Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 20
Er hefndin sæf? — „Frásögn um margboðað morð” eftir Gabríel García Marquez Gabríel García Marquez: Frásögn um margboðað morð Guðbergur Bergsson íslenskaði Iðunn 1982 ■ Það er ekki erfitt að láta sér detta í hug að sögur Gabríel García Marquez fæðist með fyrstu setningunni: raunar kom það beinlínis fram í viðtali við hann sem þýtt var og birt í Tímariti Máls og menningar fyrr á þessu ári. Þetta er auðvitað alls ekki fátítt meðal rithöf- unda; að þeir spinni bækur sínar út frá einni upphafssetningu sem óforvarandis hefur skotið upp kollinum í huga þeirra. Gott og vel hvað gerir maður þá við setningu eins og þessa: Santíago Nasar fór snemma á fætur daginn sem þeir hugðust drepa hann klukkan sex að morgni, vegna þess að hann hugðist taka á móti skipinu sem sigldi með biskupinn." (7) Liggur það ekki ljóst fyrir? Maður skrifar morðsögu, það á greinilega að drepa þennan Santíago Nasar. Nú má geta þess að það er engan veginn fyrir neðan virðingu „alvöru“ rithöfundar, sem Marquez er, að skrifa morðsögu, þó það form sé að verða ótrúlega útjaskað á þessum reyfaratímum; flest- allar helstu sögur snillingsins Dostoév- skíjs má vel skilgreina sem morðsögur í eðli sínu, svo dæmi sé tekið. En menn skuli hcldur ekki búast víð því að séní á borð við Gabríel García láti sér nægja að skrifa „venjulega“ morðsögu, og frásögn um margboðað morð er sannar- lega ekki nein venjuleg bók. Prufukeyrð stúlka Raunar fer ekki hjá því að þessi bók minni íslending á sjálfar íslendinga- sögurnar, þá blindu hefndarskyldu sem þar er allsráðandi. Svipuð hefndarskylda er þungamiðja Frásagnarinar; morðingj- ar Santíago Nasar telja að hann hafi gert fjölskyldu þeirra smán og drepa hann miskunnarlaust að órannsökuðu máli, enda þótt þeim sé bæði heldur vel við hann, og hafi þar að auki engan áhuga á að drepa mann. Hefndarskylduna verður að rækja, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Upphaf þessa máls er að til bæjarins þar sem sagan gerist kemur ókunnur maður að nafni Bæjarður San Roman. (Nafn bæjarins er aldrei nefnt, en það fer ekki rnilli mála að hann er náskyldur hinu gamalkunnuga þorpi Macondo.) Hann er furðulegur maður og meðal uppátækja hans er að ganga að eiga unga stúlku úr bænum, Angelu Víkarío, sem hefur í rauninni enga lyst á að giftast honum. En hann er auðugur og af góðum ættum (sonur hershöfðingja sem vann sigur á Aurelíano Búendía liðsfor- ingja í borgarastríðinu), svo hún fær engu um það ráðið, fremur en ýmsar kvenhetjur íslendingasagnanna. Það er haldið í burðarmikið brúðkaup en þegar brúðhjónin draga sig í hlé eins og lög gera ráð fyrir kemst Bæjarður San Roman að því að konan hans unga hefur þegar verið „prufukeyrð", eins og það er orðað á einum stað í bókinni. Slíkt er vitanlega svívirðing af allra grófasta tagi og Bæjarður er í fullum rétti þegar hann skilar stúlkunni aftur heim til föðurhúsanna. Bræður Angelu yfirheyra hana; hver er sökudólgurinn, og hún nefnir Santíago Nasar. Þeir taka að brýna kuta sína og það fer sem fer, þó alls óvíst sé hvort systirin hafi nefnt réttan mann. Að gegna skyldu við sæmd sína Nú er það líklega eitt skilyrði morð- sagna að þær séu spennandi, og yfirleitt er spennan . í siíkum sögum látin velta á því hvort tekst að myrða þann sem myrða á, ellegar þá hver myrti hann. Gabíel García Marquez fer aðra leið; það leikur enginn vafi á því frá upphafi að Santíago Nasar hefur verið myrtur, né heldur hverjir eru morðingjarnir, en samt sem áður er bókin ákaflega spennar.di á sinn hátt. Spennan liggur hér í frásagnaraðferðinni sjálfri, svo og því sem lesendur fá aldrei að vita. Bókin er látin vera samin eitthvað um tuttugu árum eftir að morðið hefur verið framið; sögumaður hefur lengi safnað upplýsingum um þennan atburð og er að reyna að glöggva sig á því sem gerðist Hann var sj álfur óbeinn þátttakandi, rétt eins og allt þorpið, og þekkti bæði