Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 10
■ Um skeið hefur verið fátt merkra tíðinda héðan. Að vísu mætti flytja nokkra tölu um 29 stöðumælaverði sem hirtu sjálfir bílastöðugjöldin eða um 350 ára dánarafmæli Gústafs 2. Adolfs, og frá vettvangi heimsmálanna mætti gera skil dauða sovésks stjórnarleiðtoga sem var með bíladellu og reykti svo mikið að hann varð að fá sér vélknúið svissneskt sígarettuhyiki sem opnaðist sjálfkrafa á 45 mínútna fresti til að forða honum frá bráðri eitrun. En öll þessi tíðindi úr heimi stjórnsýslunnar læt ég liggja milli hluta og sný mér frekar að tíðindum í heimi bókmenntanna: Márquez var að fá nóbelinn. Raunsæi ímyndunaraflsins Hugtakið raunsæi í bókmenntum og listum hefur margar merkingar. Fyrir daga Ijósmyndarinnar reyndu „raunsæ- ir“ listamenn oft að gera myndir sem væru svo líkar fyrirmyndinni sem unnt væri; svo kom Ijósmyndin og þessi viðleitni varð fásinna. Um þær mundir er litaljósmyndun var að komast á rekspöl fundu menn þá upp sósíalískt raunsæi, sem kvað á um að listaverk skyldi annars vegar sýna hversu sósíal- ískur raunveruleikinn væri orðinn (í Sovétríkjunum) og hins vegar hversu sósíalískur honum bæri að vera. En þessi verkefni voru Ijósmyndavélum yfirleitt ofraun. Ýmsar aðrar raunsæis- stefnur hafa komið fram og ber einkum að nefna nýraunsæi svonefnt (endur- vakning á eldri aðferðum) og svo raunsæi ímyndunaraflsins, einnig nefnt ofurraunsæi og fjölkyngiraunsæi. Sumum hefur fundist mótsögn í hugtak- inu sósíalískt raunsæi og öðrum finnst mótsögn í hugtakinu raunsæi ímyndun- araflsins (af því að sósíalisminn og ímyndunaraflið séu óraunsæ). En flestir munu samþykkja að ímyndunaraflið sé raunverulega til og því raunsætt á sína vísu að ausa úr brunnum þess. Suðurameríkumenn eiga sér merkar bókmenntir, einkum frá þessari öld, og er nútímaskáldsaga þeirra í anda raun- sæis ímyndunaraflsins ávöxtur langrar forsögu. Don Kíkóti og aðrar prakkara- sögur spænskra frá fyrri hluta 17. aldar einkennast af skopskyni áþekku því sem nú hafa suðuramerískir skáldsagna- höfundar, en þeir munu einnig hafa numið stílrænar listir af barokkhöf- undunum spænsku. Kúrekakvæðið um Martín Fierro frá 1872 og svo gróskumikill módernismi eru meðal trúa. Persónur skipta um nöfn, hætta skyndilega að vera til, renna samaa o.s.frv., en þessum stílbrögðum hafa fáeinir íslenskir rithöfundar einnig beitt. Af yngri rithöfundum Suður-Ameríku skal ég loks nefna Carlos Fuentes, mexíkana, sem mér er sagt að skrifi veigamikil verk í anda James Joyce. Gabríel Nú víkur sögunni að Gabriel García Márquez. Eftir þennan 54 ára gamla kólumbíumann eru nú til þrjár skáld- sögur á íslensku, Liðsforingjanum berst aldrei bréf (1961) og Hundrað ára einsemd (1967) sem komu út fyrir einu til tveimur árum held ég, og loks ný saga, Frásögn um margboðað morð, sem kom út fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Til annarra meginverka skáldsins teljast Örlaga- stundin (-1962), Haust patríarkans (1975) og svo ýmsar smásögur. Eftirtektarverð- ust einkenni þessara skáldsagna eru húmor, epísk breidd, stjórnmálaboð- skapur og stílræn snilld sem sver sig í ætt við höfundana sem ég ræddi áður. Sagan af liðsforingjanum er stutt