Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. ' Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaóamenn; Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St. Eiríksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Siguröur Helgason (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00. Setníng: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Efling frístundastarfs ■ Mjög er mikilvægt að öllum þegnum þjóðfélagsins verði gert kleift að nýta frístundir sínar til að sinna heilbrigðum og þroskandi hugðarefnum sjálfum sér og öðrum til gagns og ánægju, án tillits til búsetu, stétta, aldurs, eða kyns. Með tölvubyltingunni má búast við að veruleg röskun verði á vinnumarkaðinum, m.a. í þá veru, að vinnutími styttist. Það er nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög geri sér fulla grein fyrir þessari þróun og leggi sitt af mörkum til þess að hver og einn geti tekið þátt í frístundastarfi sem beinir þátttakendur í stað þess að vera hlutlausir þiggjendur. Leggja þarf áherslu á að kynna fólki _þá möguleika, sem fyrir hendi eru í frístundastarfi, og hvetja það jafnframt til þátttöku í því. Þessi þáttur þjóðmálanna var nokkuð ræddur á síðasta flokksþingi Framsóknarflokksins og þar mörkuð sú stefna, að framkvæmd frístundastarfseminnar eigi að vera í höndum frjálsra félaga og samtaka, en að hlutverk ríkis og sveitarfélaga sé að veita þeim fjármagn og aðstöðu til starfseminnar. Voru sveitastjórnir hvattar til að setja sér ákveðnar reglur um styrkveitingu til frjálsu félaganna. 'Jafnframt var lögð áhersla á nauðsyn víðtækrar samvinnu á milli þeirra, sem annast þessi málefni, svo að hægt sé að nýta mun betur það fjármagn, sem til frístundastarfsins er varið, og þekking og reynsla komi að sem bestum notum. Flokkþingið lagði m.a. áherslu á eftirtalda verkþætti á þessu sviði: „Framsóknarflokkurinn vill efla almenna félagsmála- fræðslu í grunnskólum,í öðrum skólum, svo og á vegum frjálsra félagasamtaka. Jafnan þarf að vera völ á hæfum leiðbeinendum á hinum ýmsu sviðum frístundastarfsem- innar. Menntun fyrir slíka leiðbeinendur þarf því að efla og auka eins og kostur er. Æskulýðsráð ríkisins hefur annast menntun leiðbeinenda, gerð námsefnis og stutt félagsmálafræðslu félagasamtaka á undanförnum árum með góðum árangri. Þá starfsemi ber að efla eftir föngum. Framsóknarflokkurinn vill efla félagastarfsemi innan skólanna. Gera þarf skólunum kleift að sinna þessum veigamikla þætti á sem bestan hátt, t.d. hvað varðar hæfa starfskrafta og aðbúnað. Framsóknarflokkurinn bendir á, að í skólunum er unnt að ná til allra barna og unglinga og ber því að nota það tækifæri til að vekja áhuga þeirra og leiðbeina þeim í heilbrigðu frístundastarfi, auk þess sem félagslíf innan skólanna stuðlar að jákvæðri afstöðu nemenda til þeirra. Framsóknarflokkurinn vill auka samnýtingu húsnæðis, t.d. skóla, íþróttahúsa og félagsheimila, með það að markmiði að húsnæðið komi sem flestum að gagni og nýtist sem best. Taka verður meira tillit til samnýtingar- sjónarmiða strax við hönnun húsnæðisins og tryggja þarf gott samstarf þeirra aðila sem húsnæðið nota. Framsóknarflokkurinn telur að herða beri baráttuna gegn áfengis- og fíkniefnanotkun á íslandi. Framsóknar- flokkurinn telur að stórauka beri fræðslu um þessi mál m.a. með því að fram fari lögboðin fræðsla í skólakerfinu um skaðsemi áfengis og fíkniefna. Flokkurinn álítur að vegna mikillar nokunar fíkniefna verði að herða viðurlög gegn þeim sem flytja þessi efni inn og efla eftirlit með innflutningi og meðferð þeirra. Leggja þarf aukna áherslu á almenna útiveru. Sveitar- stjórnir þurfa að taka mið af þörfum fólksins hvað þennan þátt áhrærir ekki síst við skipulagningu og uppbyggingu nýrra svæða. Kynna þarf fólki þá möguleika sem fyrir eru á hverjum stað og hvetja til þátttöku. Stefnt skal að því að hver og einn geti í sínum frítíma iðkað þá íþrótt sem hann helst kýs. Framsóknarflokkurinn beinir því til fjölmiðla að vekja athygli fólks á hollum frístundastörfum og leggja þannig. sitt af mörkum sem jákvæður aðili í uppeldis- og félagsmálum.