á SPOTTPRÍS KORPUTORGI GERÐU EI NSTÖK KA UPÚTSALA Fólksbíla r Jepp ar Sen diferðab ílar Litl ir bílar Stórir b ílar Jep plingar Smábíla r ...ég sá það á visir.is Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.