Fréttablaðið - 22.01.2009, Page 58

Fréttablaðið - 22.01.2009, Page 58
42 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Iceland Express-deild kvk Valur-Keflavík 74-80 (43-48) Stig Vals: Signý Hermannsdóttir 18 (27 frák., 10 varin), Kristín Óladóttir 14, Guðrún Baldursdóttir 13, Lovísa Guðmundsdóttir 12 (7 frák., 7 stoðs.), Kristjana Magnúsdóttir 10, Þórunn Bjarnadóttir 7 (12 frák., 11 stoðs.). Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 18, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 14, Rannveig Randversdóttir 14, Halldóra Andrésdóttir 13, Pálína Gunnlaugs dóttir 11 (5 stoðs.), Svava Ósk Stefánsdóttir 6 (8 stoðs., 7 frák.), Lóa Dís Másdóttir 2, Marín Rós Karlsdóttir 2. Hamar-Haukar 73-79 (37-35) Stig Hamars: Lakiste Barkus 36 (12 frák.), Julia Demirer 20 (12 frák.), Hafrún Hálfdánardóttir 6, Íris Ásgeirsdóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 1. Stig Hauka: Slavica Dimovska 33 (4 stoðs.), Mon eka Knight 13 (5 stoðs.), Kristrún Sigurjónsdóttir 11 (9 frák., 4 stoðs.), Helena Hólm 7, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6 (11 frák.), María Lind Sigurðardóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 2, Sara Pálmadóttir 1. Grindavík-Snæfell 68-81 (33-41) Stig Grindavíkur: Helga Hallgrímsdóttir 18 (10 frák.), Íris Sverrisdóttir 13, Jovana Lilja Stefáns dóttir 13, Petrúnella Skúladóttir 9, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Ólöf Helga Pálsdóttir 4, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2. Stig Snæfells: Kristen Green 23 (11 frák., 7 stoðs.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 20 (7 stoðs.), Berglind Gunnarsdóttir 13, Sara Sædal Andrés dóttir 10 (8 frák.), Sara Mjöll Magnúsdóttir 8, Unnur Ásgeirsdóttir 5, Ellen Högnadóttir 2. Eimskipsbikar kvenna FH-Fram 29-27 (15-11) Mörk FH: Ragnhildur Guðmundsdóttir 10, Guðrún Tryggvadóttir 4, Gunnur Sveindóttir 4, Ásdís Sigurðardóttir 4, Ebba Særun Brynjarsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Brina Íris Helgadóttir 1. Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 11, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Karen Knútsdóttir 3, Pavla Nevarilova 3, Marthe Sördal 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Sara Sigurðardóttir 1, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1. Fylkir-Haukar 27-33 (12-15) Enski deildarbikarinn Burnley-Tottenham 3-2 (3-0) 1-0 Robbie Blake (34.), 2-0 Chris McCann (73.), 3-0 Jay Rodriguez (88.), 3-1 Roman Pavlyu chenko (118.), 3-2 Jermain Defoe (120). *Tottenham mætir Man. Utd í úrslitaleik 1. mars. HM í handbolta A-riðill: Austurríki-Rúmenía 20-40 (9-21) Ungverjaland-Argentína 31-20 (17-8) Slóvakía-Frakkland 9-15 (26-35) *Nicola Karabatic skoraði 9 mörk fyrir Frakkland. B-riðill: Kúba-Suður Kórea 26-31 (13-17) Svíþjóð-Kúveit 30-19 (17-9) Spánn-Króatía 22-32 (11-18) C-riðill: Alsír-Rússland 28-29 (14-17) Makedónía-Þýskaland 23-33 (14-13) Pólland-Túnis 31-27 (16-11) *Tomasz Tluczynski skoraði 11 mörk fyrir Pólland. D-riðill: Saudi-Arabía-Brasilía 24-26 (10-14) Noregur-Serbía 26-27 (10-12) Egyptaland-Danmörk 17-26 (7-12) ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Valur Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, kom mörgum á óvart með því að skella fjórtán ára syni sínum inn í byrjunarliðið í fyrsta leiknum á nýju ári en strák- urinn, Valur Orri, hefur staðið sig vel í krefjandi hlutverki leikstjórn- anda. Valur hefur gefið fjölmörg- um ungum og efnilegum strákum tækifæri í vetur, tækifæri eins og hann fékk sjálfur í Njarðvík fyrir þremur áratugum. Valur Orri Valsson varð yngsti leikmaður úrvalsdeildar karla til þess að spila, byrja inn á og skora þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í vetur. Valur var 14 ára, 6 mán- aða og 25 daga þegar hann spil- aði á móti FSu 9. janúar 2009 og bætti þar með met Pavels Ermol- inskij sem var 14 ára, 9 mánaða og 17 daga þegar hann spilaði sínar fyrstu mínútur í úrvalsdeild í leik með Skallagrími gegn KR 2001. Valur segir aðstæður í Njarð- víkurliðinu, meiðsli og leikbönn hafa kallað á að hann fór að taka strákinn sinn með á æfingar milli jóla og nýárs. „Það