Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 2
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982.
fólk r listum
Húsavfk:
Málverkasýning í
Safnahúsinu
■ Nú stendur yfir málverkasýning Sigurðar Hallmarssonar í Safnahúsinu á
Húsavík. Sýningin hófs s.l. fimmtudag og lýkur henni nú á sunnudaginn.
Tímamynd: Þröstur.
Sýning í MÍR-salnum
■ Þann 4. desember nk. kl. 16 verður opnuð sýning í MÍR-sainum að Lindargötii
48, þar sem sýndar verða sovéskar bækur, hljómplötur og frímerki. Er sýning þessi
helguð 60 ára afmæli stofnunar Sovétríkjanna. Þessi sýning er haldin af
Viðskiptafulltrúa Sovétríkjanna á íslandi í samvinnu við vináttufélagið MÍR.
Á sýningunni verða sýndar 350 bækur um ýmis efni. Þar á meðal verða skáldverk,
vísindarit og kennslubækur, bækur um sovésku lýðveldin, barnabækur, bækur um
myndlist og málverkabækur, hljómplötur með sígildri tónlist og nútíma tónlist og
gott frímerkjasafn.
Sýningin verður opin til desemberloka og geta sýningargestir skoðað verk sígildra
rússneskra höfunda, s.s. I. Túrgenjevs, F. Dostojevskis, M. Gorkis, A. Kúpríns, A.
Púshkins, A. Tolstojs, L. Tolstjos, og fleiri. Einnig geta þeir skoðað bækur eftir
sovéska rithöfunda, sem sýna menningu hinna fjölmörgu sovésku þjóða og'
þjóðabrota.
■ Hinir góðu gestir frá Finnlandi. Það er Arja Saijonmaa, sem hallar sér fram á
píanóið fyrir miðju, en til hægrí er leikstjórinn, Vivica Bandler. Við píanóið situr
tónskáldið Berndt Egerbladh.
Listafólk í fremstu röð
hefur viðkomu á heimleið
frá Bandaríkjunum
Finnska söng- og leikkonan Arja
Sajonmaa flytur blandaða dagskrá
f tali og tónum á ensku
■ Sunnudaginn 12. desember nk. 20.00
verður gestaleikur í Þjóðleikhúsinu. Það
er finnska leik- og söngkonan Arja
Saijonmaa sem flytur blandaða dagskrá
í tali og tónum, leikin atriði og sungin.
Eru þar m.a. verk eftir Mikis Theodor-
akis, Bertoit Brecht, Kurt Weill, Marta
Tikkanen, Erland Josephson, Jean Sibe-
lius, Lars Hulén, Violeta Parra, Cole
Porter og Berndt Egerbladh. Með Arja
Saijonmaa í för er fimm manna hljóm-
sveit undir stjórn Egerbladh, en leik-
stjóri er Vivica Bandler og leikmynd,
búninga og lýsingu gerir Ralf Forsström,
einn fremsti ' leikmyndateiknari á
Norðurlöndum. Blaðamönnum var sagt
frá þessu góða listafólki á blaðamanna-
fundi sl. fimmtudag.
Dagskrá þessi var saman sett gagngert
vegna Scandinavia Today í Bandaríkj-
unum og er þess vegna flutt á ensku.
Hópurinn kemur hingað á heimleið
frá New York og sýnir aðeins í þetta
eina skipti.
Arja Saijonmaa
Arja Saijonmaa leik-og söngkona er
frá Mikkeli í austur Finnlandi. Hún
lærði leiklist, bókmenntir og tónlist við
háskólann í Helsinki og stundaði einnig
nám í Bandaríkjunum. Hún lauk ein-
leikaraprófi á píanó frá Sibeliusar tón-
listarskólanum í Helsinki. Hún hefur
starfað við ýmis finnsk leikhús, bæði sem
leikari og söngvari og var um skeið
leikhússtjóri nemendaleikhúss háskól-
ans í Helsinki. Hún hefur haldið
tónleika um alla Skandinavíu og flutt ein
dagskrár á sviði og í sjónvarpi. Hún söng
aðalhlutverkið í óperu Brecht og Weill
Dauðasyndirnar sjö, í finnsku Þjóðar-
óperunni. Þá lék hún dóttur Púntila í
kvikmyndinni Púntila og Matti, sem
Ralf Láangbakka gerði eftir samnefndu
leikriti Brechts, en sú kvikmynd var
sýnd hér á síðustu kvikmyndahátíð.