Santíago Nasar og Víkaríobræðuma. f frásögn sinni stekkur hann til og frá í tíma og rúmi en öll sagan hverfist í rauninni um dauðastund Santíago Nasar; að henni er komið aftur og aftur, en sífellt með nýjum hætti. Jafnframt er sagt frá þorpsbúum, sem nálega allir vissu hvað til stóð en láðist að segja Santíago Nasar frá því; frá morðingjunum sem virtust eiga þá ósk heitasta að vera stöðvaðir áður en til voðaverksins kæmi; frá Angelu Víkaríó sem fékk ást á Bæjarði San Roman jafnskjótt og hann hafði vísað henni frá sér; og frá Bæjarði sjálfum, sem sögumaður og þorpsbúar telja vera eina raunverlega fórnarlamb þessa harmleiks. „Á harmleikinn var litið þannig að aðrir þátttakendur hefðu gengt skyldu við sæmd sína og það á ýmsan hátt með stórbrotnum hætti, samkvæmt örlæti því sem lífið hafði ætlað hverjum fyrir sig. Santíago Nasar hafði hreinsast af smán, Víkaríobræð- urnir höfðu sannað karlmennsku sína, og hin svikna systir hafði endurheimt heiður sinn. Bæjarður San Roman hafði einn verið öllu rúinn.“ (98) Hrafnsblóð og leðurblökuegg Þarflaust er og ástæðulaust að rekja söguna hér frekar; mig langar bara til að benda tilvonandi lesendum, sem von- andi og væntanlega verða margir, sem von- hlaupa ekki yfir þessa bók á hundavaði, heldur lesa hana vandlega og með eftirtekt; hún er, eins og aðrar sögur ■ Gabríel García Marquez - „galdra- karl...“ an þátt í þeim fjörkipp sem færst hefur í útgáfu þýddra úrvalsbókmennta.“ Gabríels García Marqez, full af litlum smáatriðum sem ef til vill vekja ekki mikla athygli við fyrsta lestur en eiga ekki minnstan þátt í stílgaldri þessa höfundar. Óborganlegar persónumyndir í fáum dráttum, furðulegir atburðir, lúmskar athugasemdir og litríkar lýs- ingar,þetta er það hrafnsblóð og þau leðurblökuegg sem galdrakarlinn Ga- bríel García Marquez hefur bætt út í seið sinn, og gert hann svo magnaðan sem raun ber vitni. Bókin er stutt, 140 síður með fremur stóru letri, og á því meira skylt við ýmsar nóvellur Marquez (Liðsforingjanum berst aldrei bréf, Sakleysinginn Erendira o.fl. ) heldur en hinar stóru skáldsögur hans (Hundrað ára einsemd, Haust patríakans). Hún nær þannig hvergi hinni rosalegu dýpt Hundrað ára ein- semdar, og raunar skyldu lesendur varast að bera þessa nýju bók saman við snilldarverk; slíkt er aðeins til þess fallið að valda vonbrigðum. Frásögnin verður að standa undir sér sjálf til að hennar verði notið til fullnustu, en að þeim fyrirvara höfðum er óhætt að mæla með þessari bók bæði fyrir þá sem unna svokölluðum „góðum bókmenntum“ og hina sem vilja umfram spennandi og vel sagða sögu. Frásögn um margboðað morð brúar bilið þar á milli. Þýðingar eru hollar Ég er ekki frá því að Guðbergur Bergsson hefði mátt fara ögn betur yfir þýðingu sína; í báðum þeim dæmum sem ég hef tilfært er óþarfa klúður - „hugðust" og „hugðist"; „á ýmsan hátt með stórbrotnum hætti“ - en yfirleitt sýnist mér íslenskun bókarinnar vel af hendi leyst, þó ég sé að sönnu ekki fær um að dæma um hversu trúr Guðbergur er *hinum spænska frumtexta. Og það er altént lofsvert að þessi bók skuli komin út á íslensku svo fljótt (hún kom, sem kunnugt er, fyrst út á spænsku fyrr á árinu). Nú á síðustu árum virðist hafa færst nokkur fjörkippur í útgáfu þýddra úrvalsbókmennta og á Guðbergur Bergsson ekki minnstan þátt í því; er vonandi að þýðendur og forlög láti hér ekki staðar numið. íslensk skáldsagna- ritun er ekki alveg með hýrri há um þessar mundir, og ætla má að góðar þýðingar á góðum bókum séu bæði höfundum og lesendum hollar. Að lokum legg ég til að vilji menn aðeins eina bók úr yfirstandandi jóla- bókaflóði þá velji þeir Frásögn um margboðað morð... Illugi Jökulsson Illugi Jökulsson skrifar um bók- menntir Að trega æsku sína — „Dagbék nm veginn” eftir Indriða G. Þorsteinsson Indriði G. Þorsteinsson Dagbók um veginn. Önnur útgáfa aukin. Almenna bókafélagið. ■ í þessari dagbók er víða komið við því að farið er um Asíu og