Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 46

Fréttablaðið - 22.01.2009, Side 46
30 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Trommuleikarar og áhuga- menn um áslátt verða í kvöld aðnjótandi happa- fengs. Þá flytja tveir áslátt- armenn af heimsklassa nýtt verk eftir Áskel Másson í liði með Sinfóníunni. Það verða þeir Colin Currie frá Englandi og Pedro Carneiro frá Portúgal sem takast á við Crossings og er það í fyrsta sinn sem þeir koma fram hér á landi í frum- flutningnum. Áskell tók að berja bumbur á unga aldri í popphljómsveitum en sneri sér að tónsmíðum eftir skamma hríð og hefur síðan verið afkasta- mikið tónskáld. Hann hefur aldrei vikið frá áhuga sínum á áslátt- arhljóðfærum og meðal annars samið fyrir einn frægasta áslátt- armann heimsins Evylyn Glennie. Áskell hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir tónsmíðar sínar, þeirra á meðal Íslensku tón- listarverðlaunin. Langt er síðan annað eins hefur verið borið inn á svið Háskólabíós af slagverkshljóðfærum sem verð- ur undirlagt af ásláttartækjum af ýmsu tagi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir tveir meistarar leika saman og verður að telja flutning- inn tíðindamikinn viðburð. Colin Currie vakti heimsathygli þegar hann varð fyrsti slagverks leik- arinn til að komast í úrslit BBC Young Musician keppninnar fimmtán ára gamall. Hann hefur frumflutt ótal verk með hljómsveit- um á borð við Lundúnafílharmón- íuna og Philadelphiahljómsveitina í Carnegie Hall. Hann hefur leikið inn á nokkra metsöludiska. Hinn portúgalski Pedro Carn- eiro er sömuleiðis í algjörum sér- flokki. Hann hefur frumflutt yfir áttatíu verk eftir mörg af fremstu tónskáldum heims auk þess sem hann hefur sjálfur samið töluvert af slagverkstónlist. Á efnisskrá tónleikana er einn- ig Petrúska eftir Igor Strav inskíj sem er eitt hans dáðasta verk, samið fyrir ballett um sirkusbrúð- una sem fellur fyrir ballerínunni. Einnig er á dagskránni Les biches, ballettsvíta eftir Francis Poulenc. Aðalhljómsveitarstjóri sinfóníunn- ar, Rumon Gamba heldur um sprot- ann en hann var einmitt tilnefnd- ur til Grammy-verðlaunanna 2008 ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir besta hljómsveitarflutning á geisladiski. Tónleikarnir hefjast í kvöld kl. 19.30 og fyrir þá verður kynning á verkunum á Hótel Sögu kl. 18. pbb@frettabladid.is TRUMBUR OG GJÖLL SLEGIN TÓNLIST Colin Currie og Pedro Carneiro í sveiflu á æfingu í gær. FRETTABLAÐIÐ/STEFÁN Bjarni Jónsson leikritaskáld er einn fárra manna hér á landi sem staðfastur situr við að skrifa leik- rit. Hann hefur ekki markað sér stærra starfssvið eins og Ólafur Haukur, Sigurður Pálsson eða Jón Atli, Hann vinnur alfarið með leikritsformið eins og Hrafnhildur Hagalín og Birgir Sigurðsson. Það þarf talsvert þolgæði til þess. Markaðurinn er smár, þrengsli á bekknum og þraut að koma verk- um á framfæri. Bjarna hefur þó tekist að halda sínu striki. Hann kann margt til verka og er for- vitinn um andlegt ástand okkar samfélags. Allt er það lofsvert. Falið fylgi var kynnt leikhússtjóra LA fyrir fáum misserum og unnið fyrir svið nyrðra. Það fellur vel að stærð verka fyrir lítið og fjárvana leikhús, leikurinn gerist á einum stað, leikendur aðeins fjórir. Frumsýningin var á föstudagskvöld í Rýminu, gömlu Dynheimum, en þar er lítill svartur kassi sem tekur hæfilega marga í sæti svo rekstrargrunnur sýninga sé hagstæður. Leikrým- ið er sett í miðju en áhorfendur sitja á alla vegu. Það er nokkuð krefjandi sviðsform, en hentar leiknum vel: hér gefur að líta kosningaskrifstofu félagsmálafulltrúa í litlum bæ sem er að keppa í prófkjöri. Finnur Arnar skapar leiknum mynd og hún er vel hugsuð og þénanleg leiknum á alla vegu, búningar og gervi eru eins og leikmynd- in fyrsta flokks. Rými af þessari gerð er erfitt sökum þess að þungamiðjan í hverri stöðu verður að vera kvik svo áhorfendum á allar hliðar sé gert jafnt undir höfði, aldrei verði langt hlé í stöðu milli leikenda þannig að áhorfendur á eina hlið missi ekki af viðbrögðum, svip og samtali. Leik- stjórinn Jón Gunnar vinnur vel með þann vanda sviðsetningar sinnar sem er