var enginn bak- vörður á æfingum og ég fékk Val til þess að fara með mér á æfingu. Hann stóð sig bara vel og ég ákvað bara að nota hann í leiknum,“ segir Valur en Valur yngri spilaði í 16 mínútur í fyrsta leiknum á móti FSu og skoraði tvö stig. Fær mikinn stuðning frá liðinu „Hann byrjaði inn á og stóð sig vel. Hann hefur spilað þrjá leiki með okkur og hefur staðið sig rosalega vel í þeim. Hann sýnir mikla yfir- vegun og missir mjög lítið bolt- ann. Hann fær gríðarlegan stuðn- ing frá Loga, Frikka, Magga og öllum strákunum,“ segir Valur en Valur hefur hækkað sig í stigum og framlagi með hverjum leik og var nú síðast með 8 stig og 3 stoð- sendingar í sigri á Stjörnunni. Valur er líka ánægður með að tilkoma Vals Orra losar Loga Gunnarsson og Magnús Þór Gunn- arsson við að koma upp með bolt- ann. „Hann hefur ótrúlegan leik- skilning miðað við svona ungan krakka,“ segir Valur. Valur Orri er ekki eini kornungi leikmaður Njarðvíkur í vetur þó svo að hann sé sá yngsti. Fimm aðrir strákar, 17 ára eða yngri, hafa fengið að spila. „Ég hef gefið öllum ungu strákunum tækifæri og flestir hafa fengið töluvert mikil tækifæri,“ segir Valur og þetta hefur ekkert með það að gera að hann sé sonur hans. Hefur hjálpað okkur „Hann hefur hjálpað okkur og meðan hann gerir það þá fær hann tækifæri. Þetta er ekki af því að hann er pabbastrákur,“ segir Valur í léttum tón. Hann passar þó alveg ágætlega upp á strákinn sinn. „Ég er tilbúinn á bekknum að kippa honum út af eins og skot ef það eru mikil læti,“ segir Valur og hann hefur samt séð sáralítið stress hjá stráknum sínum. Fékk sjálfur tækifærið í Njarðvík Valur Orri er eins og áður hefur komið fram leikstjórnandi Njarð- víkurliðsins en pabbi hans viður- kennir að leikni hans með boltann liggi kannski ekki í genunum. „Mér finnst svolítið skrýtið hvað hann er góður í að „dripla“ bolta miðað við það að ég gat ekki „dripl að“ og móðurbróðir hans, Kristinn Friðriksson, var enn þá verri en ég. Hann hefur verið með boltann í höndunum alla tíð, hann er nánast jafnhentur og það hjálp- ar honum mikið,“ segir Valur sem lék sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í Kennaraháskólanum 18. október 1979. „Ég var sautján ára og þá var ég tiltölulega nýbyrjaður í körfu- bolta og kunni nánast ekkert. Ég fékk tækifæri í Njarðvík á sínum tíma og það ýtti manni áfram. Fyrir mig var það mikil hvatning að fá tækifærið og ég held að það sé það sama fyrir strákana í Njarð- vík í dag,“ segir Valur sem er lang- stigahæsti leikmaður úrvalsdeild- ar karla en hann skoraði 7.355 stig í 400 úvalsdeildarleikjum, eða 18,4 að meðaltali í leik. Þetta er í þriðja sinn sem Valur gerist þjálfari Njarðvíkur í hin tvö skiptin, 1986-87 og 1993-94, þá skilaði hann Íslandsmeistaratitli á fyrsta ári. Valur vissi þó alveg að hann væri að fara inn í allt annað dæmi nú. Ánægja með að guttarnir spili „Ég er ekkert að byrja í þessu og vissi alveg að þetta ár yrði erfitt. Þetta er allt meðvitað hjá okkur og við erum ekki að stressa okkur yfir einu eða neinu. Það eru allir með okkur í þessu í Njarðvík og það hefur meira að segja verið klappað fyrir okkur þegar við höfum tapað. Njarðvíkingar styðja svo sannar- lega við sitt lið í dag,“ segir Valur og það hefur verið tekið mjög vel í það að hann sé að nota framtíðar- leikmenn félagsins. „Fólk er mjög ánægt með það að sjá guttana sína fá að spila. Þeir fá mikinn stuðning þegar þeir koma inn á völlinn. Með heppni gætum við komist í Höllina og það er eitt- hvað sem enginn reiknaði með þegar allir leikmenn voru að fara frá liðinu,“ segir Valur. Næsti leikur er undanúrslitaleik- ur bikarsins á sunnudaginn þegar liðið heimsækir Njarðvíkinginn Teit Örlygsson og lærisveina hans í Stjörnunni. Höllin væri algjör bónus „Við erum að taka tímamótaár hjá Njarðvík og að komast í Höll- ina er algjör bónus ofan á öll plön hjá okkur. Okkar plön fyrir þenn- an vetur hafa gengið ágætlega og við vitum alveg í hvaða stöðu við erum. Við heitum enn þá Njarð- vík þó að við séum með kornungt lið og það eru allir rosalega hissa þegar Njarðvík tapar,“ segir Valur og bætir við. „Við erum litlir og ungir og mér finnst við búnir að gera