Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 14
14
SUNNUDAGUR S. DESEMBER 1982.
ÞEGAR FINNAR MISSTU ALLA ÆTT
■ Sveinn dúfa verst ofureflinu á brúnni. „Því eina leið um eðli Sveins,
bar almenningur vott: Að iélegt þótti höfuð hans, en hjartað það var
gott“, segir Matthías í þýðingu á samnefndu kvæði Runebergs.
■ Reykjarpípan varð mörgum mæddum hermanninum kær vinur a
löngum göngum í snjó og frosti og þá ekki síður meðan beðið var í
herbúðum mánuðum saman eftir að eitthvað gerðist.
f II II II ! i
■ Rómantíkin skipar veglegan sess í „Sögum Stáls
merkisbera“. Gamli hermaðurinn staulast út á hlað
til að hylla syni ættjarðarinnar.
Von Konov og korporall hans.
# / I /
..Synir lýðs er lét sitt bl
■ Árið 1808-1809 háðu Finnar stríð mikið við
Rússa, sem í sögu þeirra hefur skipað hærri sess en
önnur stríð þeirra við þennan volduga granna sinn.
Sérstaklega urðu það harmræn úrslit þess sem gera
það svo ógleymanlegt í sögu þjóðarinnar, þar sem
Finnar misstu þá gjörvalla ættjörð sína í hendur
Rússa, sem síðan ríktu yfir Finnum í heila öld á
eftir. En minningin um þessa þjóðarbaráttu varð
hins vegar langæ og þangað sóttu menn sér föng í
baráttu fyrir endurheimt sjálfstæðisins, sem aldrei
dó út af til fulls.
Framar öðru urðu það þó hetjuljóð
Johans Ludvigs Runebergs, „Sögur Stáls
merkisbera", sem gerðu atvik þjóðar-
stríðsins ódauðleg. Fyrsta Ijóðið í
bálknum „Várt land“ er nú þjóðsöngur
Finna. En í ljóðunum er einnig sagt frá
fjölmörgum persónum, sem í siðferði-
legum styrkleika hafa öðlast mikla stærð
og með tímanum sveipast rómantískum
Ijóma. Meira að segja hinn treggáfaði
Sveinn Dúfa, sem flestir þekkja, vegna
þýðingar Matthías Jochumssonar, var
ódauðlegur í meðförum Runebergs. Já,
vel á minnst. íslendingar þýddu mörg
Ijóða og þó einkum Matthías Jochums-
son og Hannes Hafstein. Margir kunnu
kvæðið um Svein Dúfu og Sandels
hershöfðingja utanbókar og Bjarnar-
borgarmarsinn var mikið sunginn hér á
landi upp úr aldamótunum. Til dæmis
minnist Halldór Laxness á það í
Brekktrkotsannál að þegar von var á
heimssöngvaranum frá útlöndum með
skipinu, hafi lúðraflokkurinn staðið á
bryggjunni og spilað Bjarnaborgarmars-
inn.
Ein öld og þrír aldarfjórðungar eru
nú liðnir frá þ ssu sérkennilega stríði
sem snauðir og illa búnir bændur háðu
í snjó og hreggi á norðurhjara. í tilefni
af þjóðhátíðardegi Finna sem er nú á
morgun, mánudag, þótti okkur ekki illa
til fundið að segja nokkuð af þessu
stríði, sem fáir kunna líklega skil á, þótt
þýðingar þeirra Matthíasar og Hannesar
séu mörgum kunnar.
Finnar, sem voru undir sænskri stjórn
frá því um 1200, áttu löngum í
styrjöldum við granna sína Rússa og oft
var ófriðvænlegt á austurlandamærum
þeirra, svo sem fyrir og eftir aldamótin
1600 og í Norðurófriðnum mikla her-
námu Rússar landið í átta ár, þ.e.
1713-1721. í stríðinu 1741-1743 á milli
Svía og Rússa lýsti Elísabet keisarakynja
yfir þeim ásetningi sínum að gera landið
að annexíu Rússa, þótt aldrei léti hún
af því verða. Enn kom til átaka
1788-1790, þegar fjöldi finnskra herfor-
ingja gekk í bandalag við Sprengtporten
nokkurn, sem vildi aðstoða Rússa við að
koma landinu undan sænskri stjórn.