Ameríku auk Evrópulanda. Samt eru það íslenzku þættirnir, Hendur feðranna og í gnauði vinda, sem gera þetta góða ljóðabók. Svo mun a.m.k. reynast þeim sem muna til sín fyrir 1940. Gamla tímans er minnst svo rétt og vel að þar er skáldskapur í fremstu röð. Ég veit ekki hvernig þeir sém aldrei hafa skrifað í hélu á gluggarúðu, meta þetta erindi: Við röktum á hrímloðnum rúðum rúnir og tákn vorra drauma til sagna kvistina knúðum krotuðum rakann í tauma og ofar þægindum öllum allri virkt sem við njótum býr minning um heitar hendur sem hlýjuðu köldum fótum. Þetta nær til þeirra sem muna hélu og raka í gamalli baðstofu og lásu úr kvistunum í súðinni. Það er mikill æðrulaus tregi í þessum Ijóðum. Það er tilfinning aldurs- ins þegar menn tekur að langa heim yfir árin. Skáldið segir: Á löngum hljóðum kvöldum mig langar heim. Gegn þessum árum öUum aftur að degi og tíma sem yljaði barnsins lijarta og gerði sinni þess glatt TU Ijóss sem logaði ■ glugga og liföi á mjóum kveik. 1 þessu tilfelli er skáldið nú borgarbúi, en alinn upp í norðlenzkri sveit. Það breytir ekki því að hinir eldri sakni margs þó þeir geti sagt eins og Bjarni forðum: „Söm er hún Esja, samur er hann Keilir.“ Það er svo margt sem hefur breytzt. Hér snýr skáldið sér til Hallgríms Péturssonar og andvarpar: Trúin á hagvöxt og efnahagsundur í öUu og alls staðar býr. Mig langar til að fara fáeinum orðum um kvæðið fsastör. Það lætur ekki mikið yfir sér, en verður þó kærkomið þeim sem harmar fornar hugsjónir. Skáldið segir: Hverjum er gott að ætla sér að yrkja endalaust um ijörð og grund og hlíð? Hverjum skín gott af því að vera að virkja vandhugsað rúm á þessari gróðatíð. nema það rím sem eykur auð þinn inaður og eflir þín laun og vekur bragðlauk skatts. Hugsjónir þykja orðið andlaust þvað- ur áanna taugum samtíminn hvergi bazt. Þetta þarf ekki skýringa við. Þeir sem meta það og skilja að áanna taugar voru bundnar við fjörð og grund og hlíð og hamingja þeirra var háð þeim tengslum, sjá tómleika og skort bak við þessa gróðatíð. En skáldið heldur áfram og þau verða okkur huggunarorð: Þó froða málrófsins flæði um bakka og rinda og felli þau grös er þola ekki minnsta gjóst mun ísastörin sér una í nauði vinda alin sem fyrr við svellað jarðar brjóst. Tízkufyrirbrigðin hverfa en líftaugar mannsins við land og þjóð og sögu haldast meðan menn eru íslendingar. Sízt er því að neita að ýmislegt er vel og hnyttilega sagt í ljóðunum sem fjalla um erlenda staði og minningar þó að það falli fyrir mér í skugga þjóðlegu viðhorf- anna. Það náttúrulögmál sem liggur til grundvallar trega þessara ljóða er vel skilgreint í fjórum línum í fyrsta ljóðinu. Þannig er öllum og einum ætlað að minnast alls, sem hann ekki hefur en átti þó. Það er alls ekki bundið við flutning úr einum stað í annan. Hit er nóg, að tími æskunnar berst frá’okkur og annar tími og annar heimur tekur við. En skáldið tekur því æðrulaust og segir: Láttu ekki hátt mitt hjarta hér er við engan að sakast. Hér er um náttúrulögmál að ræða. Og hver má líta í sinn barm, segir skáldið: Ei fegurra umhverfi auga neitt leit þar sem ættmennin stóðu sinn vörð heila mannsævi flest. Á meðan er sveit þau munast á þessari jörð. Þegar menn finna að mikið er að þakka, finnst þeim löngum vangoldið af sinni hendi og finna því til með skáldinu: Þessi fáeinu vers, nokkur fátækleg orð eru fósturlaun, goldin of seint. Á þessari rímleysuöld á kannske ekki við að sakast um þó að lauslega sé stuðlað stundum. Samt er það svo, að sé hið forna íslenzka rím notað, viljum ■ Indriði G.Þorsteinsson. við að það sé lýtalaust. Því finnst mér ljóður á vel gerðri vísu, þegar svona er stuðlað: Ölög þjóðar þig leiddu á þennan veg. Vel mátti segja í þessu tilfelli: Þjóðar- örlög leiddu þig þennan veg. Hér er höfundur sem virðist vel geta stuðlað. En eins og áður er sagt finnst mér að hér sé góð ljóðabók. H.Kn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.