Fréttablaðið - 22.01.2009, Page 52

Fréttablaðið - 22.01.2009, Page 52
36 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Tólfta hljóðversplata U2 kemur út í byrjun mars en fyrsta lagið af henni „Get on your boots“ er byrjað að heyrast. Lagið er hressandi rokkpopp drif- ið áfram af gítarriffi og venst ágætlega. Þá hefur umslag nýju plötunnar verið opinberað. það er eftir japanska listamanninn Hiroshi Sugimoto, heldur grá- mygluleg mynd af sjóndeild- arhring en rímar vel við titil plötunnar, No line on the horiz- on. Umslagið er nánast eins og á minimalískri plötu Richards Chartier og Taylors Deupree, Specification. Fifteen, sem kom út fyrir nokkrum árum. Félagarnir ætla þó ekki að kæra. U2 setja í gang UMSLAG NÝRRAR PLÖTU U2 Engin lína á sjóndeildarhringnum. Friðrik Ómar og Regína Ósk voru heiðruð fyrir hönd Euro- bandsins í sannkallaðri Euro- vision-veislu sem haldin var í München á laugardaginn. Þessi árlega árshátíð Eur- o vision-nörda stóð yfir í heilan dag og var haldin í glæsileg- um salarkynnum Wirtshaus zum Isartal. Fólk alls stað- ar að úr Evrópu mætti til að berja Euro vision-stjörnurnar augum en yfir tvö hundruð manns fylltu salinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir jól var tvíeykið tilnefnt til sjö verðlauna hjá aðdá- endavefsíðu Eurov- isionkeppninnar og fór síður en svo tómhent heim. Var meðal annars valin besta hljómsveitin í síðustu Eurovisionkeppni. Og fengu verðlaunagrip því til stað- festingar frá framkvæmda- stjóra ESC Radio, Matthiasi Petermann. En ESC Radio er útvarpsstöð sem er alfarið tileinkuð þessari vinsælu en umdeildu lagakeppni. Eurobandið var augljóslega hugsað sem stjarna kvöldsins því sjálf Sandra Kim hitaði upp fyrir íslensku tónlistar- mennina sem stigu síðust á svið. Regína lét óléttuna ekki aftra sér heldur söng tvíeyk- ið vinsæl Eurovisionlög á borð við My Number One, Wild Dances og Eurovisionslagar- ann A-Ba-Ni-Bi. Að sjálfsögðu fékk svo íslenska framlagið, This is my Life, að fljóta með við mikinn fögnuð viðstaddra enda naut lagið mikilla vin- sælda meðal evrópskra Eur- ovisionspekinga. -fgg Eurobandið verðlaunað> VILL FARA AÐ LEIKA Kryddpían fyrrverandi Emma Bunton hefur hug á að reyna fyrir sér í Holly- wood, í von um að komast aftur í sviðsljósið. Söngkonan er nú þegar farin að sækja leiklistar- tíma til að undirbúa sig, en eftir að Spice Girls lagði upp laup- ana hefur hún einnig reynt fyrir sér sem sjónvarpskynn- ir. Emma segist vera tilbúin að leggja söngferilinn á hilluna fyrir leiklistina þrátt fyrir að það krefjist mikils tíma og vinnu. Leikkonan Kate Winslet ætlar að semja þakkarræðu fyrir Bafta- verðlaunin sem verða afhent í næsta mánuði. Ástæðan er tilfinn- ingarík og algjörlega óundirbúin ræða sem hún hélt á Golden Globe- hátíðinni á dögunum. „Ég ætti að hafa ræðu tilbúna vegna þess að á Golden Globe hélt ég að ég myndi ekki vinna,“ sagði Winslet. Winslet er tilnefnd til Bafta-verðlaunanna fyrir hlutverk sín í Revolutionary Road og The Reader. Winslet með tilbúna ræðu á Bafta KATE WINSLET Leikkonan Kate Winslet ætlar að hafa þakkarræðuna tilbúna á Bafta-verðlaununum. Athafnamaðurinn Steinar Jónsson leitar þessa dagana að arftökum rappsveitar- innar vinsælu Quarashi. Hann hefur stofnað hljóð- verið Stúdíó Róm ásamt félögum sínum og vonast til lokka þangað hæfileikaríka tónlistarmenn, þar á meðal sjóðheita rappara. „Þetta er konsept sem ég er mjög svo til í að endurnýja. Þeir sjálfir hafa sagt að það hafi engin hljóm- sveit komið eins og Quarashi eftir að þeir hættu, enda eru þeir með sérstakt „sánd“,“ segir hinn sautj- án ára gamli Steinar Jónsson sem nú leitar að hæfileikaríkum tónlist- armönnum til að prófa sig í hljóð- veri hans. Steinar játar að hafa verið mikill aðdáandi þegar hann var yngri. „Ég keypti allar plöturn- ar þeirra en reyndar fékk ég aldrei að mæta á tónleika með þeim því ég var of ungur.