En það var loks árið 1808, sem Rússar
hugðust láta fyrir alvöru til skarar
skríða. Þá sendi Alexander keisari 1. lið
inn í Finnland að áskorun Napóleons og
var tilgangurinn með því að knýja Svía
til þess að láta af stuðningi við Breta.
Innrásin skyldi
koma á óvart
Innrásina gerðu Rússar í febrúar 1808
og var til þess ætlast að hún kæmi
mönnum að óvörum. En sænska stjórnin
og æðsti herforingi hennar í Finnlandi
Aav Klercker höfðu þó haft veður af því
sem til stóð. Yfirforingi sænska herliðs-
ins, Klingspo hershöfðingi, var staddur
í Stokkhólmi, meðan búist var til
mótspyrnu og tók hann þátt í gerð
hernaðaráætlana þar. Var áætlunin á þá
leið, að þar sem samgöngur milli
Svíþjóðar og Finnlands lágu niðri á
vetrum, þá skyldi herinn hörfa fyrir
Rússum til Österbotten, en um vorið
skyldi senda liðsauka frá Svíþjóð.
Ákveðið var að halda skyldi virkjunum
í Suður-Finnlandi, einkum Sveaborg og
var komið þar fyrir eins fjölmennu liði
og þar komst fyrir.
Rússneski herinn, sem taldi 24 þúsund
manns undir stjórn Buxhövden var í
tveimur deildum. Annarri stjórnaði
Tutchkoff, sem sótti inn í héraðið Savo-
laks, en hinni sem var mikið stærri,
stjórnuðu þeir Bagration og Kamenski.
Sóttu þeir fram að sunnanverðu til
Kymmene. Klercker, hin 73ja ára gamli
herforingi skipaði deild 3000 manna við
St. Michael og stjórnaði henni Johan
Adam Cronsted. Var þetta hin svo-
nefnda Svaolaksherdeild. Enn var 7000
mönnum skipað til varna við Kymmene-
ána. Brátt varð þó að láta sveitirnar
hörfa til Tavastehus, vegna ofureflisins,
en þar var ákveðið að láta slá í brýnu.
Hörfað til baka
Þann 1. mars kom Klingspor loks til
höfuðstöðvanna, eftir langa ferð frá
Svíþjóð og tók hann nú að sér stjórnina.
Klingspor var hins vegar lítt hæfur til
þessa ábyrgðamikla hlutverks. Hann
hafði lítt haft af stríðsátökum að segja
og vantaði bæði frumkvæði og hugrekki.
Skipanir konungs voru í þá veru að hann
skyldi forðast að herinn yrði stráfelldur
en jafnframt að hann skyldi vinna
óvininum það tjón sem hann mætti.
Klingspor lagði einkum rækt við fyrri
hluta fyrirmælanna. Vegnaónógrarupp-
lýsingaþjónustu hélt hann að óvinaherinn
væri miklu stærri en hann í rauninni var
og er Cronsted hafði hörfað frá St.
Michael til Kuipio, óttaðist hann að
verða umkringdur. Þótt herinn væri
mjög fús til bardaga og Klercker gamli
hvetti tii að lagt yrði til orrustu, þá lét
Klingspor nú enn hörfa án þess að
stugga hið minnsta við Rússum, sem
sóttu viðstöðulaust fram.
Undanhaldið gekk svo hratt fyrir sig
að eftir þriggja vikna ferðalag var komið
til Vasa. Buxhövden lét aðeins fámenn-
an her reka flóttann undir stjórn
Rajevski. Ætíð hélt Klingspor þó að
óvígur her væri á hælum sér. Rússar
settust nú að í Suður-Finnlandi og
fluttu höfuðstöðvar sínar til Ábo. Þegar
Cronstedt hélt áfram að hörfa og nú til
Uleáborgar, hugðist Tutschkoff finna
Klingspor við Gamla Karleby, en hann
kom of seint: Klingspor hafði þegar flúið
fram hjá þessum bæ. Hið stöðuga
undanhald fyllti herinn óánægju og
uppgjafafaranda og kuldinn og snjórinn
gerði þeim lífið afar erfitt.
