Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 48

Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 48
32 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Neil Young er búinn að vera að vinna í endurútgáfuverkefninu „Neil Young Archives“ síðan á níunda áratugnum. Það skiptist í tvo megin- hluta. Í fyrsta lagi diskakassar með óútgefnu efni frá ferlinum. Útgáfu á þeim fyrsta af fjórum sem á að ná yfir árin 1963-1972 hefur verið margfrestað, en nú er boðaður útgáfudagur 24. febrúar 2009. Í þessum fyrsta kassa verða tíu diskar. Í öðru lagi er það svo Performance Series-röðin sem samanstend- ur af eftirminnilegum og mikilvægum tónleikaupptökum frá ferlin- um. Þegar eru komnir út þrír diskar. 2006 kom Live at Filmore East sem Neil hljóð- ritaði með Crazy Horse í mars 1970. 2007 kom Live at Massey Hall frá janúar 1971 og í lok síðasta árs kom Sugar Mountain sem hefur að geyma upptökur frá tvenn- um tónleikum í Canterbury House í Ann Arbour í Michigan 9. og 10. nóvember 1968. Tónleikarnir í Canterbury House fóru fram þegar Neil var í millibilsástandi. Hann var nýhættur í Buffalo Springfield og var enn ekki búinn að senda frá sér sína fyrstu sólóplötu. Hann bókaði þessa tvo tónleika og kom þar fram einn með kassagítarinn. Titillagið, Sugar Mountain, hefur áður komið út á nokkrum safnplötum, en stærsti hluti þessarar 70 mínútna upptöku er fyrst að koma út núna, 40 árum eftir að hann var hljóðritaður. Sagan segir að Elliot Roberts sem Neil réði sem umboðsmann eftir að hann yfirgaf Buffalo Springfield hafi vilja með þessum tónleikum sjá hvernig viðtökur Neil fengi einn og óstuddur. Á dagskránni voru bæði lög sem hann samdi fyrir Buffalo Springfield og ný lög. Hann spjallaði mikið á milli laga og viðtökurnar voru mjög góðar. Lögin koma mörg mjög vel út svona berstrípuð og tónleikarnir verða mjög persónulegir. Neil Young aðdáendur hafa tekið útgáfunni fagnandi, enda fá þeir þarna frábæra tónleika og eitt púsl enn í heildarmyndina. Púsl í heildarmyndina SUGAR MOUNTAIN Neil Young einn með gítarinn. > Í SPILARANUM Loney, Dear - Dear John Antony And The Johnsons - The Crying Light Timber Timbre - Timber Timbre Bruce Peninsula - A Mountain is A Mouth Andrew Bird - Noble Beast LONEY, DEAR ANDREW BIRD > Plata vikunnar Sin Fang Bous - Clangour ★★★ Skrautlegt og dúllulegt hljóðdútl sem vantar sterkari melódíur. Dr. Gunni Þriðja breiðskífa Franz Ferdin- and, Tonight, kemur út á mánudag- inn. Margir bíða hennar með mik- illi eftirvæntingu enda sló sveitin rækilega í gegn fyrir fimm árum með sinni fyrstu plötu. Hljómsveitin er Íslendingum að góðu kunn því tvívegis hefur hún spilað hér á landi, fyrst í Kapla- krika árið 2005 og síðan á Nasa tveimur árum síðar. Tonight fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum í bresku tón- listartímaritunum Q og Uncut og einnig þrjár stjörnur í dagblöð- unum The Guardian og Daily Telegraph. Flestir gagnrýnendur eru sammála um að platan hafi að geyma slatta af hressilegu disk- órokki en helsti gallinn sé hversu lítið hljómsveitin hafi þróast síðan hún kom fyrst fram á sjónarsvið- ið og að lögin á plötunni séu of lík hvert öðru. „Hún hljómar ekki allt- af nógu vel en ætti samt að falla í kramið þar sem henni er ætlað að hljóma: af fullum krafti á indí- diskóstöðum,“ segir í dómi Daily Telegraph. Rúmt þrjú og hálft ár er liðið síðan síðasta plata Franz Ferdin- and, You Could Have It So Much Better, kom út. „Síðasta plata hljómaði eins og unglingur að stunda kynlíf. Þessi er öruggari og hentar dansgólfinu aðeins betur,“ sagði söngvarinn Alex Kapranos um Tonight. Hljómsveitin ætlar í tónleika- ferð um Evrópu til að fylgja gripn- um eftir og hefst hún í Dublin 1. mars. Þriggja stjörnu diskórokk FRANZ FERDINAND Þriðja breiðskífa Franz Ferdinand, Tonight, kemur út á mánudaginn. Að sögn Krumma er nú „geð- veikur æsingur“ í hljóm- sveitinni Mínus að setja allt í gang á ný eftir pásu. „Við höfum svarið þess eið að koma með nýja plötu á þessu ári,“ segir söngvarinn. „Það er mikill metnaður í okkur og við erum byrjaðir að hitt- ast og ræða málin. Næst á dagskrá er bara að hendast í hús, semja, æfa og koma sér í gírinn.