“ Þetta voru nokkur þau meginatriði, sem flokksþing Framsóknarflokksins lagði áherslu á í frístundamálum. - ESJ. skuggsjá N Ú ER TÍMIBÓKMENNTAVERÐLAUNA í ÝMSUM NÁGRANNALÖNDUM OKKAR. Þannig voru hin eftir- sóttu Göncourt-bókmenntaverðlaun í Frakklandi veitt fyrir fáeinum dögum, og Noregi Cappelen-verðlaunin svonefndu, svo t\ö dæmi séu tekin. Víkjum fyrst að frönsku bókmenntaverðlaununum. Þar eru reyndar um margvíslega verðlaunaveitingu á sviði bókmennta að ræða. Goncourt-verðlaunin eru þeirra þekktust, og eftirsóttust meðal rithöfunda í Frakklandi, en af öðrum viðurkenndum bókmenntaverðlaunum þar í landi má nefna Renaudot-verðlaunin, Medicis-verðlaunin og Femina- verðlanin. Öll eru þessi verðlaun veitt árlega. Að þessu sinni var það 53 ára gamall rithöfundur, Dominque Femandez, sem hlaut Goncourt-verðlaunin. Fernandez er reyndar ekki aðeins kunnur sem rithöfundur heldur engu síður sem bókmenntagagnrýnandi. Verðlauna- bókin hans nefnist, í lauslegri íslenskri þýðingu, „í engilshendi“ og er byggð á sérstæðum æfiferli ítalska rithöfundarins og kvikmyndaleikstjórans Pier Paolo Pasolini. Fernandez hefur alla tíð verið Ítalía og allt ítalskt mjög hugstætt, og starfaði reyndar lengi sem ítölskukennari. Honum var tíðhugsað til morðsins á Pasolini í nóvember 1975, en þessi óvenjulegi kvikmyndaleikstjóri var myrtur af einum ■ Frá úthlutun Cappelen-verðlaunanna í Noregi: Björg Vik og Jahn Otto Johansen með verðlaunabækur sínar. Af bókmennta verðlaunum í Frakklandi og víðar ástmanna sinna (hann var hómosexual), sem ók yfir hann hvað eftir annað á fáförnum vegi. Femandez hefur spunnið um þennan efnivið, og þá kannski fyrst og fremst þann vanda sem því fylgir fyrir ýmsa að þurfa að velja á milli þess að lifa eins og fjöldinn eða fylgja eðlislægum kenndum sínum ef þær stefna í aðrar áttir, þessa verðlaunaskáldsögu sína. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Fernandez hlýtur eftirsótt bókmenntaverðlaun í Frakklandi. Árið 1974 hlaut hann Medicis-verðlaunin. Hann hefur þegar skrifað margar skáldsögur. Renaudot-verðlaunin voru veitt á sama tíma og Goncourt og hlaut þau yngri rithöfundur, Georges-Oliver Chateaureyn- aud, sem er 35 ára gamall, fyrir skáldsögu sem kannski mætti kalla „Ævintýradeildin“. Báðar þessar verðlaunabækur vom gefnar út af sama forlaginu, Grasset, sem er eitt af þremur stærstu forlögum Frakklands (hin eru Gallimard og Le Seuil). Dómnefndin, sem velur Goncourt-verðlaunin, hefur lengi verið gagnrýnd fyrir að velja einungis höfunda sem eitthvert þessara þriggja forlaga hefur á sínum snæmm, og hefur sú umræða blossað upp enn einu sinni og margir hafa spurt sig og aðra, hvort Goncourt- og Renaudot-verðlaunin segi yfirleitt nokkuð um það, hvað sé best í frönskum bókmenntum á hverjum tíma - sé kannski miklu fremur „forlagasirkus“ eins og einn gagnrýnandinn orðaði það. Svo aðeins sé vikið að hinum tveimur frönsku bókmennta- verðlaunum, sem áðan voru nefnd, þá hlaut 66 ára gamall rithöfundur, Anne Hebert, Femina-verðlaunin fyrir skáldsögu sem kalla mætti „Brjálæðingurínn frá Bassan". Hembert er Quebec-búi - þ.e. kanadísk en af frönskum ættum og skrifar á frönsku. Medicis-verðlaunin fóru hins vegar til Francois Josselin, 43 ára blaðamanns við vikuritið „Le Nouvel Observateur“ fyrir bók sína „Hclvíti og allt saman“, en Umberto Eco frá Ítalíu fékk Medicis-inn fyrir bestú