Sverfur til stáls
Til átaka kom loks við Rússa sunnan
við Brahestad við Pyhájoki. Þar særðist
yfiraðjútant Klingspors, Lövenhjelm og
var tekinn til fanga. Við stöðu hans tók
Adlcrcrcutz og þá von Döbeln, einn
allra mesti stíðsmaður hersins. Nokkrum
dögum síðar, þann 18. apríl, varð
Döbeln fyrir árás Rússa, er hann vildi
halda yfir Siikajoki á ís. Hann veitti
viðnám, en fékk skipun um að draga sig
til baka. Þegar Adlercreutz varð var við
að fjandmennimir sem eltu hann gáfu
víða kost á að láta koma sér í opna
skjöldu, gaf hann skyndilega skipun um
árás. Rússar flýðu skjótt og þessi fyrsti
árangur Finna í stríðinu markaði þátta-
skil. Fáeinum dögum síðar unni þeir
Adlercreutz og Cronstedt með Savolaks-
deild sína mikinn viðbótasigur við
prestssetrið Revolaks. Þar felldu þeir
heila herdeild af Rússum og var foringi
hennar Bulatoff tekinn til fanga. Meðal
særðra var merkisberinn Gregiri Tiger-
stedt.
„Nú var það hins hundelta að sækja
fram“. Menn biðu þess að flóðin vegna
vorrigninganna sjötnuðu og að vegir
yrðu færir. Meðan virkið Sveaborg var
enn óunnið var staða Rússa í Suður-
Finnlandi ótrygg.
Virkið stóð á klettaey úti fyrir Helsing-
fors og hafði það verið reist með ærnum
kostnaði. Höfundur þess var Ehrensvárd
og var það talið eitt hið rammgjörvasta
í Evrópu. Það var að hluta til sprengt
inn í granítklappimar og vel búið
byssum, kolum, púðri og vistum. í
virkishemum voru um 7000 manns.
Virkisforinginn var Carl Olaf Cronstedt,
sem naut mikils álits vegna gamalla
afreka í stríðum.
Rússar hófu umsátur um virkið í
marslok. En þar sem virkið virtist
óvinnandi tók Buxhövden að beita
kænskubrögðum og ógnunum. Með því
að múta ýmsum foringjanna kom hann
þeim kvitti af stað innan virkisins að
vörn Finnlands og Sveaborg væri til
einskisr. og komust nánustu ráðgjafar
Cronstedts brátt á þessa skoðun. I
aprílbyrjun tókst Cronstedt að semja við
Rússa um vopnahlé fram til hins 3ja maí.
Hefði liðsauki ekki borist fyrir þann
tíma skyldi gefa virkið upp þann dag
ásamt öllum búnaði þess. Hinn harði
vetur síðustu vikurnar deyddi hins vegar
hvern vonarneista um það að hjálp
mundi berast. Varð það úr að vörn
virkisins var gefin upp á hinum tilsetta
degi og voru liðsmennirnir þá slegnir
miklum harmi og örvinglan. Fall Svea-
borgar hafði lamandi áhrif á hugi manna
um allt Finnland, og raskaði mjög
stríðsáætlun Svía.
Þegar snjóa leysti og vötn þiðnuðu,
hafði konungur ætlað sér að senda
liðsauka til Klingspor. En kóngur hafði
í fleiri horn að líta, þar sem Svíar áttu
þá í stríði við Noreg og Danmörku
jafnframt og voru þessar vígstöðvar
konungi miklu hugleiknari en þær
finnsku. Aðeins ein alvarleg tilraun til
liðsflutninga var gerð, en það var er
Vegesack hershöfðingi setti lið á land
síðari part júnímánaðar við Lemo nærri
Ábo. Hann varð þó að flýja út á skip sín
eftir langa bardaga og snarpa.
Stríðið í algleymingi
Um vorið hafði Klingspor dregið
saman 10.000 manna lið, sem skipt var
niður í fjórar herfylkingar og ein þeirra
var hin fræga Bjarnaborgar-herdeild,
sem kempan Döbeln stjómaði. Þá var
til staðar fimmta herdeildin, þar sem
Savolaksliðið var á meðal, en þeim
stjórnaði nú Sandels. í byrjun maí hélt
Sandels niður til Savolaks tók Kuopio
að nýju og hélt áfram til St. Michael.
Stórfelldur rússneskur her rak hann þó
skjótt til baka norður til Kuopio. Þar