Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 56

Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 56
40 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Handknattleiksþjálfarinn Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson, sem náð hefur frábærum árangri í þjálfun kvennaliða undanfarin ár, söðlaði um í desember. Hætti hjá Fylki og samdi við þýska C-deildarliðið Kassel þar sem hann þjálfar meistaraflokk hjá körlum í fyrsta skipti. Byrjunin hjá Aðalsteini lofar góðu en liðið hefur unnið fjóra af fimm fyrstu leikjunum undir hans stjórn. Fimmta leikn- um lyktaði með jafntefli og því er Aðalsteinn enn ósigraður í þýska boltanum. Kassel situr í fjórða sæti í deildinni, þrem stigum frá öðru sæti og níu stigum frá toppnum. „Nei, það er ekki enn byrjað að kalla mig kónginn frá Kassel en ég set það inn í nýja samninginn,“ sagði Aðalsteinn Reynir léttur við Fréttablaðið í gær. „Það er búið að ganga mjög vel fyrir utan jafnteflið sem var hálfgert klúður. Við höfum lagað vörnina mikið og erum að gera færri tæknifeila. Þetta er allt að koma.“ Aðalsteinn lætur liðið æfa meira en það var að gera og hann segir leikmenn bregðast vel við því sem hann er að predika. „Ég er mjög sáttur við þeirra framlag. Annars hefur margt verið að koma mér á óvart hérna. Bæði gæðin á deildinni og hversu sterkir leikmennirnir eru. Flest hér hefur farið fram úr mínum björtustu vonum,“ sagði Aðalsteinn en aðeins eitt lið í deildinni fer upp. Þrátt fyrir það eru enn möguleikar að Kassel komist upp enda er fjárhagur margra liða í Þýskalandi ekki góður og Kassel gæti hagnast á því fari einhver lið í þrot. Aðalsteinn er búinn að koma sér vel fyrir í fínni íbúð og hann segir lífið leika við sig í nýju landi. „Þetta er mjög fínt allt saman. Allt vel skipulagt, félagið flott og vel séð um mig. Þetta er 250 þúsund manna borg og allar aðstæður eins og best verður á kosið. Ég er því bara hamingjusamur en ekki í þunglyndinu heima,“ sagði Aðalsteinn sem hefur sjö atvinnumenn innan sinna raða og svo sjö hálfatvinnumenn. „Það er stefnt að því að komast upp í efstu deild á fjórum árum. Það eru peningar hjá félaginu og fari liðið upp er von á fleirum,“ sagði hamingjusamur Aðalsteinn að lokum. AÐALSTEINN REYNIR EYJÓLFSSON: BYRJAR FRÁBÆRLEGA MEÐ ÞÝSKA C-DEILDARLIÐIÐ KASSEL Ekki byrjað að kalla mig kónginn frá Kassel HANDBOLTI N1-deild karla í hand- bolta hefst að nýju í kvöld eftir langt frí en þá fer fram heil umferð og hefjast allir leikirn- ir kl. 19.30. Hinir stórefnilegu Rúnar Kárason hjá Fram og Aron Pálmarsson hjá FH verða í eld- línunni þegar félögin tvö mæt- ast í Krikanum en báðir hafa þeir samþykkt að ganga í raðir þýskra félaga eftir yfirstandandi tímabil, Rúnar til Füchse Berlin og Aron til Kiel. „Það er mikil eftirvænting að byrja aftur og ég held að við séum bara með alla leikmennina heila heilsu og Viggó þjálfari er búinn að tala um að hann verði í vand- ræðum með að velja liðið, í fyrsta skiptið í vetur. Við erum búnir að vera að spila ágætlega í vetur en samt ekkert frábærir og ég tel okkur enn eiga slatta inni,“ segir Rúnar. Fram og FH gerðu 28-28 jafntefli í fyrri leik félag- anna í Framhúsinu. „Leikurinn í Framhúsinu var mjög jafn og við lentum satt best að segja í miklu basli með FH-ingana. FH- ingarnir komu á óvart til að byrja með en svo fóru liðin kannski að læra aðeins á þá en þeir eru engu að síður með hörkulið og hafa líka verið að styrkja sig mikið,“ segir Rúnar. FH-ingar hafa notað fríið vel og fengið til sín landsliðs- manninn Bjarna Fritzson og hægri skyttuna efni- legu Hermann Björnsson frá Stjörnunni og verða þeir báðir með í kvöld. „Það er óhætt að segja að það sé mikil spenna í mannskapnum eftir í raun annað undirbúnings- tímabil þar sem við erum ekkert búnir að spila í fimm vikur. Við mætum hins vegar á allt öðrum forsendum til leiks núna held- ur en í upphafi móts þar sem við vitum alveg hvað við getum gert gegn hinum liðunum í deildinni og höfum því sett okkur ný markmið. Við erum líka búnir að styrkja leikmannahópinn með tveimur mjög góðum leikmönn- um sem hafa verið að koma ekkert smá vel út á æfingum og smellpassa báðir inn í okkar leik,“ segir Aron Pálmarsson sem er klár eftir að hafa meiðst á nára á æfingarmóti með landsliðinu í byrjun janúar. „Ég tognaði eitthvað aðeins en er alveg orðinn hundrað prósent klár og við erum búnir að nota tímann vel og æfa af krafti og erum allir í frábæru formi. Við