“ Þrátt fyrir aldurinn hefur Stein- ar verið iðinn við kolann undanfar- in ár. Hann hélt tónlistarhátíðina Iceland Music Festival á Tunglinu í fyrra þar sem ungar hljómsveit- ir fengu að spreyta sig og einnig gaf hann út fyrstu plötu rapparans Dabba T. Í framhaldinu stofnaði hann útgáfufyrirtækið MediaStream Records og var um tíma umboðs- maður nokkurra tónlistarmanna. Steinar ætlaði á síðasta ári að sýna söngleik byggðan á söngva- myndinni vinsælu High School Musical en hætti við á síðustu stundu. „Ég held að það sé ekki nógu stór markaður fyrir þetta á Íslandi. Það var búið að þýða söng- leikinn og semja um öll leyfin en síðan gekk dæmið ekki upp,“ segir hann. Þeir sem hafa áhuga á að reyna fyrir sér í tónlistinni með hjálp Steinars geta sent honum póst á net- fangið hamraborg@mediastream- records.com. freyr@frettabladid.is Leitar að arftökum Quarashi Ísland er stundum ekki alveg jafn stórt og íbúar þess vilja láta. Það sannast kannski best í spænsku myndbandablaði. Starfsmenn þess hlupu aðeins á sig fyrir skömmu. Íslenska kvik- myndin Strákarnir okkar kom út á spænskar myndbandaleigur fyrir skömmu. Myndin, sem er í leikstjórn Júlíusar Kemp, fjall- ar um knattspyrnukappann Óttar Þór sem leikur með meistaraliði KR. Hann kemur út úr skápnum í blaðaviðtali og í kjölfarið hefst kolsvört kómedía, Óttar byrjar að spila með hommaliði og myndin fjallar um ástalíf þessarar fyrr- um hetju Vestubæjarstórveldis- ins. Spænska myndbandablaðið tæpir aðeins á söguþræði mynd- arinnar og birtir opinbert vegg- spjald hennar. Og þetta væri eflaust ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir litla mynd sem skotið er með í umfjöllun blaðs- ins. Þar gefur nefnilega hvorki að líta Björn Hlyn Haraldsson né aðra leikendur myndarinnar held- ur þá Loga Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, silfurdrengi íslenska landsliðsins í handbolta. Vissulega eru leikmennirnir í innilegum faðmlögum eftir ein- hvern frækinn sigur landsliðs- ins en þeir Logi og Ásgeir koma hvergi fyrir í myndinni. Svo vitað sé. Sé orðinu „Strákarnir okkar“ slegið inn á myndaleit google-leit- arvélarinnar skýrist málið hins vegar því myndin af silfurdrengj- unum er ein af þeim fyrstu sem koma upp þegar niðurstöðurnar birtast. Svo er náttúrulega spurn- ing hvort um sé að ræða gáska- fullan hrekk spænskra blaða- manna sem máttu horfa upp á „strákana okkar“ rúlla spænska liðinu upp í undanúrslitaleik Ólympíuleikanna síðasta sumar. - fgg Landslið tengt hommamynd SKONDIÐ Þeir Logi Geirsson og Ásgeir Örn fagna innilega sigri íslenska lands- liðsins. Þeir hafa þó vafalítið ekki búist við því að myndin yrði bendluð við hommakvikmynd. ÓTTAR OG UNNUSTINN Íþróttamaðurinn Óttar kemur óvænt út úr skápnum. Hann er hins vegar knattspyrnumaður en ekki handboltakappi eins og spænskt myndbanda- blað vill meina. Í STÚDÍÓ RÓM Steinar Jónsson ásamt félögum sínum Óskari Axeli Óskarssyni og Tóna í nýja hljóðverinu, Stúdíó Róm. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÁT AÐ LOKNUM TÓNLEIKUM Regína Ósk og Friðrik Ómar tóku við verðlaununum úr hendi Matthíasar Peterman, fram- kvæmdastjóra ESC Radio.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.