erlendu skáldsöguna. Bók hans nefnist t lauslegri þýðingu „Nafn rósarinnar“. Látum þetta nægja um franskar verðlaunaveit- ingar og snúum okkur að frændum okkar á Norðurlöndum. I NOREGI VORU CAPPELEN-BÓKMENNTAVERÐ- LAUNIN VEITT FYRIR NOKKRUM DÖGUM. Þeim var skipt á milli tveggja norskra rithöfunda, Björg Vik og Jahn Otto Johansen. Björg Vik fékk verðlaunin fyrir smásagnasafn sitt, sem nefnist „Snart er det höst (Það haustar brátt), en Johansen fyrir „blaðamennskubók" sína „Min jödiske reise“ (Gyðingaferðin mín). Það hefur jafnframt verið tilkynnt í Oslo, að Björg Vik hafi verið tilnefnd af norskri hálfu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs einmitt fyrir þessa sömu bók - en það mun vera í þriðja sinn sem bók eftir þessa skáldkonu er tilnefnd með slíkum hætti. Þegar verðlaunin voru afhent sagði Sigmund Strömme, útgáfustjóri Cappelens, að Björg Vik skipaði mikilvægan sess í norskum nútímabókmenntum auk þess að vera einn af þeim fáu norsku rithöfundum, sem áhugi væri fyrir að lesa verk eftir í öðrum löndum. Kúgun og frelsisbarátta kvenna væri henni hugstætt í skáldskap sínum, en hún hefði jafnframt gert sér ljósa grein fyrir nauðsyn þess að vera listrænt séð óháð skipulagri kvenfrelsisbaráttu. Jahn Otto Johansen hefur gefið út margar bækur, sem byggja á reynslu hans sem blaðamanns, en hann er aðalritstjóri norsks dagblaðs (Dagbladet). Hann er einn helsti sérfræðingur Norðmanna í málefnum Austur-Evrópuríkja og hefur mikið skrifað um þau mál. Frægt varð í Noregi þegar Johansen skrifaði sína fyrstu bók. Svo vildi til að hann var staddur f Tékkóslóvakíu árið 1968 þegar Rússar réðust inn í landið. Johansen hringdi þá heim til Cappelen-forlagsins og spurði hvort þeir kynnu að hafa áhuga á bók um innrásina. Forlagið svaraði að bragði: „Hin óskrifaða og því óséða bók er samþykkt til útgáfu“. Þremur vikum síðar var bókin komin á markað í Noregi.Hún heitir reyndar „Tsjekkoslovakias skjebnetime“ (Örlagatími Tékkóslóvaktu). En það eru fleiri sem veita verðlaun í Noregi. Borgarstjórnin í Osló veitir árlega menningarverðlaun, sem svo eru nefnd, og er fjárhæðin ekkert smáræði, sem sé 50 þúsund krónur norskar, sem nú er nokkuð á annað hundrað þúsund íslenskar krónur. Að þessu sinni hlaut Carl Fredrik Engelstad þessi eftirsóttu verölaun fyrir framlag sitt til norskra menningarmála í ftmm áratugi bæði sem rithöfundur, þýðandi, bókmennta- og leikhúsgagnrýnandi. Hann hefur bæði skrifað skáldsögur og leikrit, sem vakið hafa mikla athygli í Noreg og hlotið ’almennar vinsældir. Hann hóf feril sinn í blaðamennskunni sem gagnrýnandi og varð menningarritstjóri eins morgunblað- anna, en lét svo af því starfi til að taka við sem þjóðleikhússtjóri um hríð. Síðustu áratugina hefur hann hins vegar skrifað um menningarmál f Aftenposten í Oslo auk þess sem hann hefur eins og áður sagði skrifað bæði skáldsögur og leikrit. Og uúkum svo þessari syrpu um bók- MENNTAVERÐLAUN í DANMÖRKU. Þar er starfandi „Det Danske Akademi“, sem veitir ýmis verðlaun, m.a. 5o þúsund krónur danskar í menningarverðlaun svipað og norska höfuðborgin. Að þessu sinni var það ljóðskáldið Per Höjholt, sem hlaut þessi menningarverðlaun dönsku akademíunnar. Svo vill til að úrval ljóða hans frá árabilinu 1963-1979 er nýkomið út hjá Schönbergske Forlag, svo það er aðgengilegt fyrir þá sem vilja kynna sér nánar skáldskap hans. Hann hefur reyndar líka lesið mörg ijóðanna inn á hljómplötu, sem er nýkomin út í Danmörku. Per Höjholt kvaddi sér fyrst hljóðs árið 1949 með ljóðabók, sem hann nefndi „Hesten og solen“ (Hesturinn og sólin). Síðan hafa komið út eftir hann margar bækur, sem hlotið hafa margar hverjar almennar vinsældir. - ESJ. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.