ótrú- lega hluti miðað við að hafa spilað meirihluta af vetrinum leikstjórn- endalausir. Við eigum kornunga leikstjórnendur og Frikki er nán- ast eini stóri maðurinn í liðinu. Það er ekki alltaf hægt að vera á toppn- um. Fólk er mjög ánægt með það að það sé verið að endurnýja liðið. Þessir strákar koma til með að búa að þessum vetri,“ segir Valur að lokum. ooj@frettabladid.is Ekki af því að hann er pabbastrákur Valur Orri Valsson er yngsti leikmaður til að spila, byrja inn á og skora í úrvalsdeild karla en hann var aðeins 14 ára, 6 mánaða og 25 daga þegar faðir hans skellti honum beint í byrjunarliðið í fyrsta leik ársins. Valur Orri er einn fjölmargra framtíðarmanna Njarðvíkur sem faðir hans hefur gefið tækifæri í vetur. JAFNHENTUR Valur Orri Valsson hefur haft boltann milli handanna frá fyrstu tíð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VALUR ORRI OG VALUR Feðgarnir, Valur Orri Valsson og Valur Ingimundarson, saman með boltann á milli sín FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Línur eru örlítið farnar að skýrast í riðlakeppni HM í handbolta sem fram fer þessa dagana í Króatíu en næst síðasta umferðin var leikin í gær. Þar bar hæst stórsigur Króatíu gegn Spáni í b-riðli. Lokaum- ferðin fer fram í dag og kvöld þar sem í ljós kemur hvaða þrjú lið úr riðlunum fjórum kom- ast áfram í milliriðla. Króatar byrjuðu af miklum krafti gegn Spánverjum í gær og voru fljótt komn- ir með 2-7 forystu. Heimamenn gáfu í rauninni aldrei eftir í leiknum og léku Spán- verjana grátt með gríðarlega öflugum varnarleik, frábærri markvörslu og hröð- um sóknarleik. Stað- an í hálfleik var 11-18 Króöt- um í vil. Heimamenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og bættu í hraðann og Spánverjar áttu engin svör og svo fór að Króatar unnu tíu marka sigur, 22-32. Króatar sitja á toppi b-riðils ásamt Svíum en bæði lið hafa unnið alla fjóra leiki sína hingað til á mótinu og mætast í kvöld í leik sem sker úr um hvort liðið endar í toppsætinu. Spánverjar og Suður-Kóreumenn mætast í úrslitaleik um þriðja sæti riðils- ins. Í a-riðli eru Frakkar í efsta sæti eftir sigur gegn Slóvakíu í gær en Frakkar hafa unnið alla fjóra leiki sína og mæta Ungverj- um í úrslitaleik um efsta sætið í kvöld. Slóvakía og Rúmenía mæt- ast í úrslitaleik um þriðja sætið. í c-riðli Þjóðverjar efstir og Pólland í öðru sæti en liðin mæt- ast í kvöld í baráttu um efsta sætið í kvöld. Makedónar og Rússar mætast í úrslitaleik um þriðja sætið. Í d-riðli eru Danir og Norð- menn komnir áfram í milliriðla en liðin mætast í úrslitaleik um efsta sætið í kvöld. Brasilíumenn, Serbar og Egyptar berjast um þriðja sætið. - óþ Næstsíðasta umferð riðlakeppninnar á HM í handbolta fór fram í gær: Króatar rassskelltu Spánverja FÖGNUÐUR Króatinn Petar Metalic fagnar í leikslok í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Keflavík og Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express-deild kvenna í gær og þá unnu nýliðar Snæfells sinn annan leik í röð þegar liðið vann öruggan sigur í Grindavík. Nú verður deildinni skipt í tvennt, Haukar, Keflavík, Hamar og KR verða í efri hlutanum en Valur, Grindavík, Snæfell og Fjölnir í þeim neðri. Haukar unnu tólfta deildarleik- inn í röð þegar liðið vann Hamar 73-79 í Hveragerði í fyrsta leik Moneku Knight. Keflavík vann sinn sjötta leik í röð þegar vann Val, 80-74, í Vod- afone-höllinni. Með því að vinna 68-81 sigur í Grindavík vann kvennalið Snæfells í fyrsta sinn tvo leiki í röð í efstu deild en liðið vann stórsigur á Fjölni í umferð- inni á undan. - óój Iceland Express deild kvenna: Snæfell vann í Grindavík 27 FRÁKÖST EKKI NÓG Signý Hermanns- dóttir átti teiginn gegn Keflavík en það dugði ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar komust í undanúrslit Eimskipsbikars kvenna í hand- bolta í gær. FH vann Fram 29- 27 í Kaplakrika og Haukar unnu Fylki 27-33 í Fylkishöll. Áður voru KA/Þór og Stjarnan búin að tryggja sér farseðilinn í undanúrslitin. - óþ Eimskipsbikar kvenna: FH og Haukar í undanúrslitin FRÁBÆR Ragnhildur Guðmundsdóttir skoraði tíu mörk í sigri FH gegn Fram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.