Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982. á 1_______ / ^Adu^idd ft bréfdúfna- rækt alltaf að aukast” — segja feðgarnir, Þorkell St. Ellertsson og Teitur Þorkelsson, sem eiga myndarlegt dúfnabú I sameiningu ■ Fjöður, bréfdúfa í eigu þeirra feðga Þorkels og Teits, kom í heimsókn á ritstjóm Tímans. - Er ekki óvenjulegt að fullorðnir menn fáist við dúfnarækt? Það er mjög einkennandi fyrir þetta sport hversu hátt hlutfall þeirra sem stunda það eru unglingar. Þó er talsvert af fullorðnu fólki í þessu líka, t.d. eru 25% félaga í Dúfnaræktarfélagi íslands fullorðið fólk. Sá elsti er 65 ára,“ sagði Þorkell. - Fólk verður ekki vart við dúfur nema þar sem krakkar hafa komið upp kofum einhvers staðar á víðavangi? „Það er nú allur gangur á því,“ sagði Þorkell," en hins vegar er ekki hægt að neita því að fólk verður mest vart við þessa kofa; þeir stinga stundum í augu. Það er líka eitt að verkefnum Dúfna-. ræktarfélagsins að gera ræktina menn- ingarlegri. Erlendis, sérstaklega í Belgíu, þar sem dúfnarækt er mjög vinsælt sport, nánast þjóðarsport, er vel búið að dúfum. Menn byggja yfir þær fín hús, sem oft eru áföst íbúðarhúsum ræktend- anna og svo er vel þrifið í kringum dúfurnar." Bréfdúfufélag Reykjavíkur - Segiði eitthvað frá Bréfdúfufélagi Reykjavíkur? „Það hefur starfað lengi sem klúbbur með óformlegum hætti en var nýlega breytt í félag. í því eru nokkrir tugir manna og það hefur fengið hús undir starfsemi sína, sem er í Laugardal. Þar hyggjumst við koma á fót annars vegar félagsaðstöðu, þar sem hægt verður að halda smá fundi til að fjalla um málin eins og gengur, og hins vegar er ætlunin að taka húsið undir bréfdúfnarækt og íþróttir. Reykjavíkurborg útvegaði okk- ur húsið og fyrir það erum við mjög þakklát." - íþróttir, „Fyrsta bréfdúfukeppnin á íslandi var haldin í ágúst síðastliðnum og var dúfum sleppt í VíkíMýrdal. Reiknaður er út meðalhraðinn á mínútur, svo allir geta verið með, hvort sem þeir búa á Isafirði, Akureyri, Neskaupstað eða í Reykja- vík. Þær bréfdúfur sem bestu skiluðu ■ Stefna Bréfdúfufélagsins er að islenskar bréfdúfur eignist þak yfir höfuðið í líkingu við það belgíska á myndinni. Tímamynd Róbert ■ Dúfnarækt hefur um árabil verið stunduð á Islandi. Aöallega hafa ung- lingar lagt stund á hana. Þeir hafa reist sér kofa og síðan veitt villidúfur eða keypt dúfur af öðrum ræktendum. Meðal dúfna er til gifurlegur fjöldi afbrigða. Engin nákvæm tala er til um þann fjölda en ellaust skiptir hann einhverjum þúsundum. Sem dæmi um þekkt afbrigði má nefna liojara, ísara, toppara, presta, nunnur, elbinga, inefTi- kana, gimbla, strássara, uglur, kalottur, tunglinga, skaða, pústara, trommara auk bréfdrúfna, sem segja má að hafl fylgt mönnum frá ómunatíð. Allt fram á síöustu áratugi hefur bréfdúfan orðið að margvíslegu gagni. I þvi sambandi má nefna sendiboðahlutverk og fleira. Á síðustu áratugum hefur hlutverk bréfdúfunnar breyst þannig, að í stað þess að fljúga með skilaboð milli staða er dúfnarækt og keppni í flugi bréfdúfna orðin að íþróttagrein eða sporti. Minnir sú þróun á margt í þeirri breytingu sem orðið hefur á samskiptum manns og hests svo dæmi sé tekið. Hér á landi hefur talsverður hópur manna fengist við bréfdúfnarækt og sportflug í allmörg ár. í hópnum eru feðgarnir Þorkell Steinar Ellertsson, sem er ritari nýstofnaðs Bréfdúfnafélags Reykjavíkur, og Teitur Þorkelsson. Tíminn átti við þá stutt spjall. Sonurinn fær bakteríuna „Ég hafði dúfnabakteríuna sem strákur,“ sagði Þorkell. „Ég átti dúfur mér til gamans fram til 19 ára aldurs. Én þá eins og gengur tók ýmislegt annað við, skóli, fjölskylda, heimili, íbúðir og svo framvegis. Svo gerist það núna ekki alls fyrir löngu að sonur minn fær þessa bakteríu. Það var eins og við manninn mælt: Það kviknaði í mér aftur og síðan höfum við verið í þessu saman, og báðir haft af því mikla ánægju. ■ Hún var send með kveðjur vestur í Grímshaga, en þar býr hún í byrgi sem feðgarnir hafa byggt á svölunum hjá sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.