Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982.
LÍlllliL
V
V,
5
■ Teitur tók skilaboð af fæti Fjaðrar.
landflugi. Svo er vitað um dúfurnar að
þær sjá alveg einstaklega vel. Til dæmis
hafa björgunarsveitir víða um lönd
notað þær til að leita að ýmsu sem er í
sjó, því þær hafa reynst hafa mikið betri
sjón heldur en maðurinn. Einnig er talið
að þær noti bæði lyktarskyn og heyrn.
Þannig að skýringin á ratvísinni er mjög
fjölþætt,“ sagði Þorkell.
- Þið sögðuð áðan að það væru
nokkrir tugir manna í Bréfdúfufélagi
Reykjavíkur. Vitið þið hvað margar
bréfdúfur eru til á íslandi?
Um 500 bréfdúfur á íslandi
„Ætli þær séu ekki eitthvað nálægt
fimm hundruð,“ sagði Þorkell „og þeim
fjölgar ört,“ bætti hann við. „Áhuginn
á þessari skemmtilegu íþrótt er alltaf að
aukast og við búumst við að margir verði
með í keppnum næsta sumar.“
- Hvaðan koma þessar dúfur?
„Hér á landi höfum við dúfur sem
komu frá Danmörku hér í eina tíð.
Talsvert hefur borist hingað með skipum
og í þriðja lagi hafa komið hingað dúfur
sem einfaldlega hafa villst til landsins
eða hrakist hingað með veðrum í
stórkeppnum annarra þjóða. Til dæmis
frá Leirvík á Hjaltlandseyjum, Fær-
eyjum, írlandi og Bretlandi. Ég man til
dæmis eftir því að fyrir nokkrum árum
hröktust hingað nokkrir tugir dúfna,“
sagði Þorkell. - Sjó
■ Starfsmenn Pósts og síma hefðu orðið stoltir af þjónustunni; að liðnum sex
mínútum voru Tímamenn komnir á Grímshagann, en því miður of seint til að mynda
aðflugið, þvi Fjöður var þcgar sest meðal annarra dúfna á þakskeggið.
■ Inni í byrginu á hver dúfa sinn bás.
Mjög snyrtilegt er í kring um þær enda
hafa nágrannar feðganna við Grímshag-
ann verið mjög jákvæðir í garð dúfna-
búsins.
flugu frá Vík til Reykjavíkur á rúmlega
tveimur og hálfum tíma.
Næsta sumar verður flogið frá Nes-
kaupsstað og síðar frá Grímsey og
ísafirði. Verður keppt um veglegan
bikar, sennilega með þeim glæsilegri
sem maður sér í svona félagsskap, og
munu menn safna stigum á hverri leið.“
Þarf að temja góðan hest
- Er ekki mikið þolinmæðisverk að
temja bréfdúfur?
„Ef maður ætlar sér að eignast góðan
hest þarf að temja hann. Og það er eins
með fuglana, þeir sem eru ekki fæddir í
toppafköstum. Þeir þurfa að þroskast og
ná vissri æfingu áður en þeir fara að
fljúga verulega langt."
- Hvernig stendur á þessari miklu
ratvísi dúfnanna?
„Ratvísin er fyrirbæri sem hefur verið
geysilega mikið rannsakað hjá mörgum
þjóðum. Farfuglarnir búa yfir þessum
eiginleika t.d. flýgur krían milli Suður-
og Norðurskauts, en þó er tiltölulega
lítið um þetta vitað. Þó er talið að
fuglarnir noti sólina, þeir hafi innbyggða
nokkurs konar klukku, þannig að miðað
við sólarhæð og tíma geti þeir vitað hvar
þeir eru. Sömuleiðis er víst að fuglar
skynja segulsvið jarðar og það mun
skipta mestu um ratvísi þeirra á
■ Sonurinn og faðirinn við dúfnabyrgið sem þeir hafa byggt sér í sameiningu.