“ Síðast var Mínus á ferð- inni árið 2007 með plötuna „The Great Northern Whale- kill“ en um svipað leyti og platan kom út urðu manna- skipti í bandinu. Frosti og Þröstur hættu, en Bjössi, Bjarni og Krummi héldu áfram og fengu bassaleik- arann Sigurð Oddsson inn. „Þetta band hefur bara tekið upp eitt lag og við erum spenntir fyrir að gera fleiri. Menn hafa verið að sýsla við hitt og þetta en þetta ár verður Mínuss.“ Krummi á von á beittari textum en vanalega enda árferðið kjörið til þess. „Það er ekki hægt annað en að vera pólitískur í dag. Ekki nema maður sé heiladauð- ur, það er að segja,“ segir Krummi. Hann ætlar jafnvel að taka pólitísku línuna enn þéttar í hliðarbandinu Dead- fuck. „Það er nú bara svona týpískt fyllirísband, sem ég og nokkrir vinir höfum talað um, hálfgert djók. Hugmynd- in er að Deadfuck spili ind- ustrial tónlist, pólitískan og pönkaðan framtíðarmetal. Kannski verður einhvern tímann eitthvað úr þessu.“ - drg Mínus sver eið MÍNUS Nýja fjögurra manna útgáfan. Íslenskt tónlistarlíf, popp- ið og rokkið ekki síður en annað, hefur á undanförn- um árum verið að miklu leyti styrkt af stórfyrir- tækjum og auðjöfrum. Nú, þegar heldur betur kreppir að, er spurning hvernig spilast úr. Dr. Gunni tékk- aði á stöðunni og komst að því að staðan er bara fín. Að undanförnu hefur styr staðið um auðmanninn Ólaf Ólafsson, kenndan við Samskip. Hann er sagður hafa óhreint mjöl í poka- horninu og stór orð eins og „land- ráð“ heyrast um viðskipti hans. Einn af þeim brauðmolum sem hrotið hafa af milljarðaborði Ólafs er velgerðasjóðurinn Aurora, sem hann stofnaði með eiginkonu sinni. Styrktarsjóðurinn Kraumur er á vegum Auroru og hefur fimmtíu milljónir til skiptanna. Fyrstu 20 millunum var úthlutað á síðasta ári. Þá fékk Mugison mest, fjór- ar milljónir til að stunda tónleika- hald og kynna sig á erlendum vett- vangi. Píanistinn Víkingur Heiðar Ólafsson fékk 1,5 milljón og Ami- ina 1,2 milljónir. Þá fengu sex aðil- ar hálfa milljón hver, hljómsveit- irnar Celestine, Dikta, FM Belfast og Skakka manage, og tónlistar- konurnar Elfa Rún Kristinsdóttir og Ólöf Arnalds. Þá hefur Kraum- ur styrkt fjölda annarra verkefna, meðal annars veitti sjóðurinn fjár- munum í að styrkja hljómsveitir til tónleikahalds á landsbyggðinni. Enn kraumar vel „Við erum komin inn í annað starfsár og höldum sjó og gott betur,“ segir Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri Kraums. Hann segir rekstrargrundvöll Kraums tryggðan næstu tvö árin, fimmtán milljónum verði veitt úr sjóðnum á þessu ári og fimmtán til viðbótar árið 2010. „Við erum að fara yfir umsóknir og skipuleggja árið. Ég á von á að við kynnum starfsemina á næstu vikum og bæði stjórnin og fagráðið eru virkilega ánægð að geta haldið áfram með jafn góðan hlut og Kraumur er.“ Ellefta Airwaves á þurru Engan bilbug er að finna á Þor- steini Stephensen og félögum hans hjá Airwaves. Ellefta hátíðin verð- ur haldin í október. „Við erum nú þegar farin að fá fyrirspurnir frá böndum að utan,“ segir Steini. „Það eru náttúrulega tíu mánuðir í þetta og við þurfum að sjá hvernig gengið þróast. Ég held samt að við getum farið að tilkynna um fyrstu böndin um mánaðamótin febrú- ar/mars. Það verða líklega minni nöfn en oft áður, sem er allt í lagi. Reynslan er sú að minni bönd vekja oft meiri athygli til langs tíma litið en stærri bönd eins og Kaiser Chiefs eða hvað þetta heit- ir. Ég held þetta verði flott hátíð með flottu lænöppi.“ Eitt ár er eftir af samningi hátíðarinnar við Reykjavíkurborg og Icelandair svo reksturinn er tryggður, að minnsta kosti fyrir eina hátíð í viðbót. „Það eru fund- ir fyrirhugaðir til að skoða fram- haldið. Það er náttúrulega nauð- synlegt að hægt sé að sjá lengra inn í framtíðina en bara eitt ár,“ segir Þorsteinn. Reykjavík Loftbrú var stofn- að árið 2003 af borginni og Ice- landair. Sjóðnum er ætlað að styðja tónlistarfólk við að hasla sér völl erlendis og felst styrkur- inn í að borga undir listamenn í flug til áfangastaða Icelandair. Listamennirnir borga sjálf- ir skatta og gjöld af miðunum. Stjórnarfundur verður hjá Loft- brúnni á morgun og er ekki búist við miklum breytingum á fyrir- komulagi styrksins. Enn til peningar fyrir íslenska tónlistarmenn FJÓRAR MILLUR Mugison hristir spaðann á Ólafi Ólafssyni þegar hann fékk úthlutað úr sjóði Kraums í fyrra. föstudagur fylgir Fréttablaðinu á morgun föstudagur Allt sem þú þarft

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.