Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 6
/JtV* X-1 - ‘ f
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982.
Brúðum koma
blessuð jólin
Jólagetraun
Tíminn og Radíóbúðin, Skipholti efna til
jólagetraunar fyrir áskrifendur Tímans.
f þessari getraun verða 12 Clairol
fótanuddböð að verðmæti 15.000,00 kr.
Dregið verður um 12 vinninga
í Radíóbúðinni, Skipholti 19,
mánudaginn 20. desember.
Hvað heitir nýja línan í Marantz-
hljómflutningstækjunum?
Q Koparlínan Q) Gulllínan (Q Svarta línan
Nafn
Heimilisfana Sími
Haldið seðlunurn saman, og þegar allir seðlarnir eru komnir (5. des.)
sendið þá alla seðlana til blaðsins merkt:
Tíminn, Síðumúla 15, Reykjavík „JÓL II".
bækurl
NJÖRÐUR P.
Dauðamenn
■ Út er komin hjá Iðunni söguleg skáldsaga
eftir Njörð P. Njarðvík. Sagan nefnist
Dauðamenn. Saga þessi er byggð á atburðum
sem urðu í Skutulsfirði 1656, er tveir feðgar
voru brenndir á báli. Var þeim gefið að sök
að hafa ofsótt sóknarprest sinn með göldrum
og valdið honum sárum þjáningum, and-
legum og líkamlegum. Um þessa atburði
ritáði presturinn, séra Jón Magnússon,
. Píslarsögu sína, frægt rit, þar sem hann
leitaðist við að réttlæta gerðir sínar. Sú bók
er varnarrit og birtir einungis sjónarmið
prestsins. 1 þessari skáldsögu feðganna,
P. Njarðvík endurskapað sögu feðganna,
sem brenndir voru, í dramatískri og spenn-
andi frásögn,“ segir í kynningu forlags á
kápubaki.
Dauðamenn er ellefta frumsamin bók
Njarðar P. Njarvík, en auk þess hefur hann
þýtt allmargar bækur. Eina skáldsögu hefur
hann áður sent frá sér, Niðjamálaráðuneytið,
1967. Skáldsagan Dauðamenn er í tuttugu
og sex köflum, 150 blaðsíður að stærð. Innan
á bókarspjöldum er kort af söguslóðum.
Prenttækni prentaði bókina.
Birgir Engilbcrts
Iöunn
„Andvökuskýrslumar“, ný bók
eftir Birgi Engilberts
■ IÐUNN hefur hefur gefið út þrjár sögur
eftir Birgi Engilberts sem einu nafni heita
Andvökuskýrslurnar. Pær draga nöfn af
sögumönnum: Sigvarður, Ingibjörg og Þor-
valdur. - Birgir Engilberts hefur samið leikrit
sem sýnd hafa verið á leiksviði, en Andvöku-
skýrslumar eru hið fyrsta sem frá honum
kemur sagnakyns.
Andvökuskýrslurnarcru 107blaðsíður. Oddi
prentaði.
Hanna og kærleiksgjöfin
■ Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá
sér bókina Hanna og kærleiksgjöfin, ríku-
lega myndskreytta barnabók. Höfundur er
Regine Svindler en myndimar em eftir Hilde
Heyduck-Huth. Magnús Kristinsson íslensk-
aði. Sagan segir frá því, er lítil hjarðmanns-
dóttir verður vitni að fæðingu Krists og
finnur sjálf þann fögnuð og þá eftirvæntingu,
sem mönnunum hafði verið heiúö.