Hún lék hlutverk Önnu Swárd f
framhaldsþættinum Charlotta Löven-
skjöld, sem byggður er á sögu Selmu
Lagerlöf og sýndur var í íslenska
sjónvarpinu í fyrravetur. Hún hefur
sungið inn á nokkrar hljómplötur í
Finnlandi, Svíþjóð og Vestur Þýska-
landi. Þá fór hún í hljómleikaför um
heiminn með Mikis Theodorakis og
starfaði einnig með Parísar óperunni og
ferðaðist með henni um 14 Asíulönd og
kom fram á tónleikum í Olympia-höll-
inni í París.
Vivica Bandler og Ralf
Forsström
Vivica Bandler er leikstjóri sýningar-
innar og er hún meðal allra fremstu
ieiksýnenda í Svíþjóð. Hún hefur verið
leikhússtjóri Borgarleikhússins í Stokk-
ríBr
■ ArjaSaijonmaa.Margirmunukann-
ast við hana í hlutverki Önnu Svárad úr
myndaflokki sjónvarpsins, Charlotta
Lövenskjöld.
hólmi og á nú sæti í framkvæmdanefnd
Alþjóðaleiklistarsambandsins.
Ekki er höfundur leikmynda, búninga
og lýsingar Rafl Forsström síður framúr-
skarandi listamaður en Vivica Bandler,
en hann er í fremstu röð leikmynda-
hönnuða á Norðurlöndum. Hann hefur
gert leikmyndir og búninga fyrir hátt á
annað hundrað sýningar í óperum,
leikritum og ballettum og fyrir kvik-
myndir og sjónvarp. Þá hefur hann verið
leikhússtjóri fyrir Pistol Teater og
Sænska leikhúsið í Ábo og
yfirleikmyndateiknari við Sænska
leikhúsið í Helsinki og Borgarleikhúsið
í Stokkhólmi.
Er óhætt að hvetja fólk til þess að
koma og sjá þessa framúrskarandi
listamenn, en óhætt mun að fullyrða að
Arja Saijonmaa á eftir að verða enn stærri
stjarna meðal hinna skærustu en hún
þegar er orðin.
Miðasala hefst í dag, sunnudag kl
13.15.
AM
„Fæ innblástur frá
læknisfræóinni”
- SEGIR GUÐMUNDUR PÁLSSON LÆKNANEMI SEM
OPNAR MÁLVERKASÝNINGU UM HELGINA
■ „Já, ég fæ innblástur frá læknis-
fræðinni, sérstaklega úr sýnaskoðun,
skoðun á vefjasniðum", sagði Guð-
mundur Pálsson læknanemi í stuttu
spjalli við Helgar-Tímann. f dag,
laugardag 4. desember kl. 14 opnar
hann sýningu á myndverkum í Ás-
mundarsal við Freyjugötu.Hann sýnir
20 abstraktmyndir, unna. í acrýl á
striga; allar gerðar á þessu ári.
Guðmundur er á 4. námsári við
læknadeild Háskólans og hefur aðeíns
sinnt máiaralist í frístundum. „Þegar
ég er t.d. búinn að lesa kafla um nýrun
geri ég hlé á lestrinum og áður en ég
byrja á blóðþrýstingnum dýfi ég niður
pensli. Það er auðvitað afar freistandi
að fara í myndlistarskóla, en ég hcf
áhuga á því að blanda saman máiaralist
og læknisfræði. í fræðin sæki ég oft
hugkvcikjur sem ég vinn síðan á
striganum.“
Sýningin í Ásmundarsa! cr önnur
einkasýning Guðmundar. Hann hélt
einnig sýningu þar í fyrra, og í
fyrrahaust tók hánn þáft í samsýningu
FÍM. Sýningin stendur til sunnudags
12. dcsember og er opin daglega frá
Guðmundur Pálsson læknanemi og frístundamálari. - Ttmamynd: GE.