jafnframt skynsam- lega unnin að öllu leyti í hraða og viðbrögðum: leikendur allir eru vel yfir meðallagi - svo langt sem komast má með persónur þær sem Bjarni skapar. Að því sögðu verður einkum að finna að því að í leiknum er vægið meira á persónulegt uppgjör úr fortíð, vettvangurinn sem er markaður í titli og meginramma er lítið kannaður: hvernig einstaklingur sem vill matreiða pólitískar skoð- anir eða skoðanaleysi vinnur í vélum sínum um almenningsálitið. Frambjóðandinn hverfur í bak- grunn en verður að konu með fortíð. Átökin snúast mest um uppgjör hennar og snjóskoðunarmanns sem hún hefur unnið með á öðrum tíma og öðrum stað. Kynningin á öllum persónum er fyrr bund- in við starfskraft sem óvænt riðlar hugmyndum kosningastjórans um starfið. Sá partur verksins er best heppnaður. Þrátt fyrir þessa brotalöm − erindisleysu − er leiksýningin þægileg kvöldstund. Lilja Guðrún fær hér fá tækifæri til að njóta sín, en Guðmund- ur Ólafsson sýnir hér alla sína nettu hæfni til að spanna stóran boga frá snotru spaugi yfir í nið- urbrot einnar manneskju. Viktor Már og Anna Svava standa sig bæði af mikilli prýði: hann sem yfirborðsmaður og kosningastjóri, hún sem stelpuskott sem hefur brennt allt að baki sér. Lyktir leiksins eru í handriti boðun um alger- an ósigur gæsku og ábyrgðar á blótpalli sölu- mennsku og yfirdrepsskapar, háðulegt söngatriði sem virkar því miður sem einhvers konar hyll- ing í bragði leikstjórans sem er snjallt en missir merkilega marks í merkingu textans og um leið verksins alls. Páll Baldvin Baldvinsson Fylgið týnt LEIKLIST Falið fylgi eftir Bjarna Jónsson. Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Rannveig Eva Karlsdóttir Tónlist: Anddrea Gylfadóttir Ljós: Halldór Örn Óskarsson ★★★ Tvíbent tilraun sem heppnast ekki Ath kl. 20. Þá hefst námskeið Endurmenntunar HÍ í sam- vinnu við Borgarleikhúsið um Rústað eftir Söru Kane í húsi Endurmenntunar við Dunhaga. Það er ætlað öllum sem hafa áhuga á leikhúsi og/eða bókmenntum. Því hefur verið hald- ið fram að áhrif leikskáldskapar Söru Kane á leikritun síðasta áratugar megi bera saman við þá miklu umsköpun sem leikrit Samuel Beck- etts, Beðið eftir Godot, olli er það var frumsýnt árið 1953. Námskeiðinu lýkur með heimsókn á sýningu verksins þann 5. febrúar. Jóni Gnarr er margt til lista lagt: á sunnudaginn leggst hann í leik- ritalestur og ræðir um Dúfna- veislu Halldórs Laxness, smásög- una úr Sjöstafakverinu og leikritið sem af henni er sprottið. Verkið var frumsýnt hjá Leikfélagið Reykjavíkur 1966 og útgef- ið sama ár. Í því segir frá fátækum buxnapressara sem efnast ótæpilega því hann eyðir engu af því sem hann aflar. Í verk- inu mætast andinn og efnið, tveir öndverð- ir heimar: Annars vegar er fábrotinn heimur mannúð- ar, lítillætis og nægjusemi, hins vegar er íburð- armikill heimur peningahyggju og siðblindra viðskiptahags- muna. Verkið var flutt öðru sinni hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1991 og hefur einnig verið leikið hjá áhugafélögum. Þannig kom Ingvar Sigurðsson fram í fyrsta sinn hér í Reykjavík í gestaleik Leikfélags Borgarness í hlutverki Rögnvalds Reykils, mannsins sem stingur af úr landi með alla peninga pressarans sem að honum hafa sankast á langri ævi og hann lítur á sem óþrif af fálæti. Bókmenntafyrirlestur Jóns verður á sunnu- dag í Gljúfrasteini og hefst kl. 16. Þar mun Jón fjalla um þessi umfjöllunarefni frá eigin brjósti. Verk mánaðar- ins er haldið síð- asta sunnudag í mánuði kl. 16.00. Um Dúfnaveisluna BÓKMENNTIR Jón Gnarr skoðar Dúfnaveislu Hall- dórs Laxness á sunnudag. Sýningar helgarinnar ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Hrífandi verk sem snertir okkur öll EB, FBL lau. 24/1 uppselt sun. 25/1 uppselt Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Hrífandi, einlæg og æsandi sýning fim. 22/1 örfá sæti laus fös. 23/1 örfá sæti laus Heiður Joanna Murray-Smith Magnað meistaraverk í Kassanum forsýn. 22/1 uppselt frumsýn. 24/1 uppselt sun. 25/1 uppselt Kardemommu- bærinn Thorbjörn Egner Frumsýning 21. febrúar Miðasala í fullum gangi!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.