gerðum jafntefli við Fram í fyrri leiknum en okkur fannst við eiga meira skilið út úr þeim leik og við hræðumst ekkert lið í deildinni. Við förum bara í alla leiki til þess að vinna þá, það er ekkert flókið,“ segir Aron. omar@frettabladid.is Uppgjör efnilegustu leikmannanna Topplið Fram heimsækir nýliða FH í kvöld en innan raða félaganna eru tveir efnilegustu handknattleiks- menn landsins, Rúnar Kárason hjá Fram og Aron Pálmarsson hjá FH, sem halda brátt báðir til Þýskalands. Skyttan örvhenta hjá Fram, Jóhann Gunnar Einarsson, gæti verið á leið frá Fram. Svissneska félagið Kadetten Schaffhausen og þýska B-deildarliðið Aue hafa borið víurnar í Jóhann sem og þýska C-deildarliðið Kassel. Jóhann segist reikna með því að kíkja á aðstæður hjá einhverjum félögum strax í febrúar og stefnan sé að komast út næsta sumar. Daníel Berg Grétarsson, fyrrum Framari, er aftur á móti líklega á leið til Kassel eftir að hafa skoðað aðstæður þar nýlega. FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur verið lánaður frá AGF til Esjberg út þessa leiktíð. Hjá Esbjerg hittir Kári fyrir Eyja- manninn Gunnar Heiðar Þorvalds- son. Kári hefur verið mikið meiddur og ekki gengið sem skyldi að vinna sér sæti í liði AGF og því var ákveðið að senda hann til Esbjerg þar sem hann fær að spila. Forráðamenn Esbjerg fagna lið- styrknum en liðið er í mikilli fall- baráttu. - hbg Kári Árnason: Lánaður frá AGF til Esbjerg KÁRI ÁRNASON Fær meira að spila næstu vikurnar. MYND/OLE NIELSEN FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Wil- son Palacios hefur ákveðið að yfirgefa Wigan og ganga í raðir Tottenham og er þegar búinn að gangast undir læknisskoðun og ná samkomulagi um fimm ára samning við Lundúnafélagið, en aðeins á eftir að fá atvinnuleyfi leikmannsins samþykkt hjá ensku úrvalsdeildinni. Talið er að kaup- verðið sé á bilinu 12-14 milljónir punda en Palacios kom til Wigan fyrir ári síðan á eina milljón punda. Hinn 24 ára gamli Palacios hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frábæra spilamennsku með Wigan í vetur og verið orðaður við stórlið á borð við Manchester United og Real Madrid og knatt- spyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham er því afar ánægð- ur með nýja leikmanninn. „Palacios er leikmaður sem mér líkaði mjög vel við um leið og ég sá hann fyrst spila og ég bind vonir við að hann eigi eftir að verða enn betri í framtíðinni fyrir Tottenham. Hann mun koma með mikla baráttu inn í liðið og hann er mjög vinnusamur og lokar svæðum vel og er einmitt sá maður sem okkur vantar,“ segir Redknapp. Redknapp er þekktur refur á leikmannamarkaðnum og sam- kvæmt breskum fjölmiðlum í gær er hann hvergi nærri hættur að kaupa í janúar-félagsskiptaglugg- anum. Redknapp er sagður vera búinn að leggja fram fyrirspurn til Inter um möguleikann á að fá til sín varnarmennina Marco Mat- erazzi, Nicolas Burdisso, miðju- manninn Patrick Vieira og sókn- armanninn Mario Balotelli. - óþ Tottenham gekk í gærdag frá kaupunum á Wilson Palacios frá Wigan: Palacios í raðir Tottenham PALACIOS Í leik með Wigan gegn Tottenham í byrjun janúar. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Vefur norska sjón- varpsins TV2 segist hafa heimild- ir fyrir því að Þórir Hergeirsson verði kynntur sem nýr lands- liðsþjálfari Evrópu- og Ólympíu- meistara Noregs á næstu dögum. Þórir tekur við af Marit Brei- vik sem hefur stýrt liðinu í fjór- tán ár en Þórir hefur verið henni til aðstoðar síðustu ár. - óþ TV2 í Noregi í gær: Þórir tekur við af Breivik RÚNAR KÁRASON (FRAM) Fæddur: 24. maí 1988 Hæð: 194 sm. Þyngd: 105 kg. Aron um Rúnar: „Rúnar er búinn að eiga frábært tímabil og hann reyndist okkur mjög erfiður í fyrri leiknum í Framhúsinu þar sem hann setti fimmtán „slummur“. Hann er gífurlega kraftmikill og frábær skytta og við þurfum að reyna að mæta honum framarlega til að stoppa hann,“ segir Aron um Rúnar. ARON PÁLMARSSON (FH) Fæddur: 19. júlí 1990 Hæð: 193 sm. Þyngd: 95 kg. Rúnar um Aron: „Það er lykilatriði ef þú ætlar að vinna FH að stoppa Aron því hann er í hörkuformi strákurinn. Hans helsti kostur er að það er ekkert sem hann getur ekki gert og veikleikar hans eru fáir. Hann er frábær skotmaður, með gott auga fyrir leiknum og vanmetinn varnarmaður,“ segir Rúnar um Aron. MAGNAÐIR Efnilegustu handboltamenn landsins etja kappi í Kaplakrikanum í kvöld. > Jóhann Gunnar eftirsóttur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.