skáldsaga og lýsir gömlum fátækum hjónum í litlu þorpi. Þau hafa nýlega misst son sinn og þar með framfæranda, en gamli maðurinn bindur vonir sínar við að fá bréf þar sem ríkisstjórnin samþykki að veita honum ellilaun. Önnur von þeirra, áltka fáfengileg, er að haninn sem sonur þeirra hefur alið, muni sigra í hanaslag og þannig afla þeim fjár. Hundrað ára einsemd er ólíkt viðameira skáldverk og vona ég að lesandinn láti þessa bók ekki fara fram hjá sér úr því hún hefur m.a.s. verið þýdd a íslensku. Hér er sögð saga af þorpinu Macondo, stofnun þess, upp- gangi, hnignun og falli. Aldinn hershöfð- ingi, Aureliano Buendía, faðir margra sona sem allir eru drepnir, hefur háð 32 borgarastyrjaldir og dundar sér í ellinni við að smíða litla fiska úr silfri sem hann svo bræðir þegar þeir eru fullgerðir. Fiskasmíði hans lýsir anda bókarinnar: íbúar þorpsins skortir tilgang og samhygð. Örlög Macondo eru skráð áður en þau rætast. Allt endurtekur sig, lífið gengur í hring. Sagan er full af skoplegum atburðum, sem þarflaust er að rekja hér. Margir þeirra eru vægast sagt ótrúlegir og hálf goðsögulegir; en það atriði leiðir hugann að því að svo virðist sem Márquez ætli sér að lýsa einhverju sem kalla mætti hugarheim suðurameríkumanna.Inn í þá mynd GA&RÍEL garcía MÁRQUÉZ. j segir að Alfreð hafi fengið samviskubit út af því hverjar hörmungar efnið leiddi yfir menn og því sett gróðann í hinn fræga sjóð handa framúrskarandi vís- indamönnum og skáldum. Nú mun það að vfsu tæpast rétt hjá Þórarni að dýnamít sé notað í hernaði heldur hefur það meginþýðingu við mannvirkjagerð; en hann lýkur kvæðinu svo: Og höfundar sem hugsa og skrífa margt og hafa í marga áratugi lifað eru færðir upp í prjál og skart, aura fá - og hætta að geta skrífað. Við skulum vona að García Márquez, sem fékk að vita að honum yrði úthlutað nóbelsverðlaunum 21. október síðastliö- inn, hætti ekki að geta skrifað. Þá væri skaði að dýnamítinu hans Alfreðs. Márquez er mikið happaval fyrir sænsku akademíuna. Hann er vinsæll höfundur, en akademían er oftast gagn- rýnd fyrir val sitt. Að þessu sinni hlaut hún næstum því eingöngu lof; þó heyrðist rödd í Bandaríkjunum fordæma valið af því að það væri byggt á pólitík; en hitt skiptir meira máli að Marquez er með söluhæstu höfundum jarðar og elskaður víða um lönd. Nýjasta bók hans seldist hraðar en dæmi eru til um áður í útgáfusögunni og var strax þýdd á 32 tungur. Um stjórnmálaskoðanir skáldsins er það að segja að hann er andvígur heimsvaldastefnu Banda- ríkjamanna og styður Kastró. Fyrir fáeinum mánuðum síðan leit hann valdatöku Jaruzelskys í Póllandi já- kvæðum augum og taldi landsmönnum stafa hætta af upplausn og verkföllum, en svo skipti Márquez um skoðun og kvaðst aðhyllast Samstöðu. aðrar mót- bárur gegn útnefningunni voru að Gra- ham Greene og Jorge Luis Borges hefðu verið betur að henni komnir. Márquez er sjálfur aðdáandi beggja. En ég verð nú að segja fyrir mig að ég hef aldrei verið sérlega hrifinn af Greene. Annars er óttalegt snobb og uppistand kringum Nóbelsverðlaunin. Márquez hefur árum saman verið spurður fyrir úthlutun verðlaunanna hvort hann eigi von á að hreppa þau. Nú svaraði hann neitandi eins og venjulega og bætti við: Ég myndi aldrei klæða mig í kjólföt og teldi óhapp að fá þessi verðlaun. Degi síðar fékk hann samt að vita að hann ætti að fá þau, og lét hann þá svo um Arni Sigurjónsson skrifar frá Stokkhólmi: Alfreð og Gabríel annars mikilvægar forsendur nútíma- skáldskaparins. Fyrir nokkrum árum kom út suður- amerísk nútímaskáldsaga, Forseti lýð- vcldisins eftir Miguel Ángel Asturias, guatemalamann. Þessi saga frá 1946 er kannski upphaf raunsæisstefnu ímynd- unaraflsins, expressjónísk og pólitísk og minnir á Faulkner. Einnig er til á íslensku hið skemmtilega smásagnasafn argentínumannsins Jorge Luis Borges, Suðrið, en Borges hefur haft áhrif á hina yngri höfunda. í Græna húsinu eftir Mario Vargas Llosa (1966, enn óþýtt á íslensku) koma fram ýms einkenni nýrrar suðuramefískrar skáldsagnagerð- ar. í þessari sögu er t.d. pólitískur broddur gegn glæpaverkum herstjórna (Llosa er perúmaður), sérkennileg sögu- bygging (skipt er á milli sviða í sögunni ámóta og er gert í kvikmyndum, þó kerfisbundnar) og loks stíleinkenni sem einnig koma t.d. fyrir hjá Márquez og Asturias. Meðal stílbragða í bók Llosa nefni ég rugling með persónufornöfn sem oft kcmur út í því að lesandinn veit ekki hvaða persóna segir tilteknar setningar, og svo vissan hraða og sterk áhrif, svo og vitundarstreymi. Hjá Llosa einsog hjá Borgcs kemur fyrir leikur með veruleikahugtakið: Maður veit ekki hvað á að vera diktur og hvað veruieiki í textanum, höfundurinn bregst stöðugt væntingum lesandans um hverju eigi að hljóta að koma goðsögur, trúmál, hana- slagur og margt fleira, að ógleymdum stjórnmálunum og sögunni þar sem fyrir ber uppreisnir, fjöldamorð, hernað og bananarækt United Fruit. Inn í myndina af hugarheimi suðurameríkumanna kemur einmitt hugmyndin um tíma sem gengur í hring í einhverjum skilningi. Ömurleg stjórnmálareynsla fólks í þess- um heimshluta elur af sér hugmyndina að það sé til einskis að reyna að skipta um ríkisstjórn: Sú næsta verður alveg jafn spillt og sú sem nú situr. Samanber vísan: Lífið er hringur, kostulegt kíf í kafTibollanum stormur. Ef til er á himnum hamingjulíf ég held það sé einsog gormur. Örlagastundin (eða Hin illa stund) frá 1962 lýsir suðuramerískum bæ ogspeglar sögu margra landa í heimsálfunni. Persónurnar eru margar og söguþráður- inn lauslegur, en hann gengur nokkurn veginn út á að herstjórn ríkir í bænum (og landinu) og hefur setið í 2 ár þegar níðrit fara að birtast á veggjum húsanna. Það eru miðar þar sem skrifað er eitthvað hneykslanlegt um tiltekna þorpsbúa, eitthvað sem allir vissu þó fyrir löngu en enginn hefur þorað að segja. Þessi níðrit leiða til morðs, brottflutninga og annarra vandræða, uns bæjarstjórinn grípur til þess að lýsa yfir herlögum og útgöngubanni um nætur til að finna sökudólginn. í sögulok er fangelsið fullt af stjórnarandstæðingum en aðrir karlmenn flúnir til fjalla til að berjast sem skæruliðar gegn ógnarstjórn- inni. Það sem er einna skemmtilegast við þessa sögu er bygging hennar, það hvernig horfið er frá einu sviði til annars. ÖIIu merkari er sagan Haust patríark- ans og er kannski best af bókum skáldsins. í þessari frásögn af öldruðum einræðisherra fer Marquez á kostum bæði í glettni og í stíl. Hann notar hér gegnum alla söguna það stílbragð að láta ýmsar persónur tala sem „ég“ án þess að glögg skil séu gerð hvenær persóna tekur við af sögumanni eða ein persóna af annarri, og segir frá því sem hún var sjónarvottur að. Patríarkinn er kenjótt- ur og á sína vísu frumstæður. 1 höllinni hefur hann beljur sem hann mjólkar samviskusamlega og telur þær á kvöldin. Svo tekur hann á sig náðir, klæddur og vopnaður, einn í herbergi sínu ramm- læstu. Hann hefur fjölda fastra hjá- kvenna, en svo lendir hann líka í ástarævintýrum og er þar einkum í frásögur færandi ævintýrið með telpu sem er tilvonandi nunna sem hann lætur ræna, eignast með henni son sem fæðist tveimur mánuðum fyrir tímann eins og önnur afkvæmi hans hátígnar; en þau mæðgin eru myrt um síðir, þó eftir að hún hefur kennt karlinum að lesa. Móðir patríarkans gegnir miklu hlutverki (eins og Úrsula í 100 ára einsemd) og lætur hann gera hana að dýrlingi er hún deyr. Fjölda hryðjuverka lætur höfðingi þessi fremja og stendur að sumu persónulega, - flest hafa þann tilgang að tryggja honum völdin; í því sambandi má rifja upp að hann sviðsetur nokkrum sinnum dauða sinn til að kanna hverjir sitja á svikráðum við hann (gammarnir sem ætla að skipta með sér völdum að honum „látnum" eru að sjálfsögðu skotnir eins og hundar ef ekki annað verra). Pat- ríarkinn er semsé einkennilega smátt hugsandi, alsnauður af hverskyns menn- ingu, miskunnarlaus, gírugur í völd og glys og hefur barnshjarta. Dögunum eyðir hann helst í að spila dómínó við hina ýmsu bandarísku sendiherra, sem hafa vélað úr höndum landsmanna flestar auðlindir sem tekur að nefna og taka síðast frá þeim sjálft hafið. Harð- stjórn þessa manns virtist eilíf, hann fæddist aftur og aftur, þegar einn dó kom annar í staðinn, cn að lokum rann upp haust patríarkans og svo dauði. Alfreð Alfreð Nóbel uppgötvaði dýnamítið og varð ríkur á því og efnaiðnaði ýmsum. t Nóbelskvæði Þórarins Eldjárn mælt að það yrði einn helsti kosturinn við að fá verðlaunin að nú myndu menn þó hætta að nudda í honum fyrir úthlutun hvort hann teldi sig líklegan til að hljóta hnossið: Maður hreppir það aðeins einu sinni. Ég sé í anda eftirfarandi: f aðalsal Tónleikahallarinnar við Heytorgið þar sem venjulega bilað risaorgel er merkast húsgagn, heldur treyjuklæddur Márquez lofræðu um uppbyggilegar afleiðingar dýnamíts og skjallar kónginn fyrir bókelsku en drottninguna fyrir mála- kunnáttu, aðalritari akadeijiíunnar les upp heillaóskaskeyti frá Kastró, boðsgestir silkiklæddir þrútna við ræðu skáldsins og hafa svo ekki lyst á matnum sem kostaði 800 krónur sænskar á mann, borðalagður karlakór í fánalitunum syngur Nallann og konungssönginn, en ljósmyndarar myndablaðsins Framhjá- hald vikunnar reyna að senda allt kleresíið inn í eilífðina með því að festa það á filmu (óvitandi að Gabríel er löngu búinn að tryggja sér framhaldslíf með pennanum), í loftinu svífa englar og fleira ankannalegt flúr eftir Ásmund Sveinsson og aðra myndasmiði; en þegar hann gengur út á torgið vaknar tröllauk- in Orfeusarstyttan þar til lífsins (án þess að ljósmyndararnir geti fest það á filmu) og ávarpar hann: Hvar eru kjólfötin þín